Til stendur að auglýsa deiliskipulag fyrir allt að 40 íbúðir í fjölbýli á lóðinni Safamýri 58–60 í Reykjavík. Engar byggingar eru á þessum reit í dag, en hann er staðsettur á horni Safamýrar, Háaleitisbrautar og Miklubrautar.
Deiliskipulagstillaga sem er til meðferðar í borgarkerfinu gerir ráð fyrir að húsið sem rísi á staðnum verði þriggja til fjögurra hæða hátt, en Bjarg íbúðafélag hefur þegar fengið vilyrði fyrir því að byggja á reitnum.
Hugmyndin er að inngarður á lóðinni veiti bæði skjól gegn veðri og vindum og umferðarhávaða, sem er allnokkur á þessum slóðum.
Í tillögunni, sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar í vikunni, segir að byggð á þessum reit styrki verslun á svæðinu og stuðli að betri nýtingu innviða í borginni.
Þar segir að nýbyggingin verði nokkurs konar enda- eða byrjunarpunktur á götuásýndum Safamýrar og Miklubrautar og þess vegna sé mikilvægt að hún myndi eðlilegt framhald þeirra bygginga …
Athugasemdir