Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Prófessor í íslensku vill að stjórnvöld tryggi foreldrum aukinn samverutíma með börnum

Víð­tæk­ar áhyggj­ur eru af lé­leg­um lesskiln­ingi ís­lenskra ung­linga í sam­an­burði við aðr­ar þjóð­ir og fyrri mæl­ing­ar í PISA-könn­un­inni. Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or í ís­lenskri mál­fræði, tel­ur að sam­fé­lag­ið allt sé ábyrgt.

Prófessor í íslensku vill að stjórnvöld tryggi foreldrum aukinn samverutíma með börnum

Það er mjög mikilvægt að viðbrögðin við slakri útkomu íslenskra nemenda í PISA-prófinu snúist ekki um það að finna einhvern sökudólg,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, í pistli á Facebook-síðu sinni. Hann segir það vera á ábyrgð allra, foreldra, skóla og stjórnvalda að kenna börnum rétta íslensku. Hann telur ábyrgðina liggja hjá íslensku samfélagi en ekki menntakerfinu einu og sér.

Niðurstöður PISA-könnunarinnar voru birtar í gær og sýndu að 60% íslenskra unglinga ná grunnhæfni í lesskilningi. Meðaltalið á Norðurlöndunum og í OECD-löndunum er að meðaltali 74%. Niðurstöðurnar sýna minnkandi hæfni nemenda á öllum Norðurlöndunum, en hæfnin minnkar meira hérlendis en annars staðar.

Skólinn ber að hluta ábyrgð

Árið 2015 fór Menntamálastofnun í lestrarátak en það virðist ekki hafa skilað nægilega góðum árangri, samkvæmt niðurstöðu PISA-könnunarinnar, segir Eiríkur. 

Í samtali við Heimildina segir Eiríkur að beinar og óbeinar fyrirmyndir barnanna geti haft lykiláhrif í málörvun barna. „Grundvöllurinn að málþroska er lagður á fyrstu árunum og ábyrgðin þar liggur hjá foreldrum og heimilum.“ Segir hann að það þurfi að tala við börnin og lesa fyrir yngri börnin til að þau fái nægilega málörvun. Hann telur að boð og bönn séu ekki endilega rétt þegar kemur að skjánotkun barna. Það megi frekar hvetja börnin til að skoða efni á íslensku frekar en ensku. 

Versnandi frammistaða íslenskra unglinga

Eiríkur telur að staða íslenskunnar sé breytt og geti það útskýrt „versnandi frammistöðu íslenskra unglinga í PISA-prófinu“. Orðaforði og setningagerð telur hann vera nokkuð sem lærist í mállegu samhengi með því að tala, hlusta, lesa og skrifa tungumálið. „Það þarf því þekkingu á þeim orðaforða sem notaður er í þeim textum sem um er að ræða og skilningur á þeim setningagerðum sem koma fyrir.“

„Það er ljóst að góður lesskilningur er forsenda góðrar útkomu í öllum hlutum prófsins – ekki bara í lesskilningshluta þess, heldur líka í læsi á náttúruvísindi og stærðfræði,“ segir Eiríkur. 

Eiríkur telur að ábyrgðin sé fyrst og fremst hjá stjórnvöldum og samfélaginu sem heild. „Stjórnvöld þurfa að stuðla að því að foreldrar geti varið meiri tíma með börnum sínum – með lengingu fæðingarorlofs, með styttingu vinnutíma, með því að gefa innflytjendum kost á að læra íslensku á vinnutíma o.fl. Einnig þarf að leggja mun meiri áherslu á íslensku og lesskilning í öllum þáttum menntunar – í kennaramenntun og í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum.“ 

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
1
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár