Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísland greiddi atkvæði með ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gaza

Alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna sam­þykkti í kvöld álykt­un um vopna­hlé á Gaza með 153 at­kvæð­um. Álykt­un­in er ekki bind­andi en Ís­land var með­flutn­ings­að­ili henn­ar.

Ísland greiddi atkvæði með ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gaza
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir greindi frá því hvernig Ísland greiddi atkvæði á Facebook í kvöld. Mynd: Golli


„Ísland greiddi í kvöld atkvæði með ályktun á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gaza sem var samþykkt með 153 atkvæðum.“ Svona hefst færsla sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birti á Facebook í kvöld.

Þar segir hún að neyðarumræða allsherjarþingsins, sem fór fram í dag, hafi verið viðbragð við atburðarás síðastliðins föstudags þegar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ekki ályktun um vopnahlé þar sem Bandaríkin beittu neitunarvaldi. 

Ísland var meðflutningsaðili tillögunnar um vopnahléið sem greitt var atkvæði um í kvöld og þótt ályktunin sé ekki bindandi þá sýnir hún vilja meirihluta aðildarríkjanna 193. Alls sátu 23 ríki hjá og tíu greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Katrín segir í færslunni að það sé nauðsynlegt að vopnahléið raungerist tafarlaust.

Fyrr um kvöldið átti hún fund með Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu, í Genf þar sem hún greindi honum frá ofangreindri afstöðu íslenskra stjórnvalda, stuðningi Íslands á föstudag við tillögu Antonio Guterres um að öryggisráðið myndi bregðast við og þeim fjárhagslega stuðningi sem Ísland hefur verið að veita til mannúðaraðstoðar á Gaza. „Þá greindi ég honum frá samþykkt Alþingis um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég var stödd í Genf á sérstökum fundi sem haldinn var af mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna í tilefni af 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingarinnar. Þar stýrði ég pallborði um réttinn til heilnæms umhverfis og gerði grein fyrir niðurstöðum þess í lok fundarins. Þá átti ég fjölda tvíhliða funda, meðal annars um framboð Íslands til mannréttindaráðsins. Hitti meðal annarra forseta Sviss, forsætisráðherra Liechtenstein, forsætisráðherra Saó Tome og Prinsípe og utanríkisráðherra Máritíus.“

Viðsnúningur frá 27. október

Þetta er ekki í fyrsta sinn á undanförnum vikum sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkir ályktun um tafarlaust vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs. Það gerðist líka 27. október en þá studdu 120 ríki tillöguna og 14 greiddu atkvæði gegn henni. Alls 45 ríki sátu hjá, þar á meðal Ísland. Sú ákvörðun var tekin af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins sem hafði þá nýlega tekið við sem utanríkisráðherra. 

Ákvörðun Íslands að sitja hjá var harðlega gagnrýnd víða á samfélagsmiðlum og annarsstaðar í samfélaginu. Bjarni tjáði sig um málið í færslu á Facebook þar sem hann ítrekaði að sendinefnd Íslands á allsherjarþinginu hafi kallað skýrt eftir mannúðarhléi til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð til óbreyttra borgara á Gaza. Á fundinum hefði Jórdanía lagt fram ályktun um ástandið á svæðinu fyrir hönd ríkja Arabahópsins, en ályktunin hafi ekki verið bindandi. „Ísland studdi ályktunina að því gefnu að breytingartillaga Kanada yrði samþykkt, þar sem hryðjuverk Hamas yrðu jafnframt fordæmd. Samstaða náðist ekki um það á þinginu og sat Ísland því hjá ásamt á fimmta tug ríkja, þar á meðal Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Það er miður að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um að fordæma hryðjuverk.“

Þessi afstaða leiddi til mikilla deilna innan ríkisstjórnar Íslands þar sem Vinstri græn voru mjög óánægð með ákvörðun Bjarna. Ein birtingarmynd þess var að tveir þing­menn Vinstri grænna tilkynntu að þær myndu vera á með­al flutn­ings­manna á þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Ís­land styðji vopna­hlé á Gaza, að rík­is­stjórn­in for­dæmi árás­ir Ísra­els­hers á óbreytta borg­ara og á borg­ara­lega inn­viði Palestínu. Til­lag­an gekk þvert á af­stöðu ut­an­rík­is­ráð­herra gagn­vart mál­inu. Sú tillaga var á endanum ekki tekin til atkvæðagreiðslu.

Þess í stað samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu utanríkismálanefndar þann 9. nóvember um „afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs“ um að án tafar „skuli komið á vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza-svæðinu“ svo tryggja megi öryggi almennra borgara, „jafnt palestínskra sem ísraelskra“. 

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár