Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ákvað sjö ára gömul að starfa fyrir mæðrastyrksnefnd

Anna H. Pét­urs­dótt­ir er formað­ur mæðra­styrksnefnd­ar Reykja­vík­ur. Hún seg­ir und­ir­bún­ing fyr­ir jól­in ganga vel og ger­ir ráð fyr­ir að í kring­um 1.500 heim­ili sæki sér að­stoð í ár. Þeg­ar Anna var að­eins sjö ára göm­ul sagði hún móð­ur sinni að í fram­tíð­inni ætl­aði hún að starfa fyr­ir mæðra­styrksnefnd.

Ákvað sjö ára gömul að starfa fyrir mæðrastyrksnefnd
Formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur Anna H. Pétursdóttir gerir ráð fyrir að um 1500 heimili sæki sér aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Undirbúningur gengur vel, við erum bara á fullu,“ segir Anna H. Pétursdóttir, sem hefur verið formaður mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur frá 2015, aðspurð hvernig undirbúningur fyrir jólin gangi. 

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur verið sjálfstætt starfandi síðan árið 1939. Á bak við nefndina standa sex kvenfélög: Hvítabandið, Hvöt, Félag Sjálfstæðiskvenna, Félag háskólakvenna, Framsókn, Alþýðuflokkur og Thorvaldsensfélagið. 

Meðal þeirrar aðstoðar sem stendur til boða hjá mæðrastyrksnefnd eru matarúthlutanir. Sú aðstoð stendur til boða allt árið en fjöldi þeirra sem nýta sér hana eykst fyrir hver jól. Eftir að matarúthlutuninni er lokið úthlutar mæðrastyrksnefnd jólagjöfum.

Þar sem umsóknarfrestur var nýliðinn þegar blaðakona Heimildarinnar náði tali af Önnu gat hún ekki sagt nákvæmlega til um hve margir höfðu sótt um aðstoð. Anna gerir hins vegar ráð fyrir að fjöldinn verði svipaður og í fyrra. „Við eigum von á svona 1.500 heimilum. Í kringum það.“

400 heimili alla jafna

Fjöldi þeirra sem sækja um hefur staðið í stað síðustu ár. Anna segir 1.500 heimili engu að síður mikinn fjölda og er alltaf mest aðsókn fyrir jólin.

Eftir efnahagshrunið 2008 sóttu um 2.000 heimili sér aðstoð. „Það hefur ekki verið mikil aukning. Við höfum farið upp í 2.000 heimili, til dæmis í hruninu, þá fór þetta alveg upp í 2.000 heimili. Svo var þetta líka mikið í Covid af því að það voru margir sem höfðu bara ekki efni á jólunum þá.“

Anna segir mikinn mun á því að vinna fyrir mæðrastyrksnefnd fyrir jólin og á öðrum tímum ársins. „Já, það er mjög mikill munur. Það eru svo miklu fleiri sem koma, á þessum tveimur dögum sem við erum með opið erum við að fá 1.500 heimili en í venjulegri viku erum við með 400 heimili.“

Hefur hópurinn sem sækir sér aðstoð frá mæðrastyrksnefnd eitthvað breyst?

„Nei, hann hefur nú lítið breyst, eiginlega ekkert,“ svarar Anna. Hún segir öryrkja og ellilífeyrisþega stóran hluta af hópnum en einnig fólk sem er að koma úr meðferðum og búa á áfangaheimilum eins og Draumasetrinu. „Þessu fólki erum við að hjálpa.“

Að eigin sögn hefur Anna alltaf haft þörf fyrir að hjálpa fólki. Hún vinnur fullt starf í sjálfboðaliðavinnu og segist hafa gaman af starfinu sínu. „Meira að segja þegar ég var sjö ára þá sagði ég við mömmu þegar ég heyrði talað um mæðrastyrksnefnd: Þetta ætla ég að gera þegar ég verð stór. Og ég stóð við það.“

Anna H. PétursdóttirSagði við móður sína aðeins sjö ára gömul að hún ætlaði að starfa fyrir mæðrastyrksnefnd.

Árið 2012 stofnaði mæðrastyrksnefnd menntunarsjóð og hefur Anna tekið þátt í honum síðan þá. Sjóðnum er ætlað „að styrkja tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi“.

Nú, rúmlega 10 árum síðar, hafa nokkur hundruð konur verið styrktar til náms. „Við erum búin að hjálpa meira en 500 konum að mennta sig. Þetta skólaár erum við með 60 konur. Við erum að reyna að fá konurnar til að mennta sig svo þær þurfi ekki að leita til okkar. Geti farið að vinna og sinnt sér og börnunum sínum,“ útskýrir Anna en hægt er að styrkja bæði mæðrastyrksnefnd og menntunarsjóðinn á Mæður.is.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
6
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár