Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Vinnubrögð fyrir neðan allar hellur“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir að Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra sé á „eig­in veg­ferð“ með frum­varp um breyt­ing­ar á fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerf­inu. Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust um frum­varp­ið í fyrsta þætt­in­um af Pressu á Heim­ild­inni.

„Vinnubrögð fyrir neðan allar hellur“
Pressa Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um sjávarútvegsmál í fyrsta þætti Pressu. Mynd: Golli

„Það er sjálfsagt og eðlilegt að við reynum að stíga skref breytinga og reynum að ná víðtækari sátt um útfærslu kerfisins,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðislokksins. Þetta segir hann um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í fyrsta þætti Pressu á Heimildinni.

Hann segir Svandísi fara sína eigin vegferð með frumvarpið þar sem það var lagt fram án alls samráðs milli stjórnarflokkana. Hann telur það áhyggjuefni að öll sjávarútvegsfyrirtækin geti verið sammála um að frumvarpið sé áhyggjuefni.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók einnig þátt í umræðunum og sagði hann sláandi að heyra Svandísi lýsa óvissu um hvort ríkisstjórnin myndi styðja frumvarpið. „Mér finnst þetta afhjúpa erindisleysi þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Jóhann Páll. 

Jóhann Páll telur mikilvægast fyrir ríkisstjórnina að hámarka verðmætasköpun og auka framleiðni í sjávarútvegi. Hann vill einnig að því verði „tekið alvarlega að samkvæmt lögum eru nytjastofnar á Íslandsmiðum í eign þjóðarinnar.“ Því þyki honum eðlilegt að þjóðin fái aukna hlutdeild í þeirri auðlindarentu sem verður til í sjávarútvegi.

„Til hvers er eiginlega þessi ríkisstjórn?” 

Jóni þykja „vinnubrögð fyrir neðan allar hellur“, en þó séu atriði í frumvarpinu sem hann geti sætt sig við. Hann nefnir sem dæmi mikilvægi þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti verið samkeppnishæf á erlendum markaði. 

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að horft sé til Íslands sem fyrirmyndar að fiskveiðikerfum og því sé mikilvægt að ná sátt við sjávarútvegsfyrirtækin, en að sú vegferð geti verið erfið því hagsmunir séu mismiklir.

„Til hvers er eiginlega þessi ríkisstjórn?“ spurði Jóhann Páll og ásakaði ríkisstjórnina um að ná ekki saman „um eitt né neitt“. Hann telur málin í sjávarútveginum vera stöðnuð, í orkuöflun og nefnir að Jón hafi sjálfur talað um „stjórnleysi í útlendingamálum“. 

Hér má horfa á fyrsta þátt Pressu í heild sinni:

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár