Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einmana þar til ég hitti hana

Vikt­or Örn Jóns­son var feim­inn og einmana áð­ur en hann hitti kær­ust­una sína fyr­ir þrem­ur ár­um, þá nítj­án ára gam­all. En hún hef­ur kom­ið hon­um út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og þannig breytt lífi hans.

Einmana þar til ég hitti hana

Ég heiti Viktor Örn Jónsson og við erum hérna fyrir framan Tollhúsið. Þetta er reyndar orðin aðstaða fyrir Grindvíkinga og bæjarskrifstofur Grindavíkur eru hérna, það er nú ekki mikið meira spennandi en það. Ég er dyravörður fyrir Securitas og við erum aðallega að passa upp á manngang hérna í Tollhúsinu, það mega náttúrlega bara Grindvíkingar koma hingað inn. Það er ekkert flóknara en það. Það reynir enginn að ráfa hér inn sem á ekki erindi, bara þeir sem eru að leita að Skattinum. Ég er hér á tólf tíma vöktum. Nei, ég stend ekki fyrir utan allan tímann, mig langaði bara í ferskt loft. 

Augnablikið sem breytti farvegi lífs míns var þegar ég hitti kærustuna mína. Hún hefur svolítið mótað mig og breytt mér til góðs. Sambandið okkar verður þriggja ára í janúar svo þetta gerðist fyrir þremur árum. Þetta var góður tími. 

Ég hef alltaf verið einmana og hún hefur komið mér út fyrir þægindarammann. Ég hef farið meira út á lífið og hitt vini og félaga og annað. Við erum mjög ólík að eðlisfari. Ég var mjög feiminn á tímabili en ég er alveg búinn að breytast, núna tala ég bara við alla og fer allt, ég er bara í öllu núna. 

Það var erfitt að kynnast henni fyrst því ég var svo feiminn, en svo bara breyttist ég. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það var en ég breyttist. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það en þetta er allavega góð breyting. Lífið er öðruvísi þegar maður er ekki jafn feiminn lengur, maður kynnist samfélaginu meira og gerir hluti sem maður þorði ekki áður. Ég veit ekki hvernig er best að orða þetta. 

Ég er búinn að kynnast mörgum Grindvíkingum og þetta er indælt fólk og það er gott að vera hérna. Andinn í húsinu er góður og við stöndum saman í þessu og reynum að hjálpast að. 

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár