Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gjörbreyttar efnahagsaðstæður hafa dregið fram galla námslánakerfis

Ný skýrsla há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­is um Mennta­sjóð náms­manna leið­ir í ljós að fjöl­marg­ir ann­mark­ar séu í nú­gild­andi lög­um um náms­lán. Lána­sjóðs­full­trúi SHÍ fagn­ar skýrsl­unni en seg­ir að ekki sé nægi­lega hug­að að bágri fjár­hags­stöðu stúd­enta.

Gjörbreyttar efnahagsaðstæður hafa dregið fram galla námslánakerfis
Háskólaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra mun leggja fram breytingarfrumvarp um Menntasjóð námsmanna í mars á næsta ári. Mynd: Bára Huld Beck

Til stendur að breytingar verði gerði á Menntasjóði námsmanna. Ný lög um sjóðinn voru innleidd árið 2020 og kerfið endurhugsað. Helstu breytingarnar fólu í sér námsstyrk í formi 30% niðurfellingar á höfuðstól láns næði stúdent að ljúka námi á réttum tíma. Samhliða var vaxtafyrirkomulagi lánanna breytt. Hafði það í för með sér umtalsverðar hækkanir þeirra en samhliða var vaxtaþökum komið á lánin.

Þegar breytingarnar voru teknar í gildi árið 2020 var gert ráð fyrir að þær yrðu endurmetnar að þremur árum liðnum. Nú hefur háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið gefið út skýrslu þar sem kemur fram mat á endurskoðun laganna. Í skýrslunni segir að augljós tækifæri séu til að bæta námslánakerfið. Verður breytingarfrumvarp lagt fram í mars þar sem brugðist verður við helstu annmörkum gildandi laga um námslán.

Færri námsmenn nýta sér námslán og styrki

Í skýrslunni segir að talsvert færri námsmenn nýti sér námsstyrki en áætlanir gerðu ráð fyrir. Námsframvindukrafan, …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár