Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Einmana þar til ég hitti hana

Vikt­or Örn Jóns­son var feim­inn og einmana áð­ur en hann hitti kær­ust­una sína fyr­ir þrem­ur ár­um, þá nítj­án ára gam­all. En hún hef­ur kom­ið hon­um út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og þannig breytt lífi hans.

Einmana þar til ég hitti hana

Ég heiti Viktor Örn Jónsson og við erum hérna fyrir framan Tollhúsið. Þetta er reyndar orðin aðstaða fyrir Grindvíkinga og bæjarskrifstofur Grindavíkur eru hérna, það er nú ekki mikið meira spennandi en það. Ég er dyravörður fyrir Securitas og við erum aðallega að passa upp á manngang hérna í Tollhúsinu, það mega náttúrlega bara Grindvíkingar koma hingað inn. Það er ekkert flóknara en það. Það reynir enginn að ráfa hér inn sem á ekki erindi, bara þeir sem eru að leita að Skattinum. Ég er hér á tólf tíma vöktum. Nei, ég stend ekki fyrir utan allan tímann, mig langaði bara í ferskt loft. 

Augnablikið sem breytti farvegi lífs míns var þegar ég hitti kærustuna mína. Hún hefur svolítið mótað mig og breytt mér til góðs. Sambandið okkar verður þriggja ára í janúar svo þetta gerðist fyrir þremur árum. Þetta var góður tími. 

Ég hef alltaf verið einmana og hún hefur komið mér út fyrir þægindarammann. Ég hef farið meira út á lífið og hitt vini og félaga og annað. Við erum mjög ólík að eðlisfari. Ég var mjög feiminn á tímabili en ég er alveg búinn að breytast, núna tala ég bara við alla og fer allt, ég er bara í öllu núna. 

Það var erfitt að kynnast henni fyrst því ég var svo feiminn, en svo bara breyttist ég. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það var en ég breyttist. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það en þetta er allavega góð breyting. Lífið er öðruvísi þegar maður er ekki jafn feiminn lengur, maður kynnist samfélaginu meira og gerir hluti sem maður þorði ekki áður. Ég veit ekki hvernig er best að orða þetta. 

Ég er búinn að kynnast mörgum Grindvíkingum og þetta er indælt fólk og það er gott að vera hérna. Andinn í húsinu er góður og við stöndum saman í þessu og reynum að hjálpast að. 

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár