Kostnaður ríkissjóðs vegna byggingu varnargarða í Svartsengi, sem eiga að verja orkuver HS Orku og nálæg fyrirtæki á borð við Bláa lónið frá eldsumbrotum á Reykjanesi, verður 2,7 milljarðar króna á þessu ári. Þá munu launagreiðslur til Grindvíkinga sem eru á almennum vinnumarkaði, sem ríkið hefur tekið yfir út febrúar næstkomandi hið minnsta, kosta ríkissjóð á bilinu 3,5 til 5,2 milljarða króna. Af þeirri upphæð munu 1,6 til 2,4 milljarðar króna falla til í ár. Ofan á þetta hefur verið ákveðið að veita 375 milljónum króna í sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík. Samanlagt þarf ríkissjóður því að afla heimilda fyrir nýjum útgjöldum upp á 5.075 milljónum króna á fjáraukalögum vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga.
Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur skrifað fjárlaganefnd Alþingis þar sem þess er farið á leit að fjárheimildir ríkissjóðs á fjáraukalögum verði auknar un 7,3 milljarða króna frá því sem áætlað var …
Athugasemdir