Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tveir stjórnarmenn í RÚV vildu hætta við þátttöku í Eurovision – Restin sagði nei

Full­trúi Pírata lagði fram til­lögu á stjórn­ar­fundi hjá RÚV þar sem álykta ætti um að ekki yrði „tek­ið þátt í Eurovisi­on 2024 ef Ísra­el tek­ur þátt í keppn­inni.“ Einn stjórn­ar­mað­ur studdi það að taka til­lög­una til at­kvæða. Aðr­ir stjórn­ar­menn höfn­uðu því.

Tveir stjórnarmenn í RÚV vildu hætta við þátttöku í Eurovision – Restin sagði nei
Enga skoðun á átökunum Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur þegar tilkynnt að RÚV muni ekki bregðast við áskorunum um að draga Ísland úr keppni. Stefnt er að því RÚV taka þátt í keppninni eins það hefur gert síðan 1986.

„Ég er í stjórn RÚV. Ég hef aldrei áður tjáð mig opinberlega um setu mína þar. Í dag get ég ekki orða bundist og er sleginn. Á fundi stjórnar lagði ég fram eftirfarandi tillögu að ályktun vegna Eurovision: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“ Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“ 

Þetta skrifar Mörður Áslaugarson, fulltrúi Pírata í stjórn RÚV, í færslu á Facebook í kvöld.

Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara sem kosnir skulu í stjórn félagsins. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna einnig einn mann og annan til vara. Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum þess á milli aðalfunda. Stjórnin ber ábyrgð á rekstri RÚV og að farið sé eftir lögum um Ríkisútvarpið, að samþykktir þess og ákvæði samnings um fjölmiðlun í almannaþágu séu uppfyllt. formaður stjórnar er Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður hennar er Ingvar Smári Birgisson, fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar á meðan að hann var dómsmálaráðherra. Aðrir stjórnarmenn eru Rósa Kristinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Aron Ólafsson, Diljá Ámundadóttir Zoëga og Þráinn Óskarsson auk þeirra Marðar og Margrétar. Fulltrúi starfsmanna í stjórn RÚV er Hrafnhildur Halldórsdóttir.

Textahöfundar og tónskáld á móti

Stjórn, félags tónskálda og textahöfunda (FTT), sendi í vikunni áskorun til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og stjórnar RÚV þar sem hún skoraði á RÚV að taka ekki þátt í Eurovision árið 2024 nema Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni á sömu forsendum og Rússum í síðustu keppni. 

Í áskoruninni sagði: „Okkur er öllum skylt að taka afstöðu gegn stríði og morðum á óbreyttum borgurum sem saklausum börnum. Við höfum alltaf val um að leggja ekki nafn okkar við slíkt hvort sem við erum einstaklingar eða stofnanir ríkisins. Við skuldum þeim þjóðum sem fara fram með offorsi í krafti hernaðarmáttar ekki að deila með þeim sviði á viðburði sem alla jafna einkennist af gleði og bjartsýni.“

Undir áskorunina skrifaði öll stjórn FTT. Í henni sitja Bragi Valdimar Skúlason formaður, Védís Hervör Árnadóttir varaformaður, Sóley Stefánsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Andri Ólafsson, Hallur Ingólfsson og Hildur Kristín Stefánsdóttir.

FTT eru nú 450 höfundar og er félagið annað tveggja aðildarfélaga STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar. Hitt félagið er Tónskáldafélag Íslands, vettvangur þeirra sem starfa á vettvangi klassískrar tónlistar. Því er um að ræða félag þeirra tónskálda og textahöfunda sem líklegastir eru til þess að taka þátt í Söngvakeppni RÚV, sem er undankeppni Eurovision á Íslandi. 

Segir RÚV ekki hafa skoðun á átökunum

Stefán Eiríksson sagði í samtali við Heimildina í byrjun viku að afstaða RÚV gagnvart þátttöku Ísrael í Eurovision sé „á sömu línu og EBU og annara almannaþjónustumiðla.“ Það eigi bæði við um ákvörðun sambandsins um reka Rússland úr söngvakeppninni, og svo þeirrar að leyfa Ísrael að halda áfram að taka þátt í söngvakeppninni. 

Margir hafa stigið fram og gagnrýnt þessa ákvörðun RÚV. Þar á meðal rithöfundurinn Bragi Páll sem vakti athygli á gjörólíkri afstöðu útvarpsstjóra gagnvart  þátttöku Rússlands annars vegar og gagnvart Ísrael hins vegar. Í færslunni lýsir Bragi þessu sem „tvöföldu siðgæði.“

Spurður út í þessa gagnrýni þar sem bent er á þessar ólíku stefnur RÚV sagði Stefán við Heimildina í gær að „RÚV hefur engar sérstakar skoðanir á þessum átökum per se, við erum bara að tala þarna um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og það sem að henni snýr. Þannig það er alveg skýrt, RÚV hefur ekki það hlutverk að taka afstöðu.“

Stefán sagði enn fremur að hlutverk RÚV sé fyrst og fremst að flytja fréttir og gæta þess að sá fréttaflutningur sé hlutlaus og hlutlægur eins og lög kveða á um.

Tæplega átta þúsund manns hafa skrifað undir lista þar sem skorað er á RÚV að draga sig úr keppni. Útvarpsstjóri hefur þegar tilkynnt að RÚV muni ekki bregðast við þessari áskorun. Stefnt er að því RÚV taki þátt í keppninni eins það hefur gert síðan 1986.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu