Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslendingar nota mest ópíóða af Norðurlöndunum

Út­tekt­um á ópíóða­lyfj­um fjölg­aði á Ís­landi ár­ið 2022. Sal­an á þess­um lyfj­um jókst hér­lend­is en á hinum Norð­ur­lönd­un­um dróst úr sölu ópíóða. Má rekja aukn­ingu í sölu lyfj­anna til heims­far­ald­urs­ins.

Íslendingar nota mest ópíóða af Norðurlöndunum
Ópíóðlyf Aukning var á úttekt ópíóðalyfja árið 2022. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Ólíkt hinum Norðurlöndunum jókst salan á ópíóðum á Íslandi milli 2020 og 2022, þar sem dróst úr sölu ópíóða. Það er sambærileg þróun of hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. 

Rekja má aukningu á úttektum á ópíóðalyfjum til COVID-faraldursins þar sem lyf í flokki kódeíns og parasetamóls voru notuð til hóstastillingar í faraldrinum. Ópíóðalyf eru notuð til verkjastillinga við slæmum verkjum. Lyfið er ávísunarskylt og er eingöngu skrifað upp á 30 daga í senn. 

Í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis, sem kom út fyrr á þessu ári kom fram að „ríflega 69 þúsund einstaklingar hafi leyst út að minnsta kosti eina ávísun á ópíóíða á árinu 2022 samanborið við ríflega 57 þúsund árið 2020. Árið 2021 leystu tæplega 61.500 einstaklingar út lyf í þessum flokki. Parkódín er lang algengasta lyfið sem afgreitt er.“

Árið 2022 var aukning á úttektum á ópíóðalyfjum á Íslandi. Það ár fengu lyfjafræðingar í apótekum „tímabundna heimild til að afgreiða 10 stykkja pakkningar af Parkódín án ávísunar frá lækni en Parkódín inniheldur parasetamól og ópíóíðann kódeín.“ Um 5.600 af þeim 69 þúsund einstaklingum sem leystu út ópíóða á árinu 2022 leystu út tíu stykkja pakkningu af Parkódín. Engin aukning hefur orðið á fjölda útleystra lyfja í flokki sterkari ópíóíða, svo sem óxýkódon eða morfín, sem eru ætlaðir til verkjastillingar við miklum og langvarandi verkjum. Notkun þeirra  er raunar minni hérlendis en annars staðar á Norðurlöndunum.

Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að „Lyfjastofnun hefur unnið að umbótum vegna lyfsölu ávana- og fíknilyfja, í samráði við heilbrigðisráðuneytið, sem miða að því að setja upplýsingaskyldu um ávanaáhættu og fræðslu þegar slík lyf eru afhent í lyfjabúðum.” Landspítalinn leitast eftir því að nota önnur lyf sem eru minna ávanabindandi við vægum verkjum. Ekki eru allir sjúklingar skimaðir fyrir fíknisjúkdómi þar sem um bráðaaðstæður oft á tíðum að ræða. Fyrri sjúkrasaga er þó alltaf könnuð.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár