Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Áttu ekki von á að drekka föstudagskaffið í fangelsi

Tvær syst­ur drukku föstu­dagskaff­ið sitt sam­an á Hólms­heiði í dag. Sú yngri yf­ir­gaf svæð­ið að því loknu. Sú eldri, sem átti að senda úr landi í norskri lög­reglu­fylgd í nótt, sat áfram í fang­els­inu, fjarri fjöl­skyldu sinni.

Áttu ekki von á að drekka föstudagskaffið í fangelsi
Systur Edda (til vinstri) og Ragnheiður (til hægri) eru nánar systur og hittast oft í kaffi á föstudögum. Í þetta skiptið voru aðstæðurnar allt öðruvísi en vant er.

Edda Björk Arnardóttir, sjö barna móðir sem átti að senda úr landi í norskri lögreglufylgd í nótt, ber sig vel þrátt fyrir allt. En hún er ósátt við það að áformað hafi verið að flytja hana úr landi í skjóli nætur. Þetta segir lögmaður Eddu, Jóhannes Karl Sveinsson.

Ástæðan fyrir gæsluvarðhaldinu sem Edda var færð í á þriðjudag er forræðisdeila á milli Eddu og barnsföður hennar sem búsettur er í Noregi. Edda á að mæta fyrir dóm í Noregi vegna málsins en dagsetning á réttarhöldunum hefur ekki verið gefin út. 

„Hún mótmælti því að hún yrði sett í gæsluvarðhald og sagði að það væri allt of þungbært úrræði, sérstaklega í ljósi þess að það er ekki búið að ákveða dagsetningu þessara réttarhalda sem á að tryggja viðveru hennar við úti í Noregi,“ segir Jóhannes. 

Ákvörðunin var kærð á þriðjudagskvöld en Jóhannes og Edda bíða enn úrskurðar í því máli. Hann ætti að falla í dag. Jóhannes hefur jafnframt beint erindi til ríkissaksóknara vegna flutningsins sem átti að fara fram í skjóli nætur. Héraðssaksóknari taldi sig ekki geta gripið til aðgerða. 

„Ég held að það séu mistök að reyna að grípa inn í mál þegar þau eru til meðferðar hjá dómstólum. Það hefði bara átt að leyfa þessu að klárast til enda hjá dómstólum,“ segir Jóhannes.  

Við HólmsheiðiFrá mótmælunum í nótt. Þau hófust rétt fyrir miðnætti og þeim lauk ekki fyrr en undir morgun.

Baráttuhugur í Eddu eftir nóttina

Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu, hitti systur sína á Hólmsheiði fyrr í dag. Ragnheiður var einnig stödd fyrir utan fangelsið í nótt ásamt um 40 öðrum og mótmælti fyrirhuguðum flutingi Eddu. Senda átti hana úr landi með flugi sem fór til Oslóar klukkan fimm í morgun. Ekkert varð svo af því. 

„Það er baráttuhugur í henni eftir nóttina,“ segir Ragnheiður. „Þetta var auðvitað mikið áfall í gærkvöldi þegar átti að senda hana úr landi án þess að láta nokkurn mann vita. Nóttin var mjög erfið og svo sá hún fréttirnar af því sem var að gerast. Það hafði mikil áhrif á hana. Hún er ánægð, jákvæðari fyrir framhaldinu.“ 

Ragnheiður telur að mótmælin hafi haft áhrif á fyrirhugaðan flutning Eddu. 

„Ég held að þeir viti hvað hún hefur mikinn stuðning í samfélaginu,“ segir Ragnheiður og vísar til þess þegar færa átti syni hennar og barnsföðursins í Noregi úr landi í lok október. „Þá mætti fólkið sem þykir vænt um þessi börn og mótmælti harðlega þessari aðför.“ 

Strákarnir neituðu að fara og eru nú, að sögn Ragnheiðar í öruggu skjóli. 

„Þeir skilja ekki af hverju hún er í fangelsi og þeim finnst það fáránlegt og ósanngjarnt,“ segir Ragnheiður. 

Edda hafi ekki fengið mannúðlega meðferð á Íslandi

Hún er níu árum yngri en Edda. 

Hvernig er að fara að hitta eldri systur sína við þessar aðstæður? 

„Ég fékk alla vega að hitta hana og þetta er auðvitað mjög sérstakt. Við erum mjög nánar og höfum alltaf verið. Við slógum þessu bara svolítið upp í grín. Við hittumst oft á föstudögum í kaffi. Við áttum von á ýmsu en ekki að þurfa að taka föstudagskaffið okkar í fangelsi. Þetta var reynsla sem við áttum ekki von á að upplifa,“ segir Ragnheiður.  

Hún telur að systir hennar hafi ekki fengið mannúðlega meðferð hérlendis. 

„Við leggjum áherslu á að hún fái mannúðlega meðferð á Íslandi sem hún hefur ekki fengið og að það sé ekki komið fram við hana eins og versta glæpamann,“ segir Ragnheiður. „Sex vikna gæsluvarðhald er ekki eitthvað sem þekkist í svona aðstæðum.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár