„Ég heiti Zophonías Jónsson og við erum stödd á þriðju hæð í Öskju, náttúruvísindahúsi Háskóla Íslands.“
Hvað ert þú að gera hérna?
Z: „Ég er það sem heitir prófessor í sameindaerfðafræði.
Hvað í ósköpunum þýðir það?
Z: „Það þýðir það að ég á að kenna erfðafræði og sameindaerfðafræði, ég kenni reyndar í ýmsum öðrum fögum líka. Síðan stunda ég rannsóknir á því sviði.“
Ef þú myndir útskýra fyrir barni hvað sameindaerfðafræði væri, hvernig myndir þú útskýra það?
Z: „Það er hvernig erfðaefnið virkar. Sem sagt hvernig DNA-ið í frumunum okkar er eftirmynd að hvernig það er umritað yfir í RNA sem er síðan þýtt yfir í prótein og hvernig þetta allt saman stjórnar því sem gerist í frumunum og síðan í stærra samhengi hvernig frumurnar vinna saman og búa til einstakling. Í raun og veru, sameindaerfðafræði snýst um það hvernig lífið virkar. Ekki bara …
Athugasemdir