Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Vinnubrögð fyrir neðan allar hellur“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir að Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra sé á „eig­in veg­ferð“ með frum­varp um breyt­ing­ar á fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerf­inu. Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust um frum­varp­ið í fyrsta þætt­in­um af Pressu á Heim­ild­inni.

„Vinnubrögð fyrir neðan allar hellur“
Pressa Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um sjávarútvegsmál í fyrsta þætti Pressu. Mynd: Golli

„Það er sjálfsagt og eðlilegt að við reynum að stíga skref breytinga og reynum að ná víðtækari sátt um útfærslu kerfisins,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðislokksins. Þetta segir hann um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í fyrsta þætti Pressu á Heimildinni.

Hann segir Svandísi fara sína eigin vegferð með frumvarpið þar sem það var lagt fram án alls samráðs milli stjórnarflokkana. Hann telur það áhyggjuefni að öll sjávarútvegsfyrirtækin geti verið sammála um að frumvarpið sé áhyggjuefni.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók einnig þátt í umræðunum og sagði hann sláandi að heyra Svandísi lýsa óvissu um hvort ríkisstjórnin myndi styðja frumvarpið. „Mér finnst þetta afhjúpa erindisleysi þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Jóhann Páll. 

Jóhann Páll telur mikilvægast fyrir ríkisstjórnina að hámarka verðmætasköpun og auka framleiðni í sjávarútvegi. Hann vill einnig að því verði „tekið alvarlega að samkvæmt lögum eru nytjastofnar á Íslandsmiðum í eign þjóðarinnar.“ Því þyki honum eðlilegt að þjóðin fái aukna hlutdeild í þeirri auðlindarentu sem verður til í sjávarútvegi.

„Til hvers er eiginlega þessi ríkisstjórn?” 

Jóni þykja „vinnubrögð fyrir neðan allar hellur“, en þó séu atriði í frumvarpinu sem hann geti sætt sig við. Hann nefnir sem dæmi mikilvægi þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti verið samkeppnishæf á erlendum markaði. 

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að horft sé til Íslands sem fyrirmyndar að fiskveiðikerfum og því sé mikilvægt að ná sátt við sjávarútvegsfyrirtækin, en að sú vegferð geti verið erfið því hagsmunir séu mismiklir.

„Til hvers er eiginlega þessi ríkisstjórn?“ spurði Jóhann Páll og ásakaði ríkisstjórnina um að ná ekki saman „um eitt né neitt“. Hann telur málin í sjávarútveginum vera stöðnuð, í orkuöflun og nefnir að Jón hafi sjálfur talað um „stjórnleysi í útlendingamálum“. 

Hér má horfa á fyrsta þátt Pressu í heild sinni:

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu