Birta Björnsdóttir mun hætta sem varafréttastjóri á fréttastofu RÚV um áramótin. Þetta staðfestir Heiðar Örn Sigfinnsson í samtali við Heimildina. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvaða ástæður lægju þar að baki.
Birta segir í samtali við Heimildina að þetta sé skipulagsbreyting að hennar eigin frumkvæði. Hún verði áfram á fréttastofu RÚV sem yfirmaður erlendra frétta. En því starfi sinnti hún áður samhliða varafréttastjórninni. „Erlendar fréttir eru það sem ég hef mestan áhuga á og ég vil fá meiri tíma til að sinna þeim. Í ljósi þess hvernig heimurinn er núna er mikilvægi erlendra frétta gríðarlegt,“ segir Birta. Hún segir enn fremur að deild erlendra frétta eigi það skilið að vera sinnt almennilega.
Birta tók við starfi varafréttastjóra snemma árs í fyrra ásamt Valgeiri Erni Ragnarssyni. Það gerðist í kjölfar þess að Heiðar Örn, sem áður var varafréttastjóri frá árinu 2017, var ráðinn fréttastjóri RÚV. Valgeir Örn mun áfram …
Athugasemdir