Nokkrir aðilar á drykkjarvörumarkaði hafa safnað skuldum við ríkissjóð út af ógreiddu skilagjaldi á síðustu árum. Samanlagt höfðu tugmilljóna króna skuldir safnast upp áður en Skatturinn byrjaði herða sig við innheimtuna, segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, í samtali við Heimildina.
Samkvæmt reglugerðum þurfa þeir sem flytja inn drykki í skilagjaldsskyldum umbúðum, eða framleiða slíka drykki hér á landi, að standa skil á skilagjaldi til ríkissjóðs.
Skilagjaldið að viðbættum umsýslukostnaði og virðisaukaskatti rennur svo frá ríkissjóði til Endurvinnslunnar til þess að hægt sé að endurgreiða skilagjaldið til neytenda sem safna dósum og skila þeim á endurvinnslustöðvar. Skilagjaldið er komið upp í 20 krónur á hverja flösku eða dós.
Heimildin heyrði af því að einhverjir framleiðendur hérlendis væru búnir að hlaða upp skuldum við ríkið vegna skilagjaldsins og það stendur heima. Helgi segir hins vegar að nú sé líklega búið að taka á flestum þessum málum.
„Það hafa verið nokkur vanskil, …
Athugasemdir