Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Níu ára stúlka gat aðeins hvíslað eftir að hafa verið gísl Hamas

Fólk­ið sem Ham­as hand­sam­aði í Ísra­el seg­ir frá lífs­reynslu sinni. Á sama tíma segj­ast palestínsk­ir fang­ar hafa ver­ið barð­ir í haldi ísra­elska yf­ir­valda.

Níu ára stúlka gat aðeins hvíslað eftir að hafa verið gísl Hamas
Foreldrar stúlku sem var rænt Hún hafði farið í gistingu hjá vinkonu sinni þegar Hamas kom á heimilið og nam þær á brott. Írinn Thomas Hand sést hér faðma móður ungs manns sem var einnig rænt. Mynd: AFP

Stríðið á Gaza er hafið á ný eftir skammvinnt vopnahlé. Á meðan á vopnahléinu stóð skiptust Ísraelsríki og Hamas á gíslum, sem lýsa harðræði, myrkri og vannæringu.

Í árás Hamas á Ísrael þann 7. október síðastliðinn, sem var upphafið að nýjasta stríðinu í langri átakasögu Ísraels og Palestínu, voru teknir 240 gíslar. Nú þegar 105 af þessum gíslum hefur verið sleppt af Hamas, og 240 palestínskum föngum sleppt úr ísraelskum fangelsum ríkir aftur óvissa um framhaldið, hvort og hvenær fleiri gíslum verði sleppt.

Flúði skothríð í Gaza-borg á Disney-náttfötum

Laus úr haldiÍrsk-ísraelska stúlkan Emily Hand hvíslar eftir að hafa verið þögul í haldi Hamas í fimmtíu daga, sem hún taldi vera heilt ár.

Emily Hand, 9 ára gömul írsk-ísraelsk stúlka, gisti heima hjá vinkonu sinni þegar þeim tveimur, ásamt móður vinkonunnar, var rænt. Henni var sleppt úr haldi 25. nóvember á öðrum degi vopnahlésins. Faðir hennar, Thomas Hand, sagði tárvotur frá upplifun hennar í viðtali við CNN. Emily, ásamt vinkonu hennar, Hilu, og móður Hilu, Raayu, var haldið vikum saman ofanjarðar í Gaza-borg og þær reglulega fluttar hús úr húsi, á flótta undan sprengjuregni og götubardögum sem stigmögnuðust þegar leið á stríðsátökin. Emily var vannærð, föl og illa á sig komin andlega þegar henni var sleppt og er enn þögul og í áfalli, að sögn föður hennar. Fyrst um sinn gat hún aðeins talað með svo lágu hvísli að hann þurfti að leggja eyra sitt alveg við munn hennar til að hann heyrði í henni og hvíslar enn svo lágt að illa heyrist í henni. Emily á að hafa lært eitt orð í arabísku á meðan að gíslingu hennar stóð, orð sem þýðir „hafðu hljóð“. Þegar pabbi hennar spurði hana hversu lengi hún hefði verið í haldi fékk hann átakanlegt svar. Hún hélt að liðið væri heilt ár.

Á þeim fimmtíu dögum sem liðu þurfti Emily að hlaupa undan kúlnahríð í gegnum umsetna Gaza-borg á Disney-náttfötum. Hún léttist um þrjú kíló. „Ég geri hvað sem þarf til að fá Emily aftur eins og hún var. Hún er ekki lengur með mjúkar kinnar en hún er aftur farin að brosa og nú er hún örugg,“ sagði pabbi hennar í fyrsta viðtalinu eftir að hann endurheimti hana.

Barinn af fólki í Gaza

Tólf ára gömlum dreng, Eitan Yahalomi, var sleppt úr haldi mánudaginn 27. nóvember. Að sögn ættingja hans var Eitan barinn af óbreyttum borgurum á Gaza þegar að hann var færður þangað af Hamas. Þau segja liðsmenn Hamas hafa neytt hann til að horfa á hryllileg myndbönd af morðum sem Hamas framdi 7. október. Börnum hafi iðulega verið hótað með vopnum ef þau grétu og einnig hafi Hamas-liðar sagt mörgum þeirra að fjölskyldur þeirra hefðu verið myrtar og heimilum þeirra tortímt og þannig reynt að skelfa þau til hlýðni.

„Mig langaði til að trúa því að það yrði farið vel með Eitan. Greinilega ekki. Þetta fólk er skrímsli,“ sagði móðursystir hans í viðtali við franska fjölmiðla. Pabbi hans er enn í haldi.

Svaf á plaststólum

Meðlimum Munder fjölskyldunnar, Ruti, 78 ára, dóttir hennar Keren, 54 ára og dóttursonur Ohad, 9 ára, var sleppt úr haldi 24. nóvember. Sonur Ruti, Roee, var myrtur á degi árásar Hamas og eiginmaður hennar, Abraham, sem einnig er 78 ára, er enn haldið í gíslingu. Ruti segir frá harkalegri meðferð, henni hafi verið haldið í súrefnislitlu herbergi og gert að sofa á plaststólum í þá tæpa tvo mánuði sem henni var haldið í gíslingu. 

Gíslarnir fengu nóg að borða fyrst um sinn segir frændi Ruti, þó að matarvistir hafi farið þverrandi þegar á leið. Fangaverðir úr röðum Hamas hafi þó snætt sama mat í sama magni með gíslunum, að hans sögn.

„Sumt er hægt að segja að hafi verið sanngjarnt,“ sagði frændi hennar á blaðamannafundi í London. „Þau borðuðu með gíslatökumönnunum, sem bjuggu til mat og allir borðuðu sama matinn. Þeir reyndu að gefa þeim eins mikinn mat og mögulegt var, en það varð sífellt erfiðara að útvega hann eftir því sem vikurnar liðu og hveiti varð torfundnara. Þeir létu þau fá spilastokk til að eyða tímanum, þannig að það var einhver manngæska þarna.“

Aðrir gíslar bera merki um harkalega meðferð. Eldra fólk er vannært og með greinilega áverka eftir að hafa verið dregið milli staða í handjárnum. Þá voru mörg þeirra geymd neðanjarðar í djúpum göngum Hamas undir Gaza svæðinu meirihluta tímans í haldi og þurftu að mestu að dúsa þar í niðamyrkri vikum saman. Einnig voru margir gíslanna lúsugir eftir vist sína í göngunum.

Fangelsuð Palestínukona frelsuðManal Dudeen faðmar börnin sín eftir að hafa verið sleppt úr ísraelsku fangelsi í vikunni.

Palestínskir fangar beittir ofbeldi

Ísrael bauð fram frelsun palestínskra fanga gegn því að gíslum yrði sleppt. Úr hópi 300 þeirra sem Ísrael bauð upp á að yrðu valin fengu 240 frelsun. Þau bera mörg hver ísraelskum yfirvöldum slæma söguna. Mikill fjöldi þeirra eru börn og hátt í 80% þessara 300 voru ekki fundin sek um neina glæpi. Fangar í ísraelskum fangelsum bera einnig vitni um harðræði úr fangavist sinni og segjast hafa verið barðir hrottalega með kylfum og hundum sigað á þá daginn eftir árásina 7. október í hefndaraðgerðum Ísraelshers. Þá hafa samtök aðgerðarsinna vakið athygli á því að fangelsisyfirvöld Ísraela neituðu föngum um læknisaðstoð í viku hið minnsta eftir árás Hamas, jafnvel þeim föngum sem urðu fyrir miklum barsmíðum.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Hanna Þorgrímsdóttir skrifaði
  Henni var allavega skilað og á lífi... þó hún hafi hvíslað, hljómar ekki vel veit, en í ljósi þess sem við höfum verið vitni af síðustu 2 mánuði er þetta bara jólin.......
  -1
 • GR
  Guðrún Rósa skrifaði
  hafa palentínsku gíslarnir engin nöfn og hvað léttust þeir um mörg kg eða skiptir það engu máli “þetta eru bara arabar ”?og hvað segja ættingjar þeirra?
  -1
 • VM
  Viðar Magnússon skrifaði
  Af hverju talar Heimildin um gísla annarsvegar en fanga hinnvegar þegar vitað er að margir Palestínu menn er haldið í Ísraelskum fangelsum án dóms eru þetta þá ekki gíslar
  0
 • Rakel McMahon skrifaði
  Mér finnst með ólíkindum að Heimildin birti svona hræðileg skrif! Jón Ferdinand ætti að reyna að málefnalegri, þessi skrif eru vandræðaleg fyrir höfundinn og Heimildina sem birtir þetta. Að nefna alla Ísraelska gísla á nafn en Palestínskir gíslar eru nafnlausir. Skipta þeir ekki máli? Eða er búið að drepa svo mörg að það tæki of langan tíma að nefna þau öll á nafn?? Í stóra samhenginu er Ísrael enn að MYRÐA, AFLIMA og SVELTA palestíns börn og fjölskyldur þeirra á GAZA - en höfundi finnst þess verðugara að tala írsk/ísraelsku stúlkuna, að hún sé ekki lengur með mjúkar kinnar, hún hafi misst 3 kg þegar henni var haldið í gíslingu og klæðs DISNEY náttfötum...
  2
 • Ingólfur Gíslason skrifaði
  Það sést á dálksentímetrunum og hver fá að eiga nöfn og sögu hvar samúðin liggur.
  Mætti líka bæta við að Ísraelsher hefur gripið fleiri gísla heldur en þeir hafa látið lausa í þessum gíslaskiptum?
  5
 • Axel Axelsson skrifaði
  og 8 ára palestínu drengurinn getur ekkert gert eftir að IDF skaut hann til bana úti á götu . . .
  8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Netanayhu boðar „allsherjarárás“ og fyrirskipar „rýmingu Rafah“
ErlentÁrásir á Gaza

Net­anayhu boð­ar „alls­herj­ar­árás“ og fyr­ir­skip­ar „rým­ingu Rafah“

Benjam­in Net­anya­hu, fyr­ir­skip­aði rétt í þessu rým­ingu Rafah, þar sem alls­herj­ar­árás Ísra­els­hers sé yf­ir­vof­andi. 1,5 millj­ón manns sem leit­að hafa sér skjóls á Rafah geta hins veg­ar ekk­ert flú­ið, Ísra­els­her um­kring­ir borg­ina í norðri og landa­mær­in við Egypta­land til suð­urs eru lok­uð. Lækn­ir seg­ir stríð­an straum af saur fylla göt­urn­ar og að mann­fall geti tvö­fald­ast eða þre­fald­ast beiti Ísra­el­ar sömu vopn­um á Rafah og þeir gera ann­ars stað­ar á Gaza.
Katrín segir allar líkur til þess að framlagið til UNRWA skili sér
FréttirÁrásir á Gaza

Katrín seg­ir all­ar lík­ur til þess að fram­lag­ið til UN­RWA skili sér

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tel­ur að fram­lag­ið til Palestínuflótta­manna­að­stoð­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna muni skila sér. Ís­land þurfi að leggja sitt af mörk­um til að sinna skyld­um sín­um gagn­vart mann­úð­ar­krís­unni á Gasa. Ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur til­kynnt við­bótar­fjárlög til Rauða kross­ins vegna ástands­ins fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5 milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár