Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Níu ára stúlka gat aðeins hvíslað eftir að hafa verið gísl Hamas

Fólk­ið sem Ham­as hand­sam­aði í Ísra­el seg­ir frá lífs­reynslu sinni. Á sama tíma segj­ast palestínsk­ir fang­ar hafa ver­ið barð­ir í haldi ísra­elska yf­ir­valda.

Níu ára stúlka gat aðeins hvíslað eftir að hafa verið gísl Hamas
Foreldrar stúlku sem var rænt Hún hafði farið í gistingu hjá vinkonu sinni þegar Hamas kom á heimilið og nam þær á brott. Írinn Thomas Hand sést hér faðma móður ungs manns sem var einnig rænt. Mynd: AFP

Stríðið á Gaza er hafið á ný eftir skammvinnt vopnahlé. Á meðan á vopnahléinu stóð skiptust Ísraelsríki og Hamas á gíslum, sem lýsa harðræði, myrkri og vannæringu.

Í árás Hamas á Ísrael þann 7. október síðastliðinn, sem var upphafið að nýjasta stríðinu í langri átakasögu Ísraels og Palestínu, voru teknir 240 gíslar. Nú þegar 105 af þessum gíslum hefur verið sleppt af Hamas, og 240 palestínskum föngum sleppt úr ísraelskum fangelsum ríkir aftur óvissa um framhaldið, hvort og hvenær fleiri gíslum verði sleppt.

Flúði skothríð í Gaza-borg á Disney-náttfötum

Laus úr haldiÍrsk-ísraelska stúlkan Emily Hand hvíslar eftir að hafa verið þögul í haldi Hamas í fimmtíu daga, sem hún taldi vera heilt ár.

Emily Hand, 9 ára gömul írsk-ísraelsk stúlka, gisti heima hjá vinkonu sinni þegar þeim tveimur, ásamt móður vinkonunnar, var rænt. Henni var sleppt úr haldi 25. nóvember á öðrum degi vopnahlésins. Faðir hennar, Thomas Hand, sagði tárvotur frá upplifun hennar í viðtali við CNN. Emily, ásamt vinkonu hennar, Hilu, og móður Hilu, Raayu, var haldið vikum saman ofanjarðar í Gaza-borg og þær reglulega fluttar hús úr húsi, á flótta undan sprengjuregni og götubardögum sem stigmögnuðust þegar leið á stríðsátökin. Emily var vannærð, föl og illa á sig komin andlega þegar henni var sleppt og er enn þögul og í áfalli, að sögn föður hennar. Fyrst um sinn gat hún aðeins talað með svo lágu hvísli að hann þurfti að leggja eyra sitt alveg við munn hennar til að hann heyrði í henni og hvíslar enn svo lágt að illa heyrist í henni. Emily á að hafa lært eitt orð í arabísku á meðan að gíslingu hennar stóð, orð sem þýðir „hafðu hljóð“. Þegar pabbi hennar spurði hana hversu lengi hún hefði verið í haldi fékk hann átakanlegt svar. Hún hélt að liðið væri heilt ár.

Á þeim fimmtíu dögum sem liðu þurfti Emily að hlaupa undan kúlnahríð í gegnum umsetna Gaza-borg á Disney-náttfötum. Hún léttist um þrjú kíló. „Ég geri hvað sem þarf til að fá Emily aftur eins og hún var. Hún er ekki lengur með mjúkar kinnar en hún er aftur farin að brosa og nú er hún örugg,“ sagði pabbi hennar í fyrsta viðtalinu eftir að hann endurheimti hana.

Barinn af fólki í Gaza

Tólf ára gömlum dreng, Eitan Yahalomi, var sleppt úr haldi mánudaginn 27. nóvember. Að sögn ættingja hans var Eitan barinn af óbreyttum borgurum á Gaza þegar að hann var færður þangað af Hamas. Þau segja liðsmenn Hamas hafa neytt hann til að horfa á hryllileg myndbönd af morðum sem Hamas framdi 7. október. Börnum hafi iðulega verið hótað með vopnum ef þau grétu og einnig hafi Hamas-liðar sagt mörgum þeirra að fjölskyldur þeirra hefðu verið myrtar og heimilum þeirra tortímt og þannig reynt að skelfa þau til hlýðni.

„Mig langaði til að trúa því að það yrði farið vel með Eitan. Greinilega ekki. Þetta fólk er skrímsli,“ sagði móðursystir hans í viðtali við franska fjölmiðla. Pabbi hans er enn í haldi.

Svaf á plaststólum

Meðlimum Munder fjölskyldunnar, Ruti, 78 ára, dóttir hennar Keren, 54 ára og dóttursonur Ohad, 9 ára, var sleppt úr haldi 24. nóvember. Sonur Ruti, Roee, var myrtur á degi árásar Hamas og eiginmaður hennar, Abraham, sem einnig er 78 ára, er enn haldið í gíslingu. Ruti segir frá harkalegri meðferð, henni hafi verið haldið í súrefnislitlu herbergi og gert að sofa á plaststólum í þá tæpa tvo mánuði sem henni var haldið í gíslingu. 

Gíslarnir fengu nóg að borða fyrst um sinn segir frændi Ruti, þó að matarvistir hafi farið þverrandi þegar á leið. Fangaverðir úr röðum Hamas hafi þó snætt sama mat í sama magni með gíslunum, að hans sögn.

„Sumt er hægt að segja að hafi verið sanngjarnt,“ sagði frændi hennar á blaðamannafundi í London. „Þau borðuðu með gíslatökumönnunum, sem bjuggu til mat og allir borðuðu sama matinn. Þeir reyndu að gefa þeim eins mikinn mat og mögulegt var, en það varð sífellt erfiðara að útvega hann eftir því sem vikurnar liðu og hveiti varð torfundnara. Þeir létu þau fá spilastokk til að eyða tímanum, þannig að það var einhver manngæska þarna.“

Aðrir gíslar bera merki um harkalega meðferð. Eldra fólk er vannært og með greinilega áverka eftir að hafa verið dregið milli staða í handjárnum. Þá voru mörg þeirra geymd neðanjarðar í djúpum göngum Hamas undir Gaza svæðinu meirihluta tímans í haldi og þurftu að mestu að dúsa þar í niðamyrkri vikum saman. Einnig voru margir gíslanna lúsugir eftir vist sína í göngunum.

Fangelsuð Palestínukona frelsuðManal Dudeen faðmar börnin sín eftir að hafa verið sleppt úr ísraelsku fangelsi í vikunni.

Palestínskir fangar beittir ofbeldi

Ísrael bauð fram frelsun palestínskra fanga gegn því að gíslum yrði sleppt. Úr hópi 300 þeirra sem Ísrael bauð upp á að yrðu valin fengu 240 frelsun. Þau bera mörg hver ísraelskum yfirvöldum slæma söguna. Mikill fjöldi þeirra eru börn og hátt í 80% þessara 300 voru ekki fundin sek um neina glæpi. Fangar í ísraelskum fangelsum bera einnig vitni um harðræði úr fangavist sinni og segjast hafa verið barðir hrottalega með kylfum og hundum sigað á þá daginn eftir árásina 7. október í hefndaraðgerðum Ísraelshers. Þá hafa samtök aðgerðarsinna vakið athygli á því að fangelsisyfirvöld Ísraela neituðu föngum um læknisaðstoð í viku hið minnsta eftir árás Hamas, jafnvel þeim föngum sem urðu fyrir miklum barsmíðum.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hanna Þorgrímsdóttir skrifaði
    Henni var allavega skilað og á lífi... þó hún hafi hvíslað, hljómar ekki vel veit, en í ljósi þess sem við höfum verið vitni af síðustu 2 mánuði er þetta bara jólin.......
    -1
  • GR
    Guðrún Rósa skrifaði
    hafa palentínsku gíslarnir engin nöfn og hvað léttust þeir um mörg kg eða skiptir það engu máli “þetta eru bara arabar ”?og hvað segja ættingjar þeirra?
    -1
  • VM
    Viðar Magnússon skrifaði
    Af hverju talar Heimildin um gísla annarsvegar en fanga hinnvegar þegar vitað er að margir Palestínu menn er haldið í Ísraelskum fangelsum án dóms eru þetta þá ekki gíslar
    0
  • Rakel McMahon skrifaði
    Mér finnst með ólíkindum að Heimildin birti svona hræðileg skrif! Jón Ferdinand ætti að reyna að málefnalegri, þessi skrif eru vandræðaleg fyrir höfundinn og Heimildina sem birtir þetta. Að nefna alla Ísraelska gísla á nafn en Palestínskir gíslar eru nafnlausir. Skipta þeir ekki máli? Eða er búið að drepa svo mörg að það tæki of langan tíma að nefna þau öll á nafn?? Í stóra samhenginu er Ísrael enn að MYRÐA, AFLIMA og SVELTA palestíns börn og fjölskyldur þeirra á GAZA - en höfundi finnst þess verðugara að tala írsk/ísraelsku stúlkuna, að hún sé ekki lengur með mjúkar kinnar, hún hafi misst 3 kg þegar henni var haldið í gíslingu og klæðs DISNEY náttfötum...
    2
  • Ingólfur Gíslason skrifaði
    Það sést á dálksentímetrunum og hver fá að eiga nöfn og sögu hvar samúðin liggur.
    Mætti líka bæta við að Ísraelsher hefur gripið fleiri gísla heldur en þeir hafa látið lausa í þessum gíslaskiptum?
    5
  • Axel Axelsson skrifaði
    og 8 ára palestínu drengurinn getur ekkert gert eftir að IDF skaut hann til bana úti á götu . . .
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Klöppuðu og klöppuðu á meðan hryllingurinn hélt áfram
ErlentÁrásir á Gaza

Klöpp­uðu og klöpp­uðu á með­an hryll­ing­ur­inn hélt áfram

Í sömu viku og Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, upp­skar ít­rek­að há­vært lófa­klapp í banda­ríska þing­inu féllu 129 í val­inn í palestínsku borg­inni Kh­an Yun­is vegna árása Ísar­els­hers. 150.000 manns þurftu að leggja á flótta af svæð­inu á sama tíma. Heild­artala lát­inna er nú kom­in yf­ir 39.000, sam­kvæmt palestínsk­um yf­ir­völd­um.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
4
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Með minnisblað í vinnslu um mögulega kólnun Íslands
9
ViðtalLoftslagsvá

Með minn­is­blað í vinnslu um mögu­lega kóln­un Ís­lands

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra lofts­lags­mála, tel­ur nýja að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um miklu betri grunn fyr­ir ákvarð­ana­töku en áð­ur hafi kom­ið fram. Hann tel­ur raun­hæft að Ís­land standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um sam­drátt fram til árs­ins 2030, en horf­ir til þess að svo­kall­að­ur ETS-sveigj­an­leiki verði áfram nýtt­ur í því skyni að draga úr kröf­um um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár