Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.

Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
Eldsvoði Mikill eldur kom upp íbúð í Stangarhlíð 3 í síðustu viku. Sex einstaklingar voru í húsinu og einn karlmaður lést af völdum eldsvoðans. Mynd: Skjáskot/Ruv

Talsmaður eiganda húsnæðisins í Stangarhyl 3, þar sem karlmaður lést í bruna í síðustu viku, segir að maðurinn sem lést hafi hlaupið aftur inn í eldsvoðann í leit að vini sínum með þeim afleiðingum að hann lést. Maðurinn hafi hlaupið inn vegna þess að hann hafi ekki séð vin sín komast út úr húsinu, sem hann þó gerði. 

Eigandi húsnæðisins er fjárfestingarfyrirtækið Alva Capital. Heimildin setti sig í samband við Alva Capital og spurði forsvarsmenn fyrirtækisins nánar út eldsvoðann, íbúana og hvort að eldvörnum hafi verið nægilega vel sinnt.

„Þetta er gríðarlegur harmleikur og áfall fyrir okkur öll. Við þekktum þennan mann vel persónulega sem vinnufélaga“
Örvar Rafnsson
talsmaður Alva Capital

Í svörum Örvars Rafnssonar, talsmanns Alva Capital, við fyrirspurn Heimildarinnar segir að fyrirtækið hafi keypt eignina Stangarhyl 3 og 3A um mitt ár 2022. Húsið hafi verið innréttað sem 12 stúdíó íbúðir, 25 herbergi með sameiginlegu eldhúsi ásamt einni stærri 135 fermetra fimm herbergja íbúð. Stærri íbúðin hafi verið sú sem brann. 

„Þetta er gríðarlegur harmleikur og áfall fyrir okkur öll. Við þekktum þennan mann vel persónulega sem vinnufélaga,“ segir í svarinu.

Þá segir Örvar að fyrirtækið hafi sinnt eldvörnum, úttekt hafi verið gerð af slökkviliðinu skömmu eftir að fyrirtækið tók við húsnæðinu. Athugasemdir sem þar komu fram hafi verið teknar fyrir og þær lagaðar. Sömuleiðis hafi brunaviðvörunarkerfi húsnæðisins síðast verið tekin út af Öryggismiðstöðinni 25. október og að þeirra sögn hafi kerfið virkað vel.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár