Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þung skref“: Árborg hækkar útsvarið upp í 16,21 prósent

Bæj­ar­stjórn­in í Ár­borg sam­þykkti í gær að leggja 10 pró­sent álag of­an á út­svar íbúa sveit­ar­fé­lags­ins á næsta ári, í kjöl­far þess að heim­ild fékkst til þess frá inn­viða­ráðu­neyt­inu. Eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga tel­ur að minna megi það vart vera. Sveit­ar­fé­lög í fjár­krögg­um mega setja allt að 25 pró­sent álag á út­svör íbúa.

„Þung skref“: Árborg hækkar útsvarið upp í 16,21 prósent
Árborg Selfoss er stærsti þéttbýliskjarninn í Árborg. Formaður bæjarráð segir „þung skref“ að þurfa að leggja auknar álögur á íbúa til að mæta fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Mynd: Unsplash / Freysteinn G. Jónsson

Bæjarstjórnin í Árborg samþykkti á fundi sínum í gær að nýta sér heimild, sem sveitarfélög í fjárhagserfiðleikum geta fengið, til að hækka útsvarsprósentuna umfram lögbundið hámark. Íbúar í Árborg munu greiða 16,214 prósent launa sinna í útsvar á næsta ári, en um 10 prósent álag ofan á hámarksútsvar er að ræða. 

Árborg óskaði eftir því í upphafi mánaðar við innviðaráðuneytið að fá að leggja auknar álögur á íbúa bæjarfélagsins, til að mæta þungri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. 

Innviðaráðuneytið beindi erindinu til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) sem taldi bæði „rétt og nauðsynlegt“ að fallast á beiðni bæjarstjórnarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn er einn í meirihluta í Árborg núna, í kjölfar þess að hafa verið í minnihluta á síðasta kjörtímabili, og er hækkun útsvarsprósentunnar liður í umfangsmikilli aðgerðaáætlun í fjármálum sveitarfélagsins.

Hækkanirnar „rétt að duga“ til að eygja von um jákvæða niðurstöðu

Fram kemur í bréfi EFS til Árborgar að bæjarstjórnin hafi í áætlunum sínum …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár