Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Segja kílómetragjald stórskaða bílaleigurnar

Hags­muna­sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar vilja að bíla­leig­ur fái meira ráð­rúm til að bregð­ast við boð­uðu kíló­metra­gjaldi á hrein­orku- og ten­gilt­vinn­bíla. Að óbreyttu munu þær borga 1,2 millj­arð króna á ári. Bíla­leig­ur fengu einn millj­arð króna í styrk út rík­is­sjóði í ár til að kaupa raf­bíla.

Segja kílómetragjald stórskaða bílaleigurnar
Bílar Gengið er út frá því að kílómetragjald á hvern ekinn kílómetra á hreinorkubíl verði 6 krónur en 2 krónu fyrir kílómeterinn á tengiltvinnbíl. Samtök ferðaþjónustunnar segja bílaleigur standa frammi fyrir 1,2 milljarða króna reikning í upphafi næsta árs ef frumvarpið verði óbreytt að lögum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru afar ósátt við boðað kílómetragjald á hreinorku- og tengiltvinnbíla, sem stjórnvöld áforma að leggja á frá áramótum. Samtökin gæta hagsmuna ökutækjaleiga og segja í umsögn til þingsins að frumvarpið muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir bílaleigur landsins og setja rekstur þeirra hvað „vistvæna“ bíla varðar í ákveðið uppnám. 

SAF leggja til ýmsar breytingatillögur við málið og vilja í fyrsta lagi að ákvæði frumvarpsins taki ekki gildi fyrr en í upphafi árs 2025 fyrir bílaleigur, svo þær geti aðlagað sig að breyttum veruleika „án þess að setja reksturinn í voða“. Einnig fara samtökin fram á að bílaleigur fái heimild til að greiða þetta nýja gjald eftir á, en ekki fyrirfram.

Hagsmunasamtökin vilja einnig að bílaleigur fái heimild til þess að greiða daggjald vegna aksturs frekar en kílómetragjald og að ekki verði fjallað um …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ég sé enga fyrirstöðu fyrir því að láta leigendurna á bílaleigubílum borga kílómetragjaldið. Enda mun samanlagður kostnaður rafmagns og kílómetragjalds vera lægri en bensínkostnaðurinn sem leigandinn þarf að greiða ef hann kýs bensínbíl.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár