Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir „galið“ lánshæfismat Creditinfo

Um­boðs­mað­ur skuld­ara og formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna lýsa al­var­leg­um efa­semd­um um rétt­mæti láns­hæf­is­mats Cred­it­in­fo. Neyt­enda­sam­tök­in hafa feng­ið fjölda fyr­ir­spurna frá fólki sem hef­ur lækk­að í láns­hæf­is­mati vegna breyttra for­senda hjá Cred­it­in­fo.

Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir „galið“ lánshæfismat Creditinfo
Breki Karlsson Formaður Neytendasamtakanna segir að uppfært greiðslumat Creditinfo hafi víðtæk áhrif á mikinn fjölda fólks. Hann kallar eftir auknu eftirliti með starfsemi Creditinfo

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökunum hafi borist fjöldi fyrirspurna og erinda frá einstaklingum sem voru skyndilega færðir um áhættuflokk í kjölfar breytinga á lánshæfismati Creditinfo.

„Við höfum fengið töluvert af ábendingum og fyrirspurnum frá fólki sem hefur farið illa út úr þessu, hefur verið lækkað úr B niður í D-flokk, og lendir í töluverðum vanda. Í rauninni er þessi endurútreikningur á lánshæfismatinu að valda miklum vanda. Fólk fær ekki aðgengi að lánsfé eða fyrirgreiðslu sem það kannski hefur verið með í áraraðir,“ segir Breki.

15 prósent færast niður um áhættuflokk

Fjárhags- og viðskiptaupplýsingafyrirtækið Creditinfo tilkynnti í nóvember að fyrirtækið hefði tekið upp nýtt verklag við gerð lánshæfismats síns. Í tilkynningunni kemur fram að breytingarnar hafi verið gerðar á áhrifaþáttum lánshæfismatsins í samræmi við nýja reglugerð dómsmálaráðuneytisins um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, sem tók gildi 1. september.

Með uppfærslunni er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga. Matið tekur mið af upplýsingum yfir allt að fjórum árum, en var áður miðað við eitt ár. Við þessar breytingar hefur lánshæfismat hjá 40 prósent landsmanna breyst. Lánshæfismatið batnaði hjá um 25 prósent þjóðarinnar, á meðan það versnaði hjá um það bil 15 prósent. Um umtalsverða breytingu er að ræða, en 15 prósent landsmanna eru rúmlega 60 þúsund einstaklingar.

Lánshæfismatið metur líkur þess að lántakandi standi í skilum við skuldbindingar sínar. Creditinfo safnar gögnum um einstaklinga reiknar út frá þeim hversu miklar líkur eru til þess að einstaklingarnir verði skráðir á vanskilaskrá á næstu 12 mánuðum. Lánshæfismat Creditinfo flokkar flokkar einstaklinga í 15 mismunandi áhættuflokka. Hæsti gæðaflokkurinn er A1, þar sem reiknaðar líkur á vanskilum eru 0,1-0,2 prósent og versti gæðaflokkurinn E1 en þar eru líkurnar hærri en 50% á vanskilum (>50% vanskilatíðni). 

Hörð viðbrögð 

„Þetta er náttúrulega bara galið, við höfum lengi kallað eftir því að einhver óháður aðili taki út þetta lánshæfismat, því það veit enginn hvort þetta virkar eða ekki. Það er enginn óháður aðili búinn að segja: Heyrðu, þetta er rosalega sniðugt. Við höfum einungis orð þeirra sjálfra fyrir því að þetta sé rosalega sniðugt,“ segir Breki um lánshæfismat Creditinfo og verklagið sem liggur að baki því. 

Neytendastofan og stéttarfélagið VR sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem fullyrt er að það mikla rót sem breytingin hefur haft á lánshæfisflokkun landsmanna gefi tilefni til ætla að „pottur sé brotinn í gerð lánshæfismats Creditinfo“.

Í yfirlýsingunni er greint frá því að Neytendasamtökin og VR hafi sent Persónuvernd erindi til þess að kanna hvort meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum út frá nýja verklaginu standist lög. Þá kalla þau sömuleiðis eftir því að stjórnvöld láti gera úttekt á starfsemi Creditinfo. 

Í yfirlýsingu frá Creditinfo í kjölfar breyttra útreikninga í nóvember kom fram að horft væri lengra aftur í tímann. „Einn af áhrifaþáttum í lánshæfismati einstaklinga eru upplýsingar um fyrri vanskil. Í nýrri uppfærslu er litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga en áður, en besti sögulegi mælikvarði á það hvort einstaklingar standi við skuldbindingar sínar í framtíð er hvort þeir hafi alltaf gert það áður,“ sagði þar.

Ásta Sigrún HelgadóttirUmboðsmaður skuldara

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur einnig farið hörðum orðum um lánshæfismat Creditinfo, bæði í ræðu sinni á þingi og í grein sem birt var á vef Vísi. Þar tekur hann undir með Neytendastofu og gagnrýnir skort á eftirliti með upplýsingasöfnun Creditinfo um fjárhagsstöðu fólks. 

Ásta Sigrún Helgadóttir, Umboðsmaður skuldara, tók í sama streng í samtali við Heimildina. Hún segir að taka þurfi alla umgjörðina sem lítur að eftirliti og regluverki við gerð lánshæfismatsins til endurskoðunar. „Það þyrfti að mínu mati að taka þetta allt til endurskoðunar,“ segir Ásta.

„Það þyrfti að mínu mati að taka þetta allt til endurskoðunar“
Ásta Sigrún Helgadóttir
Umboðsmaður skuldara um eftirlit með lánshæfismati Creditinfo

Þá bendir Ásta á að mikilvægt sé að hafa í huga að þessi breyting hefur líka „áhrif á fólk á leigumarkaði. Stærsti hópurinn hjá okkur er á leigumarkaði, fólk er að falla um nokkra flokka og það getur haft áhrif á það hvort húsnæði til leigu eða ekki“. 

Viðbrögð bankanna

Líkt og Creditinfo greinir frá á vefsíðu sinni hefur lánshæfismat félagsins áhrif á þjónustu hjá „bönkum og ýmsum aðilum sem veita fjárhagslega fyrirgreiðslu“.

Heimildin hafði samband við Íslandsbanka og Landsbankann og spurði út hver áhrif uppfærðs greiðslumats Creditinfo væru á viðskipti þeirra. Í svörum beggja banka segir að verklag þeirra haldist að mestu óbreytt. 

Talsmenn bankanna benda báðir á að þeir líti til fleiri hluta en lánshæfismats Creditinfo. Þeir framkvæmi gjarnan sínar eigin athuganir til þess að skera úr um hvort veiti eigi umsækjendum lán eða ekki. 

Sömuleiðis segja talsmenn beggja banka að lánshæfismat Creditinfo ætti ekki að hafa mikil áhrif á einstaklinga sem hafa verið í viðskiptum við bankana fyrir breytinguna. Til að mynda ætti breytingin ekki að hafa áhrif á möguleika viðskiptavina þeirra til þess að endurfjármagna húsnæðislán sín hjá bönkunum. 

Hins vegar segir í svörum talsmanns Landsbankans að breytt lánshæfismat gæti haft áhrif á umsækjendur lána sem hafa ekki verið í viðskiptum við bankann áður breytingin átti sér stað. „Í þeim tilvikum getur lægra lánshæfismat haft áhrif en hver og ein umsókn er metin og skoðuð af starfsfólki bankans,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans.

Svör Íslandsbanka eru nokkurn veginn á sömu leið en þar segja þeir að vegna þessara umtalsverðu breytinga óski bankinn nú gjarnan eftir frekari rökstuðningi og gögnum frá Creditinfo. sérstaklega ef lánshæfisflokkurinn sér í „hærra lagi“ eða þegar þeir sjá „að skráningarnar sem draga fólk niður eru mjög gamlar og við það að renna út þá skoðum við lánamálið með opnum huga“.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár