Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru afar ósátt við boðað kílómetragjald á hreinorku- og tengiltvinnbíla, sem stjórnvöld áforma að leggja á frá áramótum. Samtökin gæta hagsmuna ökutækjaleiga og segja í umsögn til þingsins að frumvarpið muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir bílaleigur landsins og setja rekstur þeirra hvað „vistvæna“ bíla varðar í ákveðið uppnám.
SAF leggja til ýmsar breytingatillögur við málið og vilja í fyrsta lagi að ákvæði frumvarpsins taki ekki gildi fyrr en í upphafi árs 2025 fyrir bílaleigur, svo þær geti aðlagað sig að breyttum veruleika „án þess að setja reksturinn í voða“. Einnig fara samtökin fram á að bílaleigur fái heimild til að greiða þetta nýja gjald eftir á, en ekki fyrirfram.
Hagsmunasamtökin vilja einnig að bílaleigur fái heimild til þess að greiða daggjald vegna aksturs frekar en kílómetragjald og að ekki verði fjallað um …
Athugasemdir (1)