Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Reykvíkingar borga 379 milljónum meira fyrir sorphirðu á næsta ári

Reykja­vík­ur­borg hef­ur boð­að um­tals­verð­ar hækk­an­ir á sorp­hirðu­gjöld­um fyr­ir næsta ár. Hækk­un­in nem­ur um 14 pró­sent, sem er sam­tals um 379 millj­ón króna hækk­un. Gjöld vegna hirðu á blönd­uðu sorpi hækka um 70 pró­sent milli ára.

Reykvíkingar borga 379 milljónum meira fyrir sorphirðu á næsta ári
Breytt sorphirðugjöld Gjöld vegna hirðu á blönduðu sorpi hækka um 70 prósent Mynd: Stundin / Davíð Þór

Reykjavíkurborg tilkynnti fyrir stuttu að sorphirðugjöld verði hækkuð um allt að 14 prósent, sem nemur rúmum 379 milljónum krónum. Áætlaðar heildartekjur Reykjavíkurborgar af sorphirðugjöldum vegna hirðu við heimili hækka um 20 prósent milli ára, úr 1.855 milljónum króna í 2.234 milljónir króna.

Þá breytist einnig gjaldtaka vegna reksturs grenndar- og endurvinnslustöðva, áætlaðar heildartekjur hækka þar um 2 prósent milli ára, úr 936 milljónum króna í 956 milljónir króna. Þegar þessir liðir eru teknir saman er áætluð hækkun gjalda við hirðu við heimili og reksturs grenndar- og endurvinnslustöðva um 14 prósent. Það er áætluð jafnaðar hækkun á hirðugjöldum í Reykjavík milli ára. Tekið er fram að vegna fjölgunar íbúða í Reykjavík um 2,4 prósent er hækkun á hverja íbúð um 12 prósent.

Ástæðan fyrir hækkuninni sem gefin er upp að hún tengist breytingunum sem innleiddar voru á sorphirðu í Reykjavík, fyrr í ár. Þar sem flokkunartunnum var fjölgað í fjórar og tekin var upp sérstök gjaldskrá fyrir hverja og eina tunnu.

Í tilkynningunni kemur fram að verið sé að beita hagrænum hvötum til þess að stuðla að aukinni flokkun. Samkvæmt uppfærðri gjaldskrá hækkar gjald á hirðu blönduðu sorpi um 70 prósent. Þá hækkar hirða á matarleifum um 17,4 prósent.

Hins vegar lækka gjöld á hirðu plasti um 9,2 prósent, og pappír um 15 prósent. Tekið er fram í tilkynningunni að með aukinni flokkun geti íbúar fjölbýli fækkað tunnum og þannig tekist að lækkað gjöldin. Hins vegar sé svigrúm til lækkunar á gjöldum fyrir íbúa í sérbýli talsvert minna, þeir þurfi að vera með sínar fjórar flokkunartunnur og vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs er grenndarstöðvum ekki lengur heimilt að safna pappír og plasti.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KH
    Kristinn Halldórsson skrifaði
    Hvernig væri nú að bæta móttöku á flokkuðum pappa og plasti á grendarstöðvum og hætta þessu tunniflakki við heimahús. Sorphirðumenn hafa fullt í fangi með að tæma sorp og lífrænt á réttum tíma og hitt bætist svo við. Það eru margir í vandræðum með að koma tunnufjöldanum fyrir og þurfa jafnvel að bæta við tunnum þegar lokað verður á pappír og plast á grendarstöðvum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
6
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár