Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Tveir stjórnarmenn í RÚV vildu hætta við þátttöku í Eurovision – Restin sagði nei

Full­trúi Pírata lagði fram til­lögu á stjórn­ar­fundi hjá RÚV þar sem álykta ætti um að ekki yrði „tek­ið þátt í Eurovisi­on 2024 ef Ísra­el tek­ur þátt í keppn­inni.“ Einn stjórn­ar­mað­ur studdi það að taka til­lög­una til at­kvæða. Aðr­ir stjórn­ar­menn höfn­uðu því.

Tveir stjórnarmenn í RÚV vildu hætta við þátttöku í Eurovision – Restin sagði nei
Enga skoðun á átökunum Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur þegar tilkynnt að RÚV muni ekki bregðast við áskorunum um að draga Ísland úr keppni. Stefnt er að því RÚV taka þátt í keppninni eins það hefur gert síðan 1986.

„Ég er í stjórn RÚV. Ég hef aldrei áður tjáð mig opinberlega um setu mína þar. Í dag get ég ekki orða bundist og er sleginn. Á fundi stjórnar lagði ég fram eftirfarandi tillögu að ályktun vegna Eurovision: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“ Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“ 

Þetta skrifar Mörður Áslaugarson, fulltrúi Pírata í stjórn RÚV, í færslu á Facebook í kvöld.

Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara sem kosnir skulu í stjórn félagsins. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna einnig einn mann og annan til vara. Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum þess á milli aðalfunda. Stjórnin ber ábyrgð á rekstri RÚV og að farið sé eftir lögum um Ríkisútvarpið, að samþykktir þess og ákvæði samnings um fjölmiðlun í almannaþágu séu uppfyllt. formaður stjórnar er Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður hennar er Ingvar Smári Birgisson, fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar á meðan að hann var dómsmálaráðherra. Aðrir stjórnarmenn eru Rósa Kristinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Aron Ólafsson, Diljá Ámundadóttir Zoëga og Þráinn Óskarsson auk þeirra Marðar og Margrétar. Fulltrúi starfsmanna í stjórn RÚV er Hrafnhildur Halldórsdóttir.

Textahöfundar og tónskáld á móti

Stjórn, félags tónskálda og textahöfunda (FTT), sendi í vikunni áskorun til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og stjórnar RÚV þar sem hún skoraði á RÚV að taka ekki þátt í Eurovision árið 2024 nema Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni á sömu forsendum og Rússum í síðustu keppni. 

Í áskoruninni sagði: „Okkur er öllum skylt að taka afstöðu gegn stríði og morðum á óbreyttum borgurum sem saklausum börnum. Við höfum alltaf val um að leggja ekki nafn okkar við slíkt hvort sem við erum einstaklingar eða stofnanir ríkisins. Við skuldum þeim þjóðum sem fara fram með offorsi í krafti hernaðarmáttar ekki að deila með þeim sviði á viðburði sem alla jafna einkennist af gleði og bjartsýni.“

Undir áskorunina skrifaði öll stjórn FTT. Í henni sitja Bragi Valdimar Skúlason formaður, Védís Hervör Árnadóttir varaformaður, Sóley Stefánsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Andri Ólafsson, Hallur Ingólfsson og Hildur Kristín Stefánsdóttir.

FTT eru nú 450 höfundar og er félagið annað tveggja aðildarfélaga STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar. Hitt félagið er Tónskáldafélag Íslands, vettvangur þeirra sem starfa á vettvangi klassískrar tónlistar. Því er um að ræða félag þeirra tónskálda og textahöfunda sem líklegastir eru til þess að taka þátt í Söngvakeppni RÚV, sem er undankeppni Eurovision á Íslandi. 

Segir RÚV ekki hafa skoðun á átökunum

Stefán Eiríksson sagði í samtali við Heimildina í byrjun viku að afstaða RÚV gagnvart þátttöku Ísrael í Eurovision sé „á sömu línu og EBU og annara almannaþjónustumiðla.“ Það eigi bæði við um ákvörðun sambandsins um reka Rússland úr söngvakeppninni, og svo þeirrar að leyfa Ísrael að halda áfram að taka þátt í söngvakeppninni. 

Margir hafa stigið fram og gagnrýnt þessa ákvörðun RÚV. Þar á meðal rithöfundurinn Bragi Páll sem vakti athygli á gjörólíkri afstöðu útvarpsstjóra gagnvart  þátttöku Rússlands annars vegar og gagnvart Ísrael hins vegar. Í færslunni lýsir Bragi þessu sem „tvöföldu siðgæði.“

Spurður út í þessa gagnrýni þar sem bent er á þessar ólíku stefnur RÚV sagði Stefán við Heimildina í gær að „RÚV hefur engar sérstakar skoðanir á þessum átökum per se, við erum bara að tala þarna um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og það sem að henni snýr. Þannig það er alveg skýrt, RÚV hefur ekki það hlutverk að taka afstöðu.“

Stefán sagði enn fremur að hlutverk RÚV sé fyrst og fremst að flytja fréttir og gæta þess að sá fréttaflutningur sé hlutlaus og hlutlægur eins og lög kveða á um.

Tæplega átta þúsund manns hafa skrifað undir lista þar sem skorað er á RÚV að draga sig úr keppni. Útvarpsstjóri hefur þegar tilkynnt að RÚV muni ekki bregðast við þessari áskorun. Stefnt er að því RÚV taki þátt í keppninni eins það hefur gert síðan 1986.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár