Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Spurningaþraut 22. desember 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 22. des­em­ber.

Spurningaþraut 22. desember 2023

Fyrri mynd:

Hver er konan?

Seinni mynd:

Hvaða íþrótt eru stúlkurnar á myndinni að stunda?

Almennar spurningar: 

1.  Hver var faðir Fenrisúlfs í norrænu goðafræðinni?

2.  Hver gaf í fyrra út plötuna Donda og þar áður plötuna Jesus Is King?

3.  Síldarvinnslan er stórt og mikið fiskveiði- og vinnslufyrirtæki. Í hvaða þéttbýlisstað er það upprunnið?

4.   En fyrirtækið Vinnslustöðin?

5.  Í hvaða landi (ekki ríki) fæddist Jósef Stalín?

6.  Hvert var hans rétta ættarnafn?

7.  Kasper og Jónatan áttu bróður. Hann hét ... hvað?

8.  Hvað heitir vinsælt barnaefni sem fjallar um tíu ára strák og allmarga dugmikla hunda hans?

9.  Hvað heitir höfuðborgin í Serbíu?

10.  Við hvaða fljót stendur sú höfuðborg?

11.  Hver var kallaður járnkanslarinn?

12.  En hver var nefnd járnfrúin?

13.  Járnhertoginn – The Iron Duke – var herforingi einn kallaður. Undir hvaða nafni er hann þekktastur?

14.  Iron Man er vinsæl ofurhetja í kvikmyndum síðustu 15 árin. Hvað heitir persónan sem stundum tekur á sig gervi Iron Man og leikinn er af Robert Downey?

15.  Í hvaða þremur íþróttagreinum er keppt í eiginlegri Iron Man keppni?


Svör:
1.  Loki.  —  2.  Kanye West.  —  3.  Neskaupstað.  —  4.  Vestmannaeyjum.  —  5.  Georgíu.  —  6.  Djúgasvíli.  —  7.  Jesper.  —  8.  Paw Patrol, Hvolpasveitin.  —  9.  Belgrad.  —  10.  Dóná.  —  11. Bismarck.  —  12.  Margaret Thatcher.  —  13.  Wellington lávarður.  —  14.  Tony Stark.  —  15.  Hjólreiðum, sundi og hlaupum.
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Wallis Simpson, öðru nafni hertogaynjan af Windsor. Stúlkurnar á seinni myndinni eru að spila blak.
Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    Arthur Wellesley var hertoginn af Wellington; ekki lávarður.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár