Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekkert mat lagt á kostnað við fjölgun ráðuneyta í næstum tvö ár

Ráðu­neyt­um var fjölg­að úr tíu í tólf til að þjóna „póli­tísk­um hags­mun­um þriggja stjórn­ar­flokka“ seg­ir formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. Kostn­að­ur­inn var að minnsta kosti tveir millj­arð­ar króna, en lík­lega meiri. Starfs­ánægja inn­an Stjórn­ar­ráðs­ins er al­mennt mjög lé­leg.

Ekkert mat lagt á kostnað við fjölgun ráðuneyta í næstum tvö ár
Gagnrýnin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það verði ekki séð að markmiðum um að fella ósýnilega múra á milli ráðuneyta, efla samráð, samhæfingu og samstarf þeirra í milli hafi gengið eftir. Mynd: Bára Huld Beck

Ekki hefur verið gerð sérstök úttekt eða mat á sparnaði eða hagræði sem mögulega hefur fallið til vegna fjölgunar ráðuneyta úr tíu í tólf eftir síðustu kosningar, þrátt fyrir að fjárlaganefnd hafi óskað eftir yfirliti og greinargerð um slíkt. Þá hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið ekki endurmetið þann kostnað sem féll á ríkissjóð vegna ákvörðunarinnar, sem fól í sér að til urðu tvö ný ráðuneyti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnsýsluúttekt sem Ríkisendurskoðun birti í vikunni um hvernig hefði tekist til við að fjölga ráðuneytum. 

Í byrjun árs í fyrra svaraði Bjarni Benediktsson, þá fjármála- og efnahagsráðherra, fyrirspurn um kostnað vegna breyttrar skipanar ráðuneyta á þann veg að hún gæti kostað ríkissjóð allt að 1,8 milljarða króna á þessu kjörtímabili, sem lýkur árið 2025, en vegna mikillar verðbólgu er sú upphæð nú komin yfir tvo milljarða króna.

Í svari Bjarna kom fram að í kostnaðinum fælist aðallega fjölgun …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár