Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hallinn á ríkissjóði í ár verður 54 milljarðar

Stuðn­ing­ur við Grind­vík­inga og bygg­ing varn­ar­garða í Svartsengi kall­ar á ný út­gjöld upp á 5,1 millj­arð króna í ár og bænd­ur fá 1,6 millj­arða króna til að tak­ast á við „erf­iða fjár­hags­stöðu“.

Hallinn á ríkissjóði í ár verður 54 milljarðar
Skemmdir Miklar skemmdir hafa orðið á innviðum og húsnæði í Grindavík. Mynd: Golli

Kostnaður ríkissjóðs vegna byggingu varnargarða í Svartsengi, sem eiga að verja orkuver HS Orku og nálæg fyrirtæki á borð við Bláa lónið frá eldsumbrotum á Reykjanesi, verður 2,7 milljarðar króna á þessu ári. Þá munu launagreiðslur til Grindvíkinga sem eru á almennum vinnumarkaði, sem ríkið hefur tekið yfir út febrúar næstkomandi hið minnsta, kosta ríkissjóð á bilinu 3,5 til 5,2 milljarða króna. Af þeirri upphæð munu 1,6 til 2,4 milljarðar króna falla til í ár. Ofan á þetta hefur verið ákveðið veita 375 milljónum króna í sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík. Samanlagt þarf ríkissjóður því að afla heimilda fyrir nýjum útgjöldum upp á 5.075 milljónum króna á fjáraukalögum vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. 

Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur skrifað fjárlaganefnd Alþingis þar sem þess er farið á leit að fjárheimildir ríkissjóðs á fjáraukalögum verði auknar un 7,3 milljarða króna frá því sem áætlað var …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár