Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hafnaði boði forsætisráðuneytisins – „Mér barst bréf úr húsi valdsins“

Þór­dís Helga­dótt­ir hafn­aði boði um að lesa upp úr ný­út­kom­inni bók sinni, Armeló, fyr­ir starfs­fólk for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Í svari til ráðu­neyt­is­ins kall­ar Þór­dís eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd for­dæmi þjóð­armorð Ísra­els­rík­is á Palestínu­mönn­um.

Hafnaði boði forsætisráðuneytisins – „Mér barst bréf úr húsi valdsins“
Flestir rithöfundar fagna hverju tækifæri til að fá að lesa upp úr nýkomnum bókum sínum. Þórdís Helgadóttir hafnaði hins vegar einu slíku boði. Mynd: Forlagið

„Mér barst bréf úr húsi valdsins,“ segir rithöfundurinn Þórdís Helgadóttir á Facebook þar sem hún greinir frá því að henni hafi verið boðið að lesa upp úr nýútkominni skáldsögu sinni, Armeló, fyrir starfsfólk forsætisráðuneytisins.

Þórdís deilir þar svari sínu til ráðuneytisins þar sem hún afþakkar boðið og biður um að komið sé á framfæri einlægri ósk hennar um að „a) að veita öllum Palestínumönnum hér á landi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum, b) greiða fyrir tafarlausri fjölskyldusameiningu, c) fordæma þjóðarmorðið fullum fetum á alþjóðavettvangi og d) slíta stjórnmálasambandi við Ísraelsríki.“

Þórdís bætist hér í hóp þeirra sem hafa kallað eftir afdráttarlausri afstöðu íslenskra stjórnvalda þegar kemur að stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Í byrjun nóvember var greint frá því að mik­ill meiri­hluti Ís­lend­inga væri ósátt­ur við að Ís­land hafi set­ið hjá við at­kvæða­greiðslu á þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um vopna­hlé á Gaza.  Þá hvöttu um sjötíu íslenskir rithöfundar til sniðgöngu á bókmenntahátíðinni Iceland Noir, sem haldin var í lok síðasta mánaðar, vegna þátttöku Hillary Clinton sem hefur talað gegn vopnahléi á Gaza.

Á Facebook síðu sinni deilir Þórdís bréfi frá starfsmanni forsætisráðuneytisins þar sem kemur fram að áhugi sé innan ráðuneytisins að fá hana á starfsmannafund þann 11. desember til að kynna og lesa úr bók hennar, Armeló.

Hún birtir þar einnig svar sitt til ráðuneytisins.

„Þetta eru undarlegir tímar þar sem hver dagur er nýtt áfall“

„Ég myndi svo gjarnan vilja koma og lesa upp fyrir starfsfólk forsætisráðuneytisins, sem er upp til hópa eflaust mikið menningar- og bókafólk sem gaman væri að fá að hitta. Því miður verð ég samt að afþakka,“ skrifar Þordís.

Finnst hún hrópa út í tómið

„Þetta eru undarlegir tímar þar sem hver dagur er nýtt áfall og maður fylgist með því þar sem verið er að myrða börn í þúsundavís – ég næ varla utan um það að ég sé einu sinni að skrifa þessi orð. Eins og svo mörg önnur upplifi ég gríðarlegan vanmátt, okkur finnst við vera að hrópa út í tómið hvern einasta dag, þar sem við biðlum til stjórnvalda að gera þó að minnsta kosti það litla sem í þeirra valdi stendur til að spyrna á móti bókstaflegu þjóðarmorði.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að margt af ykkar starfsfólki er í sjálfu sér ekki í stöðu til að hafa áhrif. En innan ykkar veggja – í þessu húsi valdsins – eru svo sannarlega líka þau sem fara með ákvörðunarvaldið fyrir hönd þjóðarinnar,“ skrifar Þórdís í svari sínu til forsætisráðuneytisins.

Þá tekur hún fram að það sé undir „okkur öllum“ að gera það sem mögulegt er. „Ég er svo sem bara átakafælinn rithöfundur úti í bæ sem vill auglýsa eigin verk sem mest og best, og undir venjulegum kringumstæðum væri auðvitað hægt að halda notalega bókmenntastund á aðventunni án þess að spyrja um pólitíska afstöðu. En kringumstæðurnar eru ekki venjulegar og ég veit yfirhöfuð ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að njóta aðventunnar. Þess vegna mun ég líka birta afrit af þessu svari á samfélagsmiðlum,“ skrifar hún og lýkur svarinu á orðunum „Með vinsemd og virðingu.“

Fjöldi fólks hefur brugðist við færslu Þórdísar, þar af hafa margir rithöfundar lýst yfir velþóknun sinni á henni. Þeirra á meðal eru Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambandsins,  Kristín Helga Gunnarsdóttir, fyrrverandi formaður RSÍ, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Guðmundur Brynjólfsson.

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár