Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að gjaldtaka á sjókvíaeldisfyrirtækin verði lækkuð um nærri helming miðað við fyrirliggjandi lagafrumvarp vegna fjárlaga næsta árs. Þetta kemur fram í nefndaráliti frá þingmönnum meirihluta nefndarinnar sem allir eru í ríkisstjórnarflokkunum.
Telja þingmennirnir að fara þurfi „hægar í sakirnar“ í gjaldtöku á sjókvíaeldisfyrirtækin en gert er ráð fyrir í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra.
Sjókvíaeldisfyrirtækin á Íslandi, Arnarlax, Arctic Fish, Fiskeldi Austfjarða og Háafell eru í eigu norskra laxeldisfyrirtækja að stóru leyti. Arnarlax er í meirihlutaeigu Salmar, sem er eitt stærsta laxeldisfyrirtæki Noregs; Arctic Fish er í meirihlutaeigu Mowi sem er stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi og Fiskeldi Austfjarða er í eigu Måsoval að hluta. Háafell á Ísafirði er aftur á móti alfarið í eigu útgerðarinnar Hraðfrystihússins-Gunnvarar. Þá eru íslensku útgerðirnar Síldarvinnslan, Ísfélagið og Skinney-Þinganes einnig stórir hluthafar í sjókvíaeldisfyrirtækjunum.
„Meirihlutinn telur …
Athugasemdir (4)