Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Birta Björnsdóttir hættir sem varafréttastjóri RÚV

Birta Björns­dótt­ir mun hætta sem ann­ar vara­f­rétta­stjóri RÚV um ára­mót­in. Ragn­hild­ur Thorlacius verð­ur eft­ir­mað­ur henn­ar í starfi.

Birta Björnsdóttir hættir sem varafréttastjóri RÚV
Fréttamaður Birta segist vilja einblína á deild erlendra frétta.

Birta Björnsdóttir mun hætta sem varafréttastjóri á fréttastofu RÚV um áramótin. Þetta staðfestir Heiðar Örn Sigfinnsson í samtali við Heimildina. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvaða ástæður lægju þar að baki.

Birta segir í samtali við Heimildina að þetta sé skipulagsbreyting að hennar eigin frumkvæði. Hún verði áfram á fréttastofu RÚV sem yfirmaður erlendra frétta. En því starfi sinnti hún áður samhliða varafréttastjórninni. „Erlendar fréttir eru það sem ég hef mestan áhuga á og ég vil fá meiri tíma til að sinna þeim. Í ljósi þess hvernig heimurinn er núna er mikilvægi erlendra frétta gríðarlegt,“ segir Birta. Hún segir enn fremur að deild erlendra frétta eigi það skilið að vera sinnt almennilega. 

Birta tók við starfi varafréttastjóra snemma árs í fyrra ásamt Valgeiri Erni Ragnarssyni. Það gerðist í kjölfar þess að Heiðar Örn, sem áður var varafréttastjóri frá árinu 2017, var ráðinn fréttastjóri RÚV. Valgeir Örn mun áfram …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár