Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

KSÍ sækir um fjármögnun fyrir hitapylsunni

KSÍ fer fram á að rík­ið taki þátt í fjár­mögn­un svo­kall­aðr­ar hitapylsu til að halda Laug­ar­dals­velli leik­fær­um, einnig í frosti.

KSÍ sækir um fjármögnun fyrir hitapylsunni
Völlurinn frosinn Þrátt fyrir aðgerðir KSÍ til að halda vellinum leikfærum mat UEFA völlinn óleikfærann. Mynd: RÚV

Mikill kostnaður fer í að halda Laugardalsvellinum leikfærum. Í umsókn Knattspyrnusambands Íslands til Fjárlaganefndar Alþingis hljómar fjárhagsáætlunin upp á 40 til 45 milljónir króna. 

KSÍ tók á leigu svokallaða hitapylsu sem þjónar þeim tilgangi að hita upp Laugardalsvöllinn og gera hann leikfærann. Þrátt fyrir ráðstafanir og vinnu var fótboltaleikur Breiðabliks, í Sambandsdeild Evrópu, færður af Laugardalsvelli vegna hættu á frosti í vellinum. Hitapulsan dugði því ekki til.

Ákvörðunin að færa leikinn var einhliða ákvörðun UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, sem mat stöðu vallarins sem svo að völlurinn yrði ekki leikfær. 

Hitapulsan var leigð frá Englandi og fer hún úr landi í dag. Pulsan virkar þannig að henni er tjaldað yfir leikvöllinn og heitu lofti dælt þar inn. Hún hefur staðið fyrir sínu hingað til, þar sem Breiðablik gat leikið sinn seinasta heima leik á vellinum þann 9. Nóvember. 

Óréttlátt að KSÍ beri eitt kostnaðinn

Í umsókn KSÍ kemur fram að þau séu fullviss um „að ekkert sérsamband hér á landi hafi þurft að greiða tugi milljóna til þess að gera Þjóðarhöll/Þjóðarleikvang leikfæran. Það er ekki réttlátt að KSÍ þurfi að gera það, eitt sérsambanda.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár