Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ísland greiddi atkvæði með ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gaza

Alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna sam­þykkti í kvöld álykt­un um vopna­hlé á Gaza með 153 at­kvæð­um. Álykt­un­in er ekki bind­andi en Ís­land var með­flutn­ings­að­ili henn­ar.

Ísland greiddi atkvæði með ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gaza
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir greindi frá því hvernig Ísland greiddi atkvæði á Facebook í kvöld. Mynd: Golli


„Ísland greiddi í kvöld atkvæði með ályktun á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gaza sem var samþykkt með 153 atkvæðum.“ Svona hefst færsla sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birti á Facebook í kvöld.

Þar segir hún að neyðarumræða allsherjarþingsins, sem fór fram í dag, hafi verið viðbragð við atburðarás síðastliðins föstudags þegar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ekki ályktun um vopnahlé þar sem Bandaríkin beittu neitunarvaldi. 

Ísland var meðflutningsaðili tillögunnar um vopnahléið sem greitt var atkvæði um í kvöld og þótt ályktunin sé ekki bindandi þá sýnir hún vilja meirihluta aðildarríkjanna 193. Alls sátu 23 ríki hjá og tíu greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Katrín segir í færslunni að það sé nauðsynlegt að vopnahléið raungerist tafarlaust.

Fyrr um kvöldið átti hún fund með Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu, í Genf þar sem hún greindi honum frá ofangreindri afstöðu íslenskra stjórnvalda, stuðningi Íslands á föstudag við tillögu Antonio Guterres um að öryggisráðið myndi bregðast við og þeim fjárhagslega stuðningi sem Ísland hefur verið að veita til mannúðaraðstoðar á Gaza. „Þá greindi ég honum frá samþykkt Alþingis um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég var stödd í Genf á sérstökum fundi sem haldinn var af mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna í tilefni af 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingarinnar. Þar stýrði ég pallborði um réttinn til heilnæms umhverfis og gerði grein fyrir niðurstöðum þess í lok fundarins. Þá átti ég fjölda tvíhliða funda, meðal annars um framboð Íslands til mannréttindaráðsins. Hitti meðal annarra forseta Sviss, forsætisráðherra Liechtenstein, forsætisráðherra Saó Tome og Prinsípe og utanríkisráðherra Máritíus.“

Viðsnúningur frá 27. október

Þetta er ekki í fyrsta sinn á undanförnum vikum sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkir ályktun um tafarlaust vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs. Það gerðist líka 27. október en þá studdu 120 ríki tillöguna og 14 greiddu atkvæði gegn henni. Alls 45 ríki sátu hjá, þar á meðal Ísland. Sú ákvörðun var tekin af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins sem hafði þá nýlega tekið við sem utanríkisráðherra. 

Ákvörðun Íslands að sitja hjá var harðlega gagnrýnd víða á samfélagsmiðlum og annarsstaðar í samfélaginu. Bjarni tjáði sig um málið í færslu á Facebook þar sem hann ítrekaði að sendinefnd Íslands á allsherjarþinginu hafi kallað skýrt eftir mannúðarhléi til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð til óbreyttra borgara á Gaza. Á fundinum hefði Jórdanía lagt fram ályktun um ástandið á svæðinu fyrir hönd ríkja Arabahópsins, en ályktunin hafi ekki verið bindandi. „Ísland studdi ályktunina að því gefnu að breytingartillaga Kanada yrði samþykkt, þar sem hryðjuverk Hamas yrðu jafnframt fordæmd. Samstaða náðist ekki um það á þinginu og sat Ísland því hjá ásamt á fimmta tug ríkja, þar á meðal Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Það er miður að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um að fordæma hryðjuverk.“

Þessi afstaða leiddi til mikilla deilna innan ríkisstjórnar Íslands þar sem Vinstri græn voru mjög óánægð með ákvörðun Bjarna. Ein birtingarmynd þess var að tveir þing­menn Vinstri grænna tilkynntu að þær myndu vera á með­al flutn­ings­manna á þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Ís­land styðji vopna­hlé á Gaza, að rík­is­stjórn­in for­dæmi árás­ir Ísra­els­hers á óbreytta borg­ara og á borg­ara­lega inn­viði Palestínu. Til­lag­an gekk þvert á af­stöðu ut­an­rík­is­ráð­herra gagn­vart mál­inu. Sú tillaga var á endanum ekki tekin til atkvæðagreiðslu.

Þess í stað samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu utanríkismálanefndar þann 9. nóvember um „afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs“ um að án tafar „skuli komið á vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza-svæðinu“ svo tryggja megi öryggi almennra borgara, „jafnt palestínskra sem ísraelskra“. 

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár