Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Noorina og Asil komnar með íslenskan ríkisborgararétt – Alþingi samþykkti 20 nýja Íslendinga

Ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um fjölg­aði um 20 í gær sam­kvæmt ákvörð­un Al­þing­is. Þar á með­al eru tvær ung­ar kon­ur, ann­ars veg­ar frá Af­gan­ist­an og hins veg­ar frá Palestínu, sem stigu fram í Heim­ild­inni ný­ver­ið. Önn­ur, 27 ára lækn­ir, flúði ógn­ar­stjórn Talíbana. Hin, sautján ára frá Gaza, missti fjöl­skyldiuna sína og hluta af vinstri fæti í loft­árás Ísra­ela.

Noorina og Asil komnar með íslenskan  ríkisborgararétt – Alþingi samþykkti 20 nýja Íslendinga
Barist fyrir þær Noorina naut liðsinnis Ingibjargar Sólrúnar Gisladóttur í baráttu sinni fyrir að fá að vera á Íslandi og bróðir Asil, sem býr hér á landi, hefur barist fyrir að fá systur sína hingað. Mynd: Samsett


Alþingi veitti 20 nýjum Íslendingum ríkisborgararétt í gær, en hægt er að sækja um slíkan rétt til allsherjar- og menntamálanefndar. Alls bárust nefndinni 127 umsóknir og hún lagði til að umsækjendum á 18 þeirra yrði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni auk barna tveggja barna umsækjenda. 

Á meðal þeirra sem fengu ríkisborgararétt var Noorina Khalikyar, afganskur læknir sem flúði Kabúl eftir valdatöku Talíbana árið 2021, en eftir hana voru konur sviptar flestum mannréttindum og tækifærum sem talin eru sjálfsögð víða í hinum vestræna heimi. Noorina fór fyrst til Rúmeníu en fékk engin tækifæri og í viðtali við Heimildina í byrjun nóvember sagðist hún: „Ég hefði dáið einu sinni í Afganistan ef þeir hefðu komið og drepið mig þar. En í Rúmeníu dó ég daglega.“ Hún sagðist hafa fengið kaldar kveðjur frá Rúmenum sem hleyptu henni ekki inn í samfélagið. „Mig langaði að enda líf mitt því ég sá engan tilgang í því að berjast áfram.“

Í maí síðastliðnum kom hún til Íslands. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fara í Krónuna að kaupa sér í matinn. „Ég bað konu um aðstoð, ég vissi ekki hvaða jógúrt ég ætti að velja. Konan sagði: Velkomin til Íslands! Hvernig get ég hjálpað þér?“ rifjar Noorina upp með bros á vör. Hún varð strax hrifin af landinu og þakklát fyrir það hve vel Íslendingar tóku henni. 

„Ísland er von um nýtt líf, nýtt upphaf. Ísland er lognið sem ég þurfti eftir þrumuveðrið sem ég var stödd í. Hér á ég tækifæri á að endurfæðast, eignast nýtt líf í góðu samfélagi með góðu fólki. Þess vegna sótti ég um alþjóðlega vernd.“ 

Þeirri beiðni var hins vegar hafnað á þeim grundvelli að hún væri með stöðu flóttamanns í Rúmeníu.

Ingibjörg Sólrún aðstoðaði

Noorina kynntist svo Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, borgarstjóra og utanríkisráðherra. Hún hjálpaði henni með mál sitt á meðan að beðið var niðurstöðu hjá kærunefnd útlendingamála, en Ingibjörg bjó og starfaði í tvö ár í Afganistan á vegum UN Women.

Í viðtalinu við Heimildina í nóvember sagði Noorina: „Ef ég fæ að vera hér vona ég að ég geti klárað sérnámið mitt, ég veit að hér vantar lækna og vonandi get ég hjálpað til við það. Ég get séð svo fallega framtíð hér því þetta er land kvenna.“

Nú hefur henni verið veittur ríkisborgararéttur og er orðinn Íslendingur. Ingibjörg Sólrún birti færslu á Facebook í gærkvöldi vegna þessa þar sem hún sagði að í gær hafi komið besta jólagjöf sem hugsast getur í hús. „Alþingi samþykkti að veita Noorinu Khalikyar frá Afganistan íslenskan ríkisborgararétt. Nú getur hún loksins farið að skipuleggja framtíð sína eftir tvö ár á flótta í algerri óvissu. Kærar þakkir til Alþingis og ykkar allra sem lögðuð ykkar að mörkum til að þessi niðurstaða fengist. Þið vitið hver þið eruð.“ 

Missti fjölskyldu sína og hluta af fætinum

Önnur ung kona sem fékk ríkisborgararétt eftir að hafa sótt um í gegnum allsherjar- og menntamálanefnd er Asil J. Suleiman Almassri. Hún er sautján ára stúlka frá Palestínu sem sem slas­að­ist al­var­lega í nýlegri loft­árás Ísra­els­hers. Afleiðingar þessa voru meðal annars þær að fjarlægja þurfti vinstri fót hennar fyrir ofan hné.

Hún sagði í sam­tali við Heim­ild­ina í kjölfarið að það hafi verið eins og heim­ur­inn henn­ar hafi rifn­að í sund­ur. For­eldr­ar henn­ar, eldri syst­ir, mág­ur og fimm ára frændi henn­ar dóu í árás­inni. Barn­ung­ir syst­ur­syn­ir henn­ar slös­uð­ust. Asil hefur dvalið á spít­ala í Egyptalandi en bróð­ir henn­ar, sem býr á Ís­landi, hefur barist fyrir því a fá hana hing­að. Til stóð að senda Asil aftur til Gaza þegar bráðameðferð hennar yrði lokið, þar sem hún átti engan lengur að og búið var að jafna heimili hennar við jörðu.

Í viðtalinu við Heimildina sagði Asil að hún gæti ekki farið aftur til Gaza. „Ég á engan að þar. Ég er alvarlega þunglynd, ég er einmana og hrædd. Ég lifi í martröð.“

Miðflokkurinn sat hjá

Fyrirkomulag þess umsóknarferlis sem leiðir af sér að Alþingi veitir hluta umsækjenda ríkisborgararétt með ofangreindum hætti er þannig að sérstök undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar, sem í sitja þrír þingmenn, fer yfir allar umsóknir sem berast. Birgir Þórarinsson úr Sjálfstæðisflokki, Jódís Skúladóttir úr Vinstri grænum og Dagbjört Hákonardóttir úr Samfylkingu skipuðu nefndina að þessu sinni, en Birgir stýrði starfi hennar. 

Sat hjáAllur þingflokkur Miðflokksins, sem telur tvo þingmenn, sat hjá þegar kosið var um að veita einstaklingunum 20 íslenskan ríkisborgararétt.

Alls samþykktu 50 þingmenn úr sjö mismunandi flokkum á þingi að veita einstaklingunum 20 ríkisborgararétt þegar málið var afgreitt í gær. Ellefu þingmenn voru fjarverandi og greiddu ekki atkvæði. Einu þingmennirnir sem voru viðstaddir sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna voru báðir þingmenn Miðflokksins, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason.

Kjósa
59
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Þessi frétt lýsir spillingunni sem er inngróin í þjóðarsálina. Ef þú þekkir mann sem þekkir mann þá opnast allar dyr. Og ef sá maður hefur líka pólitízka innistæðu þá færðu jafnvel íslenzkan ríkisborgararétt á meðan aðrir heyra bara ..Þú ert númer 100 í röðinni...." Að því sögðu þá óska ég öllum nýju ríkisborgurunum til hamingju með þá stöðu sem ríkisborgararétturinn veitir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
3
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
7
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu