Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Segir kjör hér vera „afbragðs góð“ og að þeir sem boði skyndilausnir séu „lýðskrumarar og tækifærissinnar“

Bjarni Bene­dikts­son held­ur áfram að gagn­rýna um­fjöll­un Kveiks um gjald­miðla­mál og seg­ir þátt RÚV á þriðju­dag fá „fall­ein­kunn hjá mér“. Hann seg­ir RÚV ekki vera eign nú­ver­andi né fyrr­ver­andi starfs­manna og megi aldrei vera yf­ir gagn­rýni haf­in.

Segir kjör hér vera „afbragðs góð“ og að þeir sem boði skyndilausnir séu „lýðskrumarar og tækifærissinnar“
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar hefur verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn og Framsóknarflokk frá árinu 2017. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í færslu á Facebook að hinn endanlegi mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál á Íslandi sé kjör fólksins í landinu. Þau séu, á flesta mælikvarða, afbragðs góð og hafi vaxið verulega undanfarin ár. Horft sé til okkar Íslendinga um margt í þeim efnum. „Við Íslendingar höfum allt sem til þarf til að takast á við verðbólguna og endurheimta stöðugleika og lægri vexti. Til þess þarf áfram aga í opinberum fjármálum, samkomulag á vinnumarkaði um kjarabætur sem samrýmast efnahagslegum veruleika okkar og árangursríka framkvæmd peningastefnunnar. Það verður eflaust ekki auðvelt og gerist ekki án fórna frekar en annað sem eftirsóknarvert er í lífinu. Þeir sem boða lausnir sem ekkert þarf að hafa fyrir eru enda almennt lýðskrumarar og tækifærissinnar.“

Tilefni færslunnar var áframhaldandi umræða um þátt Kveiks um gjaldmiðlamál á þriðjudag, sem Bjarni hafði þegar gagnrýnt fyrir að vera „áróður gegn íslensku krónunni“ og kallað hneyksli í fyrri færslu. Hann sagði enn fremur að umfjöllunina hafi skort „allt jafnvægi, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.“

Bjarni ítrekar í nýju færslunni, sem birtist seint í gærkvöldi, að það þurfi ekki að taka upp nýjan gjaldmiðil til að tryggja stöðugleika. „Nýr gjaldmiðill mun ekki leysa okkur undan því að takast á við efnahagslegar áskoranir með sama hætti og aðrar þjóðir þurfa að gera. Evra leysir okkur ekki undan ábyrgð eigin ákvarðana og skapar engin sjálfstæð ný verðmæti fyrir landsmenn. Ekkert af þessu kom fram í slökum Kveiksþætti Ríkisútvarpsins í gær. Þar skorti allt heildarsamhengi hlutanna og þátturinn fær þess vegna falleinkunn hjá mér.“

„Eins og korktappi í sjónum“

Í umræddum Kveiks-þætti var fjallað um óstöðugleika íslensku krónunnar gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum, þá staðreynd að alls 248 íslensk félög hafi fengið heimild frá ársreikningaskrá ríkisskattstjóra til að færa bókhald og semja ársreikning í erlendri mynt og hvernig þau vaxtakjör sem bjóðast í krónuhagkerfinu séu mun verri en þau sem bjóðast fyrirtækjum sem geta tekið lán í erlendum bönkum. Auk þess losna umrædd félög við alla gengisáhættu gagnvart þeirri mynt sem þau gera upp í, 93 prósent þeirra gera upp í evru eða Bandaríkjadal.

Heimildin greindi frá því í október að flest þeirra félaga sem geri upp í annarri mynt en íslensku krónunni, alls 68 talsins, séu eignarhaldsfélög. Þá eru 39 eru annaðhvort í útgerð, frystingu, söltun eða annarri vinnslu á fiski, umboðssölu á fiski og öðrum fiskafurðum eða fiskeldi og 13 félaganna í hugbúnaðargerð samkvæmt atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands.

Í umfjöllun Kveiks var rætt við ýmsa hagfræðinga um stöðu krónunnar, þar á meðal Katrínu Ólafsdóttur, doktor í hagfræði og dósent við viðskiptadeild HR. Hún sagði í þættinum að fyrirtækin sem geti gert upp í öðrum gjaldmiðlum, og fjármagnað sig í þeim, búi „ekki alveg í sama veruleika og íslensku heimilin. Þau geta tekið lán í erlendri mynt. Þau búa við gjaldmiðil sem er miklu stöðugri en íslenska krónan“. Katrín hefði stundum sagt að krónan væri „svona eins og korktappi í sjónum. Svo eru aðrir gjaldmiðlar eins og flugmóðurskip“ þar sem sveiflur á erlendum gjaldmiðlum séu miklu minni en á krónunni. 

Nýi Bjarni að gagnrýna gamla Bjarna

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, brást við gagnrýni Bjarna á þingi í gær og skaut föstum skotum að honum. Hann sagði það  hneyksli að ásaka fjölmiðil um áróður fyrir að vinna vinnuna sína og að Bjarni hafi ekki bent á staðreyndavillur í umfjöllun Kveiks. Bjarni sjálfur beri mikla ábyrgð á „vaxtarbrjálæðinu sem núna er allt að drepa.“

Vísaði Sigmar til þess í ræðu sinni að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hefði Bjarni sjálfur haldið því fram að krónan hefði þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi. Hann skrifaði meðal annars grein ásamt öðrum þingmanni Sjálfstæðisflokks í lok árs 2008 þar sem þeir lögðu til að Ísland myndi hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið, meðal annars vegna þess að krónan myndi reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Það gæti, að sögn Bjarna, ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu sem drægi úr trausti á því. Sigmar sagði að .egar nákvæmlega sömu sjónarmið og Bjarna árið 2008 hafi viðruð í Kveiksþættinum af virtum hagfræðingum þá heiti það hneyksli og áróður gegn krónunni. „Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður.“ 

Segir Sigmari hvað hann ætti frekar að gera

Bjarni, sem var fjármála- og efnahagsráðherra meira og minna í áratug en situr nú í utanríkisráðuneytinu, segir að Sigmar, sem hann kallar sinn ágæta gamla vin, haldi áfram að valda sér vonbrigðum með málflutningi sínum. Það sé sorglegt að fólk noti gjaldmiðil Íslendinga endurtekið sem blóraböggul fyrir efnahagslega krefjandi aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir. „Sumt af því sem við erum að glíma við leiðir af aðstæðum sem við höfum ekki náð nægilega góðum tökum á, eins og framboði af húsnæði, á meðan annað leiðir af ytri aðstæðum líkt og stríði og orkukreppu. Vinnumarkaðurinn hefur verið ósamstíga og kröfugerð ólíkra hópa ósamrýmanleg, en vonandi horfir það til betri vegar í yfirstandandi kjaralotu. Hér hefur þess utan verið mun meiri hagvöxtur en í flestum nálægum ríkjum sem óhjákvæmilega hefur áhrif á vaxtastig. Þessi viðfangsefni hverfa ekki með öðrum gjaldmiðli.“

Viðreisn hafi í kosningum reynt að höfða til kjósenda með loforði um nýjan gjaldmiðil ásamt ESB aðild og mistekist. „Sigmar ætti e.t.v. að taka upp samtal við fólkið í landinu að nýju í stað þess að hneykslast á því að ég hafi skoðun á umfjöllun Ríkisútvarpsins. Hann biður um rök fyrir gagnrýni minni líkt og hann sé enn starfsmaður Ríkisútvarpsins. Þeir eru allnokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem sjá rautt ef orði er hallað á þessa stofnun sem við þó eigum öll saman. Hún er hvorki eign núverandi né fyrrverandi starfsmanna. Og má aldrei vera yfir gagnrýni hafin.“

Það sem Sigmar og aðrir andstæðingar íslensku krónunnar ættu að gera sé að efna til málefnalegrar umræðu um raunverulega ástæðu verðbólgu og vaxta í landinu í stað þess að benda á gjaldmiðilinn, mælitækið, sem sökudólg. „Það væri, tel ég, gagnleg og þörf umræða, langt umfram þessa þráhyggju með evruna. Í því samhengi má hafa í huga að eðlilegt er að hér á landi séu vextir hærri en þar sem enginn hagvöxtur er, eða jafnvel samdráttur, líkt og víða í evrulandi. Sigmar segir mig ekki benda á staðreyndavillur. Ég bendi honum á að lesa færslu mína að nýju og velta fyrir sér hvort það sé í alvöru óeðlilegt sé að fyrirtæki með meginþorra tekna sinna í erlendri mynt fái að gera upp í þeirri mynt. Auðvitað er það sjálfsagt mál og formaður Viðreisnar greiddi því atkvæði árið 2002 á Alþingi. Er reyndar eini þingmaðurinn á Alþingi sem tók þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og var ekki í vafa þá. Ég hvet alla, ekki síst Kveiksfólk, að lesa alla þá umræðu, nefndarálitin og ræðurnar sem fluttar voru. Í Kveiksþættinum var gefið í skyn að heimilin ættu skilið að fá lágu evruvextina án þess að rætt væri með eðlilegum hætti um gengisáhættuna af slíku hættuspili. Þarf virkilega að ræða þetta eitthvað frekar eftir allt sem við höfum upplifað á öldinni í þeim efnum?“

Viðsnúningur í stuðningi við inngöngu

Frá því í mars í fyrra hafa verið gerðar fimm kannanir þar sem spurt er um hug landsmanna til þess að ganga í Evrópusambandið, sem myndi hafa í för með sér upptöku evru. Þær hafa allar sýnt fleiri fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því. Um viðsnúning er að ræða í afstöðu þjóðarinnar enda var könnunin í mars 2022 sú fyrsta frá árinu 2009 sem meiri­hluti mæld­ist fyrir aðild í könn­unum hér­lend­is. Hlut­­fall þeirra sem eru hlynntir inn­­­göngu Íslands í sam­­bandið, og þar með upptöku evru, hafði raunar ekki mælst meira en rúm­­lega 37 pró­­sent í mán­að­­ar­­legum könn­unum sem MMR fram­­kvæmdi frá 2011 og út árið 2021.

Í könnun sem Maskína gerði í lok apríl 2023 kom í ljós að alls voru 44,2 prósent landsmanna fylgjandi því að Íslandi gangi í Evrópusambandið. Hlutfall þeirra sem eru fylgjandi inngöngu hefur aldrei mælst hærra í könnunum sem Maskína eða fyrirrennari hennar MMR hafa gert.  

Þeir sem voru á móti inngöngu mældust þá 33,3 prósent og fækkaði um þrjú prósentustig frá síðustu könnun, sem gerð var í febrúar. 

Hlutfall þeirra sem sögðust fylgjandi því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að ganga í sambandið hefur vaxið hratt undanfarin misseri, og mældist 59 prósent í könnuninni. Það hlutfall var 48 prósent í könnun sem gerð var í desember í fyrra.

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þessi Maður er Hræsnari og Honum er ekki treystandi, hann seldi Bref i Islandsbanka til Vina sina ur Hruninu, Sjalfur treysti hann ekki Kronuni og Atti Aflandsreikninga i Skattaskjoli. Pabbi hans var i Hrunininu og Glitnirs kall. Þessir kallar eins og Bjarni Ben eru LODDARAR og ættu að hætta i politik. Miðflokks maður Sigmundur var Afhjupaður i beinni Utsendingu af Sænskum Frettamönum. Þessir menn halda að þeir geti gert Þjoðini Gott. Bjarni Ben er Loddari hans timi i Politik er löngu liðin. Hann ætti að vinna hja Kadeco a Asbru sem Retti Eigur Rikisins þegar SETULIÐIÐ for Flokksgæðingum.
    Fjandinn ser um SINA.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár