Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Í fyrsta sinn sem mér finnst Gildi sýna smá auðmýkt“

For­mað­ur Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur seg­ir fullt af fólki eiga um mjög sárt að binda. „Hús­ið þeirra er ónýtt og það á enn að borga af því, það fær ekki vexti og verð­bæt­ur nið­ur­felld.“ Fram­kvæmda­stjóri Gild­is seg­ir að ekki sé um há­ar upp­hæð­ir að ræða fyr­ir sjóð­inn.

„Í fyrsta sinn sem mér finnst Gildi sýna smá auðmýkt“
Mótmæli Ein­ar Hann­es Harðar­son er á meðal þeirra sem staðið hefur fyrir mótmælum við skrifstofur lífeyrissjóðsins Gildi að undanförnu. Þar hafa mótmælendur krafist þess að vextir og verðbætur á lánum Grindvíkinga verði felld niður. Mynd: Golli

„Samkvæmt Árna Guðmundssyni þá ætla þeir að leita allra leiða til að hjálpa Grindvíkingum eins og bankastofnanirnar hafa gert. Ég verð að trúa og treysta honum í þessu tilfelli. Þetta er í fyrsta sinn sem mér finnst Gildi sýna smá auðmýkt. Þeir sjá það að við ætlum ekki að gefast upp. Við stöndum saman sem samfélag og munum ekki hætta fyrr en við fáum þessi mál á hreint.“ Þetta segir Ein­ar Hann­es Harðar­son, for­maður Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur, sem var á meðal þeirra sem stóð fyrir mótmælum við skrifstofur lífeyrissjóðsins Gildis í dag. Þar var þess krafist að Gildi felli niður vexti og verðbætur á lánum til Grindvíkinga líkt og viðskiptabankarnir hafa gert. Hingað til hefur Gildi, og aðrir lífeyrissjóðir, ekki viljað gera það og sagt að lög standi í vegi fyrir því að bjóða annað en greiðsluskjól. 

Umræddur Árni Guðmundsson er framkvæmdastjóri Gildis. Hann sagði við hópinn sem mótmælti að verið væri að leita leiða til að koma til móts við kröfur Grindvíkinga og að gert sé ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir síðar í vikunni. „Þetta eru ekki stórar fjárhæðir fyrir sjóðinn,” sagði Árni þegar hann ávarpaði mótmælendur í dag. 

Fólkið fékk ekki að fara inn á skrifstofu lífeyrissjóðsins þar sem stjórnendur sögðu starfsfólk sitt hafa staðið ógn að mótmælendum þegar þeir mótmæltu síðast, en þetta er í þriðja sinn sem verkalýðsforkólfar úr Grindavík hafa mótmælt við skrifstofur Gildis ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. 

Einar segir að hann vilji sjá það að lífeyrissjóðirnir geri nákvæmlega sama og bankarnir, felli niður vexti og verðbætur. Ef lífeyrissjóðirnir megi ekki bregðast við þegar náttúruhamfarir dynji yfir þá eigi þeir ekkert erindi á lánamarkað. Einar er sjálfur ekki með lán hjá Gildi en segir marga félagsmenn sína vera í þeirri stöðu. „Það er fullt af fólki sem á um mjög sárt að binda. Húsið þeirra er ónýtt og það á enn að borga af því, það fær ekki vexti og verðbætur niðurfelld. Ef þessi hús verða dæmd ónýt, og þú ert með lán hjá Gildi, þá er það að rýra eignarhlutinn um kannski einhverjar milljónir og greiðslur frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands munu rýrna í kjölfarið. Þetta er galið.“

Eru í kortlagningu og segjast vera að flýta sér

Í tilkynningu sem Gildi birti fyrr í dag kom fram að sjóðurinn hafi enn ekki komist að niðurstöðu um hvort hann telji sér heimilt að fellar viður vexti og verðbætur á íbúðalánum sem hann hefur eitt Grindvíkingum.

Þar kom einnig fram að bæði þeir sem borguðu og þeir sem borguðu ekki af lánum sínum um liðin mánaðarmót, væru í greiðsluskjóli. Rúmlega tuttugu lántakendur í Grindavík sem væru með lán hjá sjóðnum hefðu þegar ákveðið að nýta sér þann kost að fresta greiðslum í allt að sex mánuði. „Tæplega tuttugu til viðbótar greiddu af lánum sínum um síðustu mánaðamót og hafa ekki að svo stöddu óskað eftir öðru. Eftir standa tæplega tíu lántakendur sem ekki hafa gengið formlega frá frystingu lána sinna. Rétt er að ítreka að allir lántakendurnir eiga kost á greiðsluskjóli sem þýðir að þeir þurfa ekki að reiða fram greiðslur út maímánuð 2024.“

Eftir stendur að lífeyrissjóðir rukka lántakendur í Grindavík samt sem áður um vexti og verðbætur á lánum sínum, sem leggjast þá ofan á höfuðstól þeirra. Viðskiptabankar hafa þegar tilkynnt að þeir muni ekki gera slíkt í þrjá mánuði. 

Í tilkynningu Gildis segir að starfsfólk sjóðsins hafi, allt frá því að hamfarirnar í Grindavík riðu yfir, unnið að því að kortleggja hvort til staðar séu lagaheimildir fyrir lífeyrissjóði til að fara í almennar niðurfellingar á vöxtum og verðbótum á umræddum lánum. „Í því sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að um lífeyrissjóði gilda önnur og oft mun strangari lög en eiga við um aðrar fjármálastofnanir. Unnið hefur verið að kortlagningu á stöðunni innan sjóðsins, en verkefnið er flókið þar sem taka þarf tillit til fjölmargra þátta. Lögð hefur verið áhersla á að vinna málið eins hratt og mögulegt er og er nú gert ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir síðar í vikunni.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
6
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu