Náttúruverndarsamtökin Landvernd, og sex hagsmunaðilar í Seyðisfirði, hafa stefnt innviðaráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, vegna strandsvæðaskipulags fyrir Austfirði sem samþykkt var í fyrra. Þessi aðilar vilja að strandasvæðaskipulagið verði fellt úr gildi þar sem það fari í bága við lög að heimila sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Stefnan var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn.
Í stefnunni segir um kynningu á þessum málsaðilum: „Stefnendur eru hópur sem samanstendur af rekstraraðilum og eigendum fasteigna á skipulagssvæðinu og ein umhverfisverndarsamtök sem vilja koma í veg fyrir það að heimilað verði í skipulagi að stunda fiskeldi í sjó á skipulagssvæðinu.“ Landvernd hefur áður og ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við sjókvíaeldi á eldislaxi.
Forsendur stefnu þeirra eru þær að allir þessir aðilar verði fyrir tjóni af sjókvíaeldinu með einhverjum, meðal annars mögulegum tekjumissi. Meðal rakanna fyrir þeirri kröfu eru þau að sjókvíar muni þrengja siglingaleiðina um fjörðinn sem geti dregið úr komu skemmtiferðaskipa, sem skilja eftir …
Athugasemdir