Kristjana Aðalgeirsdóttir er stödd í Úkraínu á vegum Alþjóðahreyfingar Rauða krossins um þessar mundir. Þar vinnur hún að húsnæðismálum fyrir flóttamenn og þá sem hafa misst heimili sín í stríðinu. „Það á bæði við um enduruppbyggingu og tímabundið húsnæði,“ útskýrir hún í samtali við Heimildina. Er þetta í annað skiptið sem Kristjana starfar í landinu, en hún var þar um tíma á síðasta ári.
Enn geisar stríð í Evrópu miðri
Kristjana segir mikilvægt að muna að stríðið geisi og að átökin séu enn í fullum gangi. „Þótt það sé annað stríð í heiminum þá breytir það ekki þeirri staðreynd að Úkraínumenn hafa þurft að þola mikil stríðsátök,“ segir hún. Að hennar sögn hefur þjóðin staðið sig ótrúlega vel í þessum erfiðu kringumstæðum.
Hún minnist á það að átökin hafi ekki hafist fyrst í …
Athugasemdir