Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einmana þar til ég hitti hana

Vikt­or Örn Jóns­son var feim­inn og einmana áð­ur en hann hitti kær­ust­una sína fyr­ir þrem­ur ár­um, þá nítj­án ára gam­all. En hún hef­ur kom­ið hon­um út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og þannig breytt lífi hans.

Einmana þar til ég hitti hana

Ég heiti Viktor Örn Jónsson og við erum hérna fyrir framan Tollhúsið. Þetta er reyndar orðin aðstaða fyrir Grindvíkinga og bæjarskrifstofur Grindavíkur eru hérna, það er nú ekki mikið meira spennandi en það. Ég er dyravörður fyrir Securitas og við erum aðallega að passa upp á manngang hérna í Tollhúsinu, það mega náttúrlega bara Grindvíkingar koma hingað inn. Það er ekkert flóknara en það. Það reynir enginn að ráfa hér inn sem á ekki erindi, bara þeir sem eru að leita að Skattinum. Ég er hér á tólf tíma vöktum. Nei, ég stend ekki fyrir utan allan tímann, mig langaði bara í ferskt loft. 

Augnablikið sem breytti farvegi lífs míns var þegar ég hitti kærustuna mína. Hún hefur svolítið mótað mig og breytt mér til góðs. Sambandið okkar verður þriggja ára í janúar svo þetta gerðist fyrir þremur árum. Þetta var góður tími. 

Ég hef alltaf verið einmana og hún hefur komið mér út fyrir þægindarammann. Ég hef farið meira út á lífið og hitt vini og félaga og annað. Við erum mjög ólík að eðlisfari. Ég var mjög feiminn á tímabili en ég er alveg búinn að breytast, núna tala ég bara við alla og fer allt, ég er bara í öllu núna. 

Það var erfitt að kynnast henni fyrst því ég var svo feiminn, en svo bara breyttist ég. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það var en ég breyttist. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það en þetta er allavega góð breyting. Lífið er öðruvísi þegar maður er ekki jafn feiminn lengur, maður kynnist samfélaginu meira og gerir hluti sem maður þorði ekki áður. Ég veit ekki hvernig er best að orða þetta. 

Ég er búinn að kynnast mörgum Grindvíkingum og þetta er indælt fólk og það er gott að vera hérna. Andinn í húsinu er góður og við stöndum saman í þessu og reynum að hjálpast að. 

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár