Til stendur að breytingar verði gerði á Menntasjóði námsmanna. Ný lög um sjóðinn voru innleidd árið 2020 og kerfið endurhugsað. Helstu breytingarnar fólu í sér námsstyrk í formi 30% niðurfellingar á höfuðstól láns næði stúdent að ljúka námi á réttum tíma. Samhliða var vaxtafyrirkomulagi lánanna breytt. Hafði það í för með sér umtalsverðar hækkanir þeirra en samhliða var vaxtaþökum komið á lánin.
Þegar breytingarnar voru teknar í gildi árið 2020 var gert ráð fyrir að þær yrðu endurmetnar að þremur árum liðnum. Nú hefur háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið gefið út skýrslu þar sem kemur fram mat á endurskoðun laganna. Í skýrslunni segir að augljós tækifæri séu til að bæta námslánakerfið. Verður breytingarfrumvarp lagt fram í mars þar sem brugðist verður við helstu annmörkum gildandi laga um námslán.
Færri námsmenn nýta sér námslán og styrki
Í skýrslunni segir að talsvert færri námsmenn nýti sér námsstyrki en áætlanir gerðu ráð fyrir. Námsframvindukrafan, …
Athugasemdir