Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forstjórarnir svara ekki hvort einhver sæti ábyrgð á lúsafaraldri Arctic Fish

Iv­an Vind­heim, sem er for­stjóri meiri­hluta­eig­anda Arctic Fish, seg­ir að ís­lenska stjórn­völd og Arctic Fish hafi sof­ið á verð­in­um varð­andi laxal­ús­ina á Ís­landi. Sam­kvæmt nýj­ustu töl­um voru aff­föll í sjókvía­eldi á Ís­landi 1278 þús­und fisk­ar í októ­ber, að mestu vegna laxal­ús­ar. Hvorki Vind­heim né for­stjóri Arctic Fish vilja svara hvort ein­hver sæti ábyrgð á lúsafar­aldri fyr­ir­tæk­is­ins.

Forstjórarnir svara ekki hvort einhver sæti ábyrgð á lúsafaraldri Arctic Fish
Talsverð umræða í Noregi Talsverð umræða hefur verið í Noregi um laxalúsina sem kom upp hjá Arctic Fish og Arnarlaxi í Tálknafirði nú í haust. Myndin sýnir lúsétna laxa hjá Arctic Fish í Tálknafirði. Mynd: Veiga Grétarsdóttir

Ivan Vindheim, forstjóri norska laxeldisfyrirtækisins Mowi sem á meirihluta í Arctic Fish á Ísafirði, hefur ekki viljað svara því hvort laxalúsafaraldurinn sem kom upp hjá fyrirtækinu í Tálknafirði nú í haust hafi haft einhverjar afleiðingar fyrir einhvern eða einhverja af starfsmönnum Arctic Fish. Þetta segir Ivan Vindheim í viðtali við norska blaðið Dagens Næringsliv. „Ég vil ekki ræða slíka hluti við fjölmiðla. Allt sem lítur að einstaka starfsmönnum lítur ströngum trúnaði.

„Lús hefur ekki verið vandamál á Íslandi í gegnum og ég held að bæði Arctic Fish og íslenskar stofnanir hafi sofið svolítið á verðinum.“
Ivan Vindheim,
forstjóri Mowi

Talsverður fréttaflutningur var um lúsasfaraldurinn í norskum fjölmiðlum eftir að Heimildin greindi frá honum í byrjun nóvember og birti myndir Veigu Grétarsdóttur af sárugum, deyjandi og dauðum eldislöxum í sjókví Arctic Fish í Tálknafirði í  nóvember. Sagt var frá því að meira en milljón eldislaxar hefðu orðið lúsinni að bráð. Ástæðan er sú að umfangs lúsarinnar var svo mikið að það var talið vera án hliðstæðu.  Sá fjölmiðill sem fjallaði einna mest um málið í Noregi var Dagens Næringsliv

Forstjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten, segir í svari sínu við spurningum Heimildarinnar um þessi ummæli Ivan Vindheims og hvort einhver hafi sætt ábyrgð á lúsafaraldrinum að hann geti ekki tjáð sig um þetta. „Ég er ekki með nein komment um þetta,“ segir hann í svari í sms-skilaboðum. 

Afföll í október 1278 þúsund eldislaxar

Samkvæmt Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun voru affföll í sjókvíaeldi á Íslandi rúmlega 1278 þúsund eldislaxar í október.

Bara í Patreksfirði, sem einnig telur Tálknafjörð, voru afföllin í október 1027 þúsund fiskar. Þetta er vegna laxalúsarinnar.  Eins og Heimildin greindi frá þá voru tæplega 100 lýs á hverjum fiski hjá Arctic Fish í Tálknafirði byrjun október. 

Til samburðar við þessar tölur þá ganga um 83 þúsund villtir laxar upp í íslenskar ár á hverju ári. Bara afföllin í október eru því ríflega fimmtán sinnum hærri en allur sá fjöldi villtra laxa sem gengur upp í íslenskar ár á hverju sumri. 

Segir Arctic Fish og yfirvöld á Íslandi hafa sofið á verðinumIvan Vindheim segir að Arctic Fish á Ísafirði og yfirvöld á Íslandi hafi sofið á verðinum varðandi laxalúsina á Vestfjörðum.

Arctic Fish ekki komið nægilega langt

Í viðtali segir Ivan Vindheim að Arctic Fish sé einfaldlega ekki komið nægilega langt í sínum rekstri til að uppfylla kröfur Mowi, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi. Mowi hefur átt meirihlutann, 51 prósent í Arctic Fish, síðan í janúar. „Við getum bara sagt það hreint út að þetta fyrirtæki er ekki enn búið að ná þeim standördum sem við hjá Mowi setjum. Slíkir atburðir eiga ekki að eiga sér stað. Það koma upp vandamál í tengslum við lús í öllum löndum þar sem við eigum og rekum sjókvíar og við höfum tekist á við þetta með góðum hætti á öllum öðrum stöðum. Þetta ætlum við líka að gera á Íslandi til að þetta gerist ekki aftur. Það er engin ástæða fyrir því að þetta þurfi að vera svona á Íslandi.

Vindheim sagði að laxalús hefði ekki verið vandamál á Íslandi hingað til. „Lús hefur ekki verið vandamál á Íslandi í gegnum og ég held að bæði Arctic Fish og íslenskar stofnanir hafi sofið svolítið á verðinum. Við verðum reiðubúnir næst.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár