Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Vinnubrögð fyrir neðan allar hellur“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir að Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra sé á „eig­in veg­ferð“ með frum­varp um breyt­ing­ar á fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerf­inu. Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust um frum­varp­ið í fyrsta þætt­in­um af Pressu á Heim­ild­inni.

„Vinnubrögð fyrir neðan allar hellur“
Pressa Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um sjávarútvegsmál í fyrsta þætti Pressu. Mynd: Golli

„Það er sjálfsagt og eðlilegt að við reynum að stíga skref breytinga og reynum að ná víðtækari sátt um útfærslu kerfisins,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðislokksins. Þetta segir hann um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í fyrsta þætti Pressu á Heimildinni.

Hann segir Svandísi fara sína eigin vegferð með frumvarpið þar sem það var lagt fram án alls samráðs milli stjórnarflokkana. Hann telur það áhyggjuefni að öll sjávarútvegsfyrirtækin geti verið sammála um að frumvarpið sé áhyggjuefni.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók einnig þátt í umræðunum og sagði hann sláandi að heyra Svandísi lýsa óvissu um hvort ríkisstjórnin myndi styðja frumvarpið. „Mér finnst þetta afhjúpa erindisleysi þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Jóhann Páll. 

Jóhann Páll telur mikilvægast fyrir ríkisstjórnina að hámarka verðmætasköpun og auka framleiðni í sjávarútvegi. Hann vill einnig að því verði „tekið alvarlega að samkvæmt lögum eru nytjastofnar á Íslandsmiðum í eign þjóðarinnar.“ Því þyki honum eðlilegt að þjóðin fái aukna hlutdeild í þeirri auðlindarentu sem verður til í sjávarútvegi.

„Til hvers er eiginlega þessi ríkisstjórn?” 

Jóni þykja „vinnubrögð fyrir neðan allar hellur“, en þó séu atriði í frumvarpinu sem hann geti sætt sig við. Hann nefnir sem dæmi mikilvægi þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti verið samkeppnishæf á erlendum markaði. 

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að horft sé til Íslands sem fyrirmyndar að fiskveiðikerfum og því sé mikilvægt að ná sátt við sjávarútvegsfyrirtækin, en að sú vegferð geti verið erfið því hagsmunir séu mismiklir.

„Til hvers er eiginlega þessi ríkisstjórn?“ spurði Jóhann Páll og ásakaði ríkisstjórnina um að ná ekki saman „um eitt né neitt“. Hann telur málin í sjávarútveginum vera stöðnuð, í orkuöflun og nefnir að Jón hafi sjálfur talað um „stjórnleysi í útlendingamálum“. 

Hér má horfa á fyrsta þátt Pressu í heild sinni:

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu