Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
Fyrirburar frá Al-Shifa spítalanum Fyrirburarnir 31 sem fluttir voru á spítala Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna í Rafah-borg á Suður-Gaza.

Al-Nasr barnaspítalinn á Norður-Gasa var umkringdur skriðdrekum og ísraelskir herforingjar skipuðu starfsfólki spítalans að rýma svæðið umsvifalaust, þau fengju aðeins hálftíma og þá myndi sprengjuregn hefjast. Læknar og hjúkrunarfræðingar mótmæltu því að yfirgefa sjúklinga sína sem gátu ekki flúið með þeim, þar á meðal nýfædd börn sem fæðst höfðu fyrirburar og voru háð hitakössum og súrefnisaðstoð. Afarkostir Ísraelshers voru þó óhagganlegir að sögn Bakr Qaoud stjórnanda spítalans, honum hafi verið sagt: „Farið út eða verið sprengd.“

Umsátur Ísraelshers um Norður-Gasa hafði þá þegar stigmagnast fljótt í kjölfar innrásarinnar sem hófst í lok október. Spítalar urðu fljótt yfirfullir af fólki, hinum særðu, hinum látnu og þeim sem sóttu sér þar skjól frá átökunum í kring. Þann 10. nóvember síðastliðinn fyrirskipaði Ísraelsher síðan öllum að yfirgefa Al-Nasr barnaspítalann. Þaðan fór fólkið flest á annan spítala, Al-Shifa, en átti ekki heldur eftir að hljóta þar náð.

„Á þessari stundu er fjórðungur allra sjúklinga á Gasa á Al-Shifa spítalanum,“ sagði Dr Zaher Sahloul, meðlimur MedGlobal, samtaka sem styðja við starf heilbrigðisstofnanna á Gasa, í viðtali við Guardian þann 17. október.

„Þetta er ekkert annað en hellir frá miðöldum“

Heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar Al-Shifa spítalans fengu klukkustundarfrest til að yfirgefa spítalann þann 11. nóvember eftir margra daga umsátur. Hreinlætisaðstæður voru orðnar hörmulegar vegna vatnsskorts. „Þetta er ekkert annað en hellir frá miðöldum,“ var lýsing Omars Zaqout, stjórnanda spítalans, á ástandinu. Ísraelsher hafi skipað rýmingu en ekki útvegað nein farartæki eða búnað til flytja særða og veika. Fólkið hafið orðið að flýja gangandi.

„Þetta er ekkert annað en hellir frá miðöldum“
Omar Zaqout, stjórnandi Al-Shifa spítalans

Þúsundir flúðu, en þeir sjúklingar sem gátu ekki ferðast ásamt læknum og hjúkrunarfræðingum urðu eftir. 39 fyrirburar spítalans höfðu verið án hitakassa og súrefnis í átta daga á þeim tímapunkti vegna skorts á rafmagni og fjögur barnanna höfðu þá þegar dáið. Þegar rýming spítalans var yfirstaðin höfðu fjögur börn dáið í viðbót, hin 31 voru flutt til Egyptalands.

Sama var upp á teningnum á Al-Nasr barnaspítalanum. Þann 9. nóvember höfðu loftárásir Ísraelshers gert súrefnisbúnað nýburadeildarinnar óvirkan og næsta dag var starfsfólki skipað að rýma svæðið að sögn Bakr Qaoud.

Hjúkrunarfræðingur spítalans lýsir ómögulegri stöðu sinni við Washington Post.  Hann hafði þá fimm fyrirbura í sinni vörslu og þurfti að taka ákvörðun, hvert þeirra gat hann tekið með sér. „Mér leið eins og ég væri að skilja börnin mín eftir,“ segir hann. Hann tók með sér barnið sem honum þótti líklegast til að þola tímabundið súrefnisleysi, en hin hefðu ekki lifað af ferðina. Hjúkrunarfræðingurinn komst til Al-Shifa spítalans með barnið en þar fundu þau aðeins tímabundið öryggi þar sem spítalinn varð rýmdur skömmu.

Palestínskir fyrirburarPalestínskir fyrirburar, sem sluppu heilir á húfi frá Al-Shifa spítala, í umönnun á spítala í Rafah-borg á Suður-Gaza.

Að sögn Qaoud lofuðu foringjar umsátursliðsins starfsfólkinu að börnin sem eftir væru yrðu flutt á brott. Shani Shasson, talskona COGAT, stofnunar á vegum ísraelska varnarmálaráðuneytisins, neitar því að Ísraelsher hafi fyrirskipað rýmingu spítalans. Hún neitaði þó að svara því hvort að COGAT eða Ísraelsher hafi verið tilkynnt um börnin eða sinnt umönnun þeirra. Upptaka af símtali starfsmanns Al-Rantisi krabbameinsdeildarinnar, sem liggur við hlið Al-Nasr, og yfirmanns COGAT, þar sem starfsmaðurinn biður um sjúkrabíla til að rýma sjúklinga og yfirmaðurinn játar beiðninni, staðfestir þó að yfirvöld Ísraels hafi vitað af einhverjum sjúklingum sem þurfti að forða frá spítalanum.

Tveimur vikum frá rýmingu Al-Nasr komst palestínskur blaðamaður, Mohammed Balousha, inn í spítalann. Ísraelsher hafði lokað aðgangi að spítalanum en blaðamaðurinn fór í gegnum húsarústir og náði að klifra yfir brotna veggi til að komast inn. Myndbandið sem hann tók af ferð sinni í gegnum rústir spítalans vekur óhug. Þess ber að geta að blaðamenn Washington Post hafa farið yfir myndbandið og staðfest að myndefnið passar við önnur gögn sem sýna að það er sannarlega úr Al-Nasr spítalanum. Hjúkrunarfræðingurinn staðfesti einnig að börnin í myndbandinu hafi verið á sama stað og hann hafi skilið við þau.

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SE
    Steinunn Eldflaug skrifaði
    þetta er svo hræðilegt! takk fyrir að skrifa um þetta! Loxins fáum við fréttir af því sem er raunverulega að gerast. Það er mikilvægt að fjallað sé um þetta í fjölmiðlum því það eru alls ekki allir eru á instagram og öðrum samfélagsmiðlum að fylgja þeim sem eru á staðnum og vita því ekki hvernig ástandið er
    1
  • Friðrik Erlingsson skrifaði
    Þegar USA réðist á Saddam á sínum tíma var þetta einmitt eitt af því sem var logið upp á hann. En hér er engu logið. Og USA hummar og hóstar og sendir vörgunum í Ísrael fleiri sprengjur til að útrýma Palestínumönnum. Því annað er ekki uppi á teningnum. Það ætti öllum að vera ljóst nú. Það er auma hermennskan sem þessir ræflar stunda; en þegar á að myrða þjóð er líklega best að byrja á þeim varnarlausu.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár