Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heimilin fá minna fyrir peninginn fimmta ársfjórðunginn í röð

Ís­lensk heim­ili borg­uðu næst­um 92 millj­arða króna í vexti á fyrstu níu mán­uð­um árs­ins. Það er 32 millj­örð­um krón­um meira en á sama í fyrra. Þetta er stærsta ástæða þess að kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna hef­ur hríð­fall­ið.

Heimilin fá minna fyrir peninginn fimmta ársfjórðunginn í röð
Harðnandi staða Heimilin geta keypt sífellt minna fyrir þann pening sem er eftir í veskinu um mánaðarmótin. Mynd: Golli

Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur dregist saman á Íslandi fimm ársfjórðunga í röð. Samkvæmt gagnasafni Hagstofu Íslands, sem nær aftur til loka árs 2010, þá er það í fyrsta sinn á þrettán árum sem það gerist. Samdrátturinn á þriðja ársfjórðungi var 2,7 prósent. Á ársfjórðungnum á undan var hann 5,2 prósent, sem var mesti samdráttur í kaupmætti síðan undir lok árs 2010, þegar hann lækkaði um sjö prósent.

Á mannamáli þýðir samdráttur í kaupmætti ráðstöfunartekna – þeirra tekna sem standa eftir þegar fólk er búið að borga skatta og önnur gjöld af launum sínum – að virði þeirra peninga sem fólk á eftir rýrnar. Það fær minna fyrir þá. Ástæðan er verðbólga og vaxtahækkanir. Hlutirnir kosta meira, afborganir eru hærri og krónutala launa heldur ekki í við það. Ráðstöfunartekjur í krónum talið jukust um 4,8 prósent frá lokum september í fyrra og fram til loka sama mánaðar í ár. Vísitala neysluverðs, sem …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár