Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Katrín hafnar ávirðingum Þorgerðar um afneitun ríkisstjórnarinnar

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, sagði rík­is­stjórn­ina „virð­ast vera í af­neit­un­ar­ham“ í óund­ir­bún­um fyr­isp­urn­ar­tíma á Al­þingi í dag. Téð af­neit­un væri gagn­vart bágri stöðu heim­il­inna vegna slæmra vaxt­ar­kjara. Beindi hún máli sínu til Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra, sem svar­aði að ekki væri raun­sönn mynd að allt væri í kalda­koli.

Katrín hafnar ávirðingum Þorgerðar um afneitun ríkisstjórnarinnar
Vaxtakjör Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ríkisstjórnina vera að „senda himinháa reikninga á heimili landsins.“ Það sé það sem „slæleg efnahagsstjórnun ríkisstjórnarinnar“ kosti. Mynd: Bára Huld Beck

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði ríkisstjórnina „virðast vera í afneitunarham“ í óundirbúnum fyrispurnartíma á Alþingi í dag. Téð afneitun væri gagnvart bágri stöðu heimilanna vegna slæmra vaxtarkjara. Beindi hún máli sínu til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem svaraði að ekki væri raunsönn mynd að allt væri í kaldakoli. 

Þorgerður gagnrýnir þau fjárlög sem leggja á fyrir þingið á morgun. Þau séu ekki eins og hennar flokkur myndi vilja hafa þau. „Við höfum ítrekað varað við þessari útgjaldagleði ríkisstjórnarinnar alveg frá árinu 2018.“

Senda himinháa reikninga á heimili landsins

Hún viðurkennir að þingmenn Viðreisnar hafi „nöldrað“ út af fjárlögunum árum saman. Það sé vegna hræðslu við afleiðingarnar fyrir íslensk heimili auk lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hún segir ríkisstjórnina vera að „senda himinháa reikninga á heimili landsins.“ Það sé kostnaðurinn við „slælega efnahagsstjórnun ríkisstjórnarinnar“. 

Þannig bendi ekkert til þess, að mati Þorgerðar, að ríkisstjórnin ætli að taka utan um bága stöðu heimilanna í landinu. Hún hafi áhyggjur af framhaldinu. „Ég er hrædd um að við séum bara rétt að sjá upphafið af þessum veruleika núna,“ segir hún.

Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi sýnt á spilin og að ekkert standi til að gera fyrir heimilin í landinu. „Meðan staðan er svona verðum við að taka tímabundið utan um þennan hóp.“

Bætur í málefnum barna og húsnæðismálum

Í svari sínu sagði Katrín Jakobsdóttir að stjórnvöld hefðu beitt sér með margvíslegum hætti til að draga úr fátækt barna. Máli sínu til stuðnings nefndi hún endurskoðun á barnabótakerfinu og frekari kerfisbreytingar. 

Stjórnvöld hafi enn fremur endurskoðað húsnæðiskerfið. Hún og aðrir telji að rót vandans liggi í framboði af húsnæði. „Nú er staðan þannig að hátt í þriðjungur þeirra íbúða sem hefur verið byggður á undanförnum árum eru byggðar fyrir tilstuðlan opinberra framlaga,“ segir Katrín.

„Ef við viljum ráðast að rót vandans þegar kemur að húsnæðiskostnaði heimilanna þá skiptir máli að framboðið standi undir eftirspurn og þar hefur ríkisvaldið verið að beita sér.“

Katrín sagði ríkið bjóða upp á fjölþættan stuðning á sviði húsnæðismála. Vaxtabætur væru ekki eina leiðin til að styðja við heimilin í landinu. „Við erum að reyna að tryggja að ríkisfjármálin styðji við peningastefnuna þannig að verðbólgan gangi niður.“

Að lokum minntist Katrín á að kaupmáttur launa hefði hækkað um 3% á árinu. „Það að draga upp þá mynd að hér sé allt í kaldakoli, þótt vissulega sé verðbólgan þrálát og vaxtastigið hátt, er ekki raunsönn mynd.“

Kaupmáttur launa og kaupmáttur ráðstöfunartekna

Þess er vert að geta að í ræðu sinni vísaði forsætisráðherra í hækkun kaupmáttar launa. Þegar Hagstofan fjallar um kaupmátt, sem mælikvarða fyrir tekjuskiptingaruppgjör hagkerfisins, vísar hún til „kaupmáttar ráðstöfunartekna“, á meðan forsætisráðherra vísar til kaupmáttar sem munarins á þróun vísitölu launa og verðbólgu.

Þegar talað er um kaupmátt launa er ekki gert ráð fyrir vaxtagjöldum. Þau hafa hækkað umtalsvert. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur þannig lækkað fjóra ársfjórðunga í röð samhliða hækkun á kaupmætti launa. Þannig greindi Hagstofan frá því í mars síðastliðnum að kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði fallið um 1,7% árið 2022 og í síðustu frétt sinni um kaupmátt launa greindi Hagstofan frá því að hann hefði fallið um 5,7% á öðrum ársfjórðungi 2023 miðað við árið áður.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu