Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Færð með valdi frá Hólmsheiði: „Edda Björk var snúin niður“

Lög­reglu­menn mættu í klefa Eddu Bjark­ar Arn­ar­dótt­ur og færðu hana það­an með valdi fyr­ir skemmstu, að sögn lög­manns Eddu. Út­lit er fyr­ir að flytja eigi hana til Nor­egs.

Færð með valdi frá Hólmsheiði: „Edda Björk var snúin niður“
Flugvél Edda Björk Árnadóttir og börn hennar. Nú er útlit fyrir að Edda verði flutt úr landi í lögreglufylgd.

„Edda Björk var snúin niður á Hólmsheiði,“ segir Elísabet Sæmundsdóttir, vinkona Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var skömmu eftir hádegi flutt með valdi úr klefa sínum í fangelsinu á Hólmsheiði. 

Útlit er fyrir að flytja eigi hana til Noregs síðdegis vegna forræðisdeilu sem hún á í við barnsföður sinn sem er búsettur þar í landi. 

„Mér finnst þetta dapurlegt,“ segir lögmaður Eddu, Jóhannes Karl Sveinsson. 

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar komu lögreglumennirnir fyrirvaralaust í fangelsið í kringum hádegi og var fangavörðum bannað að láta verjendur eða aðra vita. Samfangar Eddu komust í síma og létu vita af aðförunum. Þá er einnig útlit fyrir að lyf Eddu og sjúkraskýrsla hafi ekki verið tekin með. 

Elísabet segir ástandið súrrealískt. 

„Maður bara treysti því að íslenskt dómskerfi myndi ekki fara svona með íslenskan ríkisborgara. Maður er bara orðlaus,“ segir Elísabet. „Hún Edda er einstök og við vitum að hún stendur þetta af sér. Hún er með gott bakland og allt það en þetta er með ólíkindum - að þetta skuli látið viðgangast.

Landsréttur hefur ekki úrskurðað um gæsluvarðhaldið

Edda var fyrst flutt í gæsluvarðhald síðastliðinn þriðjudag vegna komandi réttarhalda í Noregi. Dagsetningin á þeim réttarhöldum hefur ekki verið opinberuð. 

„Tilgangur gæsluvarðhaldsins er að hún sé til taks þegar norsk yfirvöld koma og vilja fá hana afhenta,“ segir Jóhannes. „Hún mótmælti því að hún yrði sett í gæsluvarðhald og sagði að það væri allt of þungbært úrræði, sérstaklega í ljósi þess að það er ekki búið að ákveða dagsetningu þessara réttarhalda sem á að tryggja viðveru hennar við úti í Noregi.“

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kærður til Landsréttar síðastliðið þriðjudagskvöld en hann hefur ekki enn úrskurðað í málinu. 

„Hvaða viðbjóður er hér í gangi?“ 

Í nótt ætlaði lögreglan að færa Eddu úr landi en um 40 manns hópuðust fyrir utan fangelsið á Hólmsheiði og mótmæltu aðgerðinni. 

Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu, heimsótti Eddu í fangelsið í morgun. Í færslu á Facebook segir Ragnheiður að fulltrúar ríkislögreglustjóra hafi mætt á staðinn um leið og hún yfirgaf svæðið. „Hvaða viðbjóður er hér í gangi?“ spyr Ragnheiður í færslu sem má sjá hér að neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Elsa Þorbjörg Árnadóttir skrifaði
    Það verður fjör þegar Þorsteinn Már verður snúinn niður og sendur til Namibíu...hlýtur að styttast í það...eða?
    0
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Er þessi viðbjóður virkilega að gerast á Íslandi, farið ver með Íslending heldur en útlendar afætur..
    -4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
5
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár