„Mér finnst mikilvægt að það sé verið að tala um réttar tölur. Talan sem fór út og er verið að bera saman er heildarmeðaltalstala,“ segir Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir kvenlækningateymis Landspítala.
Svar heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í nóvembermánuði, varð grunnurinn að greinum sem skrifaðar voru í Morgunblaðið og Viðskiptablaðið og greindu frá því að ríkið sparaði mörg hundruð þúsund á hverri aðgerð vegna endómetríósu sem það útvistaði.
Í svari ráðuneytisins kemur fram að meðalkostnaður við aðgerð á Landspítala sé um 1,7 milljónir með útlögum og um 1,4 milljónir án þeirra en að meðalkostnaðurinn hjá einkaaðilanum – Klíníkinni – fyrir hverja aðgerð sé tæplega 890.000 krónur.
Það er rétt, en Kolbrún telur að skoða þurfi málið í samhengi við umfang og ábendingar aðgerðanna.
Erfitt að setja nákvæman verðmiða á aðgerðirnar
Á meðan 75% aðgerða hjá Klíníkinni eru einfaldari aðgerðir er hlutfallið tæplega …
Athugasemdir