Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Aðgerðin 200.000 krónum dýrari, ekki 500.000

Um 200.000 krón­um mun­ar á kostn­aði rík­is­ins fyr­ir að­gerð­ir vegna en­dómetríósu á Land­spít­ala ann­ars veg­ar og Klíník­inni hins veg­ar, ekki ríf­lega hálfri millj­ón eins og svar heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn á Al­þingi ný­ver­ið gaf til kynna.

Aðgerðin 200.000 krónum dýrari, ekki 500.000
Skurðstofa á Landspítala „Oftast er konum beint til okkar eftir að önnur meðferð hefur brugðist og þá þarf stundum skurðaðgerð en ekki alltaf,“ segir Kolbrún. Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkellsson

„Mér finnst mikilvægt að það sé verið að tala um réttar tölur. Talan sem fór út og er verið að bera saman er heildarmeðaltalstala,“ segir Kolbrún Pálsdóttir,  yfirlæknir kvenlækningateymis Landspítala.  

Svar heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í nóvembermánuði, varð grunnurinn að greinum sem skrifaðar voru í Morgunblaðið og Viðskiptablaðið og greindu frá því að ríkið sparaði mörg hundruð þúsund á hverri aðgerð vegna endómetríósu sem það útvistaði. 

Í svari ráðuneytisins kemur fram að meðalkostnaður við aðgerð á Landspítala sé um 1,7 milljónir með útlögum og um 1,4 milljónir án þeirra en að meðalkostnaðurinn hjá einkaaðilanum – Klíníkinni – fyrir hverja aðgerð sé tæplega 890.000 krónur.

Það er rétt, en Kolbrún telur að skoða þurfi málið í samhengi við umfang og ábendingar aðgerðanna. 

YfirlæknirKolbrún Pálsdóttir.

Erfitt að setja nákvæman verðmiða á aðgerðirnar

Á meðan 75% aðgerða hjá Klíníkinni eru einfaldari aðgerðir er hlutfallið tæplega …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár