Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Tveir stjórnarmenn í RÚV vildu hætta við þátttöku í Eurovision – Restin sagði nei

Full­trúi Pírata lagði fram til­lögu á stjórn­ar­fundi hjá RÚV þar sem álykta ætti um að ekki yrði „tek­ið þátt í Eurovisi­on 2024 ef Ísra­el tek­ur þátt í keppn­inni.“ Einn stjórn­ar­mað­ur studdi það að taka til­lög­una til at­kvæða. Aðr­ir stjórn­ar­menn höfn­uðu því.

Tveir stjórnarmenn í RÚV vildu hætta við þátttöku í Eurovision – Restin sagði nei
Enga skoðun á átökunum Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur þegar tilkynnt að RÚV muni ekki bregðast við áskorunum um að draga Ísland úr keppni. Stefnt er að því RÚV taka þátt í keppninni eins það hefur gert síðan 1986.

„Ég er í stjórn RÚV. Ég hef aldrei áður tjáð mig opinberlega um setu mína þar. Í dag get ég ekki orða bundist og er sleginn. Á fundi stjórnar lagði ég fram eftirfarandi tillögu að ályktun vegna Eurovision: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“ Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“ 

Þetta skrifar Mörður Áslaugarson, fulltrúi Pírata í stjórn RÚV, í færslu á Facebook í kvöld.

Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara sem kosnir skulu í stjórn félagsins. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna einnig einn mann og annan til vara. Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum þess á milli aðalfunda. Stjórnin ber ábyrgð á rekstri RÚV og að farið sé eftir lögum um Ríkisútvarpið, að samþykktir þess og ákvæði samnings um fjölmiðlun í almannaþágu séu uppfyllt. formaður stjórnar er Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður hennar er Ingvar Smári Birgisson, fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar á meðan að hann var dómsmálaráðherra. Aðrir stjórnarmenn eru Rósa Kristinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Aron Ólafsson, Diljá Ámundadóttir Zoëga og Þráinn Óskarsson auk þeirra Marðar og Margrétar. Fulltrúi starfsmanna í stjórn RÚV er Hrafnhildur Halldórsdóttir.

Textahöfundar og tónskáld á móti

Stjórn, félags tónskálda og textahöfunda (FTT), sendi í vikunni áskorun til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og stjórnar RÚV þar sem hún skoraði á RÚV að taka ekki þátt í Eurovision árið 2024 nema Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni á sömu forsendum og Rússum í síðustu keppni. 

Í áskoruninni sagði: „Okkur er öllum skylt að taka afstöðu gegn stríði og morðum á óbreyttum borgurum sem saklausum börnum. Við höfum alltaf val um að leggja ekki nafn okkar við slíkt hvort sem við erum einstaklingar eða stofnanir ríkisins. Við skuldum þeim þjóðum sem fara fram með offorsi í krafti hernaðarmáttar ekki að deila með þeim sviði á viðburði sem alla jafna einkennist af gleði og bjartsýni.“

Undir áskorunina skrifaði öll stjórn FTT. Í henni sitja Bragi Valdimar Skúlason formaður, Védís Hervör Árnadóttir varaformaður, Sóley Stefánsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Andri Ólafsson, Hallur Ingólfsson og Hildur Kristín Stefánsdóttir.

FTT eru nú 450 höfundar og er félagið annað tveggja aðildarfélaga STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar. Hitt félagið er Tónskáldafélag Íslands, vettvangur þeirra sem starfa á vettvangi klassískrar tónlistar. Því er um að ræða félag þeirra tónskálda og textahöfunda sem líklegastir eru til þess að taka þátt í Söngvakeppni RÚV, sem er undankeppni Eurovision á Íslandi. 

Segir RÚV ekki hafa skoðun á átökunum

Stefán Eiríksson sagði í samtali við Heimildina í byrjun viku að afstaða RÚV gagnvart þátttöku Ísrael í Eurovision sé „á sömu línu og EBU og annara almannaþjónustumiðla.“ Það eigi bæði við um ákvörðun sambandsins um reka Rússland úr söngvakeppninni, og svo þeirrar að leyfa Ísrael að halda áfram að taka þátt í söngvakeppninni. 

Margir hafa stigið fram og gagnrýnt þessa ákvörðun RÚV. Þar á meðal rithöfundurinn Bragi Páll sem vakti athygli á gjörólíkri afstöðu útvarpsstjóra gagnvart  þátttöku Rússlands annars vegar og gagnvart Ísrael hins vegar. Í færslunni lýsir Bragi þessu sem „tvöföldu siðgæði.“

Spurður út í þessa gagnrýni þar sem bent er á þessar ólíku stefnur RÚV sagði Stefán við Heimildina í gær að „RÚV hefur engar sérstakar skoðanir á þessum átökum per se, við erum bara að tala þarna um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og það sem að henni snýr. Þannig það er alveg skýrt, RÚV hefur ekki það hlutverk að taka afstöðu.“

Stefán sagði enn fremur að hlutverk RÚV sé fyrst og fremst að flytja fréttir og gæta þess að sá fréttaflutningur sé hlutlaus og hlutlægur eins og lög kveða á um.

Tæplega átta þúsund manns hafa skrifað undir lista þar sem skorað er á RÚV að draga sig úr keppni. Útvarpsstjóri hefur þegar tilkynnt að RÚV muni ekki bregðast við þessari áskorun. Stefnt er að því RÚV taki þátt í keppninni eins það hefur gert síðan 1986.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár