Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Enginn hreimur er betri en annar

Enginn hreimur er betri en annar
Bók

Svona tala ég

Höfundur Helen Cova/Myndir Rubén Chumillas
Karíba útgáfa
40 blaðsíður
Niðurstaða:

Fallega myndskreytt og fræðandi bók um íslensku og mikilvægi umburðarlyndis gagnvart þeim sem læra hana.

Gefðu umsögn

Helen Cova er íslenskur höfundur af venesúelskum uppruna. Hún hefur áður gefið út barnabækurnar Snúlla finnst gott að vera einn (2019) og Snúlla finnst erfitt að segja nei (2022), smásagnasafnið Sjálfsát: Að éta sjálfan sig (2020) og í nóvember í ár kom út ljóðabókin Ljóð fyrir klofið hjarta. Allar bækurnar komu út á ensku og/eða spænsku samhliða íslensku útgáfunum hjá Karíba, bókaútgáfu Helen Cova og Sigurðar Jökulssonar, en hún var stofnuð til að vera eins konar bókmenntabrú milli Suður-Ameríku og Íslands. Þessi áhersla á fjöltyngi er mjög góð viðbót í bókmenntaflóruna. 

Aðalpersóna bókarinnar, Simona, er innflytjandi sem býr á Íslandi. Hún elskar matinn, tónlistina, landslagið og fólkið. Ísland er „heimili hjarta“ hennar. Hún leggur sig fram við að læra tungumálið með aðstoð barna í skólanum. Það er erfitt að læra tungumál, sérstaklega þegar hún nær ekki að segja orð rétt og það er hlegið að henni, sem er skiljanlega …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár