Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekkert mat lagt á kostnað við fjölgun ráðuneyta í næstum tvö ár

Ráðu­neyt­um var fjölg­að úr tíu í tólf til að þjóna „póli­tísk­um hags­mun­um þriggja stjórn­ar­flokka“ seg­ir formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. Kostn­að­ur­inn var að minnsta kosti tveir millj­arð­ar króna, en lík­lega meiri. Starfs­ánægja inn­an Stjórn­ar­ráðs­ins er al­mennt mjög lé­leg.

Ekkert mat lagt á kostnað við fjölgun ráðuneyta í næstum tvö ár
Gagnrýnin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það verði ekki séð að markmiðum um að fella ósýnilega múra á milli ráðuneyta, efla samráð, samhæfingu og samstarf þeirra í milli hafi gengið eftir. Mynd: Bára Huld Beck

Ekki hefur verið gerð sérstök úttekt eða mat á sparnaði eða hagræði sem mögulega hefur fallið til vegna fjölgunar ráðuneyta úr tíu í tólf eftir síðustu kosningar, þrátt fyrir að fjárlaganefnd hafi óskað eftir yfirliti og greinargerð um slíkt. Þá hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið ekki endurmetið þann kostnað sem féll á ríkissjóð vegna ákvörðunarinnar, sem fól í sér að til urðu tvö ný ráðuneyti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnsýsluúttekt sem Ríkisendurskoðun birti í vikunni um hvernig hefði tekist til við að fjölga ráðuneytum. 

Í byrjun árs í fyrra svaraði Bjarni Benediktsson, þá fjármála- og efnahagsráðherra, fyrirspurn um kostnað vegna breyttrar skipanar ráðuneyta á þann veg að hún gæti kostað ríkissjóð allt að 1,8 milljarða króna á þessu kjörtímabili, sem lýkur árið 2025, en vegna mikillar verðbólgu er sú upphæð nú komin yfir tvo milljarða króna.

Í svari Bjarna kom fram að í kostnaðinum fælist aðallega fjölgun …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár