Bæjarstjórnin í Árborg samþykkti á fundi sínum í gær að nýta sér heimild, sem sveitarfélög í fjárhagserfiðleikum geta fengið, til að hækka útsvarsprósentuna umfram lögbundið hámark. Íbúar í Árborg munu greiða 16,214 prósent launa sinna í útsvar á næsta ári, en um 10 prósent álag ofan á hámarksútsvar er að ræða.
Árborg óskaði eftir því í upphafi mánaðar við innviðaráðuneytið að fá að leggja auknar álögur á íbúa bæjarfélagsins, til að mæta þungri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Innviðaráðuneytið beindi erindinu til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) sem taldi bæði „rétt og nauðsynlegt“ að fallast á beiðni bæjarstjórnarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn er einn í meirihluta í Árborg núna, í kjölfar þess að hafa verið í minnihluta á síðasta kjörtímabili, og er hækkun útsvarsprósentunnar liður í umfangsmikilli aðgerðaáætlun í fjármálum sveitarfélagsins.
Hækkanirnar „rétt að duga“ til að eygja von um jákvæða niðurstöðu
Fram kemur í bréfi EFS til Árborgar að bæjarstjórnin hafi í áætlunum sínum …
Athugasemdir