Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Noorina og Asil komnar með íslenskan ríkisborgararétt – Alþingi samþykkti 20 nýja Íslendinga

Ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um fjölg­aði um 20 í gær sam­kvæmt ákvörð­un Al­þing­is. Þar á með­al eru tvær ung­ar kon­ur, ann­ars veg­ar frá Af­gan­ist­an og hins veg­ar frá Palestínu, sem stigu fram í Heim­ild­inni ný­ver­ið. Önn­ur, 27 ára lækn­ir, flúði ógn­ar­stjórn Talíbana. Hin, sautján ára frá Gaza, missti fjöl­skyldiuna sína og hluta af vinstri fæti í loft­árás Ísra­ela.

Noorina og Asil komnar með íslenskan  ríkisborgararétt – Alþingi samþykkti 20 nýja Íslendinga
Barist fyrir þær Noorina naut liðsinnis Ingibjargar Sólrúnar Gisladóttur í baráttu sinni fyrir að fá að vera á Íslandi og bróðir Asil, sem býr hér á landi, hefur barist fyrir að fá systur sína hingað. Mynd: Samsett


Alþingi veitti 20 nýjum Íslendingum ríkisborgararétt í gær, en hægt er að sækja um slíkan rétt til allsherjar- og menntamálanefndar. Alls bárust nefndinni 127 umsóknir og hún lagði til að umsækjendum á 18 þeirra yrði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni auk barna tveggja barna umsækjenda. 

Á meðal þeirra sem fengu ríkisborgararétt var Noorina Khalikyar, afganskur læknir sem flúði Kabúl eftir valdatöku Talíbana árið 2021, en eftir hana voru konur sviptar flestum mannréttindum og tækifærum sem talin eru sjálfsögð víða í hinum vestræna heimi. Noorina fór fyrst til Rúmeníu en fékk engin tækifæri og í viðtali við Heimildina í byrjun nóvember sagðist hún: „Ég hefði dáið einu sinni í Afganistan ef þeir hefðu komið og drepið mig þar. En í Rúmeníu dó ég daglega.“ Hún sagðist hafa fengið kaldar kveðjur frá Rúmenum sem hleyptu henni ekki inn í samfélagið. „Mig langaði að enda líf mitt því ég sá engan tilgang í því að berjast áfram.“

Í maí síðastliðnum kom hún til Íslands. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fara í Krónuna að kaupa sér í matinn. „Ég bað konu um aðstoð, ég vissi ekki hvaða jógúrt ég ætti að velja. Konan sagði: Velkomin til Íslands! Hvernig get ég hjálpað þér?“ rifjar Noorina upp með bros á vör. Hún varð strax hrifin af landinu og þakklát fyrir það hve vel Íslendingar tóku henni. 

„Ísland er von um nýtt líf, nýtt upphaf. Ísland er lognið sem ég þurfti eftir þrumuveðrið sem ég var stödd í. Hér á ég tækifæri á að endurfæðast, eignast nýtt líf í góðu samfélagi með góðu fólki. Þess vegna sótti ég um alþjóðlega vernd.“ 

Þeirri beiðni var hins vegar hafnað á þeim grundvelli að hún væri með stöðu flóttamanns í Rúmeníu.

Ingibjörg Sólrún aðstoðaði

Noorina kynntist svo Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, borgarstjóra og utanríkisráðherra. Hún hjálpaði henni með mál sitt á meðan að beðið var niðurstöðu hjá kærunefnd útlendingamála, en Ingibjörg bjó og starfaði í tvö ár í Afganistan á vegum UN Women.

Í viðtalinu við Heimildina í nóvember sagði Noorina: „Ef ég fæ að vera hér vona ég að ég geti klárað sérnámið mitt, ég veit að hér vantar lækna og vonandi get ég hjálpað til við það. Ég get séð svo fallega framtíð hér því þetta er land kvenna.“

Nú hefur henni verið veittur ríkisborgararéttur og er orðinn Íslendingur. Ingibjörg Sólrún birti færslu á Facebook í gærkvöldi vegna þessa þar sem hún sagði að í gær hafi komið besta jólagjöf sem hugsast getur í hús. „Alþingi samþykkti að veita Noorinu Khalikyar frá Afganistan íslenskan ríkisborgararétt. Nú getur hún loksins farið að skipuleggja framtíð sína eftir tvö ár á flótta í algerri óvissu. Kærar þakkir til Alþingis og ykkar allra sem lögðuð ykkar að mörkum til að þessi niðurstaða fengist. Þið vitið hver þið eruð.“ 

Missti fjölskyldu sína og hluta af fætinum

Önnur ung kona sem fékk ríkisborgararétt eftir að hafa sótt um í gegnum allsherjar- og menntamálanefnd er Asil J. Suleiman Almassri. Hún er sautján ára stúlka frá Palestínu sem sem slas­að­ist al­var­lega í nýlegri loft­árás Ísra­els­hers. Afleiðingar þessa voru meðal annars þær að fjarlægja þurfti vinstri fót hennar fyrir ofan hné.

Hún sagði í sam­tali við Heim­ild­ina í kjölfarið að það hafi verið eins og heim­ur­inn henn­ar hafi rifn­að í sund­ur. For­eldr­ar henn­ar, eldri syst­ir, mág­ur og fimm ára frændi henn­ar dóu í árás­inni. Barn­ung­ir syst­ur­syn­ir henn­ar slös­uð­ust. Asil hefur dvalið á spít­ala í Egyptalandi en bróð­ir henn­ar, sem býr á Ís­landi, hefur barist fyrir því a fá hana hing­að. Til stóð að senda Asil aftur til Gaza þegar bráðameðferð hennar yrði lokið, þar sem hún átti engan lengur að og búið var að jafna heimili hennar við jörðu.

Í viðtalinu við Heimildina sagði Asil að hún gæti ekki farið aftur til Gaza. „Ég á engan að þar. Ég er alvarlega þunglynd, ég er einmana og hrædd. Ég lifi í martröð.“

Miðflokkurinn sat hjá

Fyrirkomulag þess umsóknarferlis sem leiðir af sér að Alþingi veitir hluta umsækjenda ríkisborgararétt með ofangreindum hætti er þannig að sérstök undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar, sem í sitja þrír þingmenn, fer yfir allar umsóknir sem berast. Birgir Þórarinsson úr Sjálfstæðisflokki, Jódís Skúladóttir úr Vinstri grænum og Dagbjört Hákonardóttir úr Samfylkingu skipuðu nefndina að þessu sinni, en Birgir stýrði starfi hennar. 

Sat hjáAllur þingflokkur Miðflokksins, sem telur tvo þingmenn, sat hjá þegar kosið var um að veita einstaklingunum 20 íslenskan ríkisborgararétt.

Alls samþykktu 50 þingmenn úr sjö mismunandi flokkum á þingi að veita einstaklingunum 20 ríkisborgararétt þegar málið var afgreitt í gær. Ellefu þingmenn voru fjarverandi og greiddu ekki atkvæði. Einu þingmennirnir sem voru viðstaddir sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna voru báðir þingmenn Miðflokksins, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason.

Kjósa
59
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Þessi frétt lýsir spillingunni sem er inngróin í þjóðarsálina. Ef þú þekkir mann sem þekkir mann þá opnast allar dyr. Og ef sá maður hefur líka pólitízka innistæðu þá færðu jafnvel íslenzkan ríkisborgararétt á meðan aðrir heyra bara ..Þú ert númer 100 í röðinni...." Að því sögðu þá óska ég öllum nýju ríkisborgurunum til hamingju með þá stöðu sem ríkisborgararétturinn veitir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár