Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ósátt við að landspítali.is vísi á umdeilt einkarekið heilbrigðisfyrirtæki

„Við stönd­um alls ekki fyr­ir þessu,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Intu­ens, einka­rek­ins heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­is sem selt hef­ur um­deild­ar heil­skiman­ir, en vef­slóð­in land­spít­ali.is vís­ar fólki ekki inn á vef­síðu Land­spít­al­ans, held­ur Intu­ens, við mikla óánægju for­svars­fólks spít­al­ans.

Ósátt við að landspítali.is vísi á umdeilt einkarekið heilbrigðisfyrirtæki
Vefslóð Framkvæmdastjóri Intuens segir að tengingin sé ekki á vegum fyrirtækisins. „Við höfum enga hugmynd um hvernig þetta gerðist og við viljum gjarnan losna við þetta.“

Þegar vefslóðin landspítali.is (með í en ekki i) er slegin inn í vafra lendir fólk ekki inni á heimasíðu Landspítalans heldur er því beint inn á heimasíðu einkarekna segulómunarfyrirtækisins Intuens. Forsvarsmenn Landspítalans og Intuens segjast vilja losna við tenginguna.

Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, segir spítalann vera afar óánægðan með þetta. Hann segist hafa komist á snoðir um málið nýlega og það sé nú komið inn á borð hjá netöryggissveitinni CERT-IS. Mun sveitinni vera gert að slíta tengingunni og kanna hvaða aðilar standa að baki því að síðan vísi fólki á annað heilbrigðisfyrirtæki en Landspítalann. Andri segir að brýnt þyki að brugðist verði við eins fljótt og hægt er. Spítalanum þyki þetta óboðlegt.

Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir í samtali við Heimildina að fyrirtækið hafi fyrst frétt af tengingunni í gær. Hún þvertekur fyrir að hún sé á þeirra vegum. „Við stöndum alls ekki fyrir þessu. Við höfum enga hugmynd …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár