Ekki hefur verið gerð sérstök úttekt eða mat á sparnaði eða hagræði sem mögulega hefur fallið til vegna fjölgunar ráðuneyta úr tíu í tólf eftir síðustu kosningar, þrátt fyrir að fjárlaganefnd hafi óskað eftir yfirliti og greinargerð um slíkt. Þá hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið ekki endurmetið þann kostnað sem féll á ríkissjóð vegna ákvörðunarinnar, sem fól í sér að til urðu tvö ný ráðuneyti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnsýsluúttekt sem Ríkisendurskoðun birti í vikunni um hvernig hefði tekist til við að fjölga ráðuneytum.
Í byrjun árs í fyrra svaraði Bjarni Benediktsson, þá fjármála- og efnahagsráðherra, fyrirspurn um kostnað vegna breyttrar skipanar ráðuneyta á þann veg að hún gæti kostað ríkissjóð allt að 1,8 milljarða króna á þessu kjörtímabili, sem lýkur árið 2025, en vegna mikillar verðbólgu er sú upphæð nú komin yfir tvo milljarða króna.
Í svari Bjarna kom fram að í kostnaðinum fælist aðallega fjölgun …
Athugasemdir