Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar hefur tekið upp nýtt verklag þar sem nú eru límdir miðar á rúður bíla sem sekta á fyrir stöðubrot eða hafa ekki greitt í stöðumæli.
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason, greinir frá því í færslu á facebook, að hann hefur nú þegar fengið tvo slíka límmiða á sinn bíl á skömmum tíma. Í færslunni varar hann fólk við og segir stöðumælaverði, með tilkomu þessa nýja verklags vera talsvert „fljótari í förum“ og geta fyrir vikið vaktað stærra svæði. Líkurnar á því að fá sekt hafa því stóraukist að hans mati. Þá vakti Egill einnig máls á því að á þessum nýju miðum komi hvergi fram upphæð sektarinnar og upphæðin fæst ekki upplýst fyrr en hún ratar í heimabanka þess sem hefur sektaður.
Tækniþróun í rafrænum viðskiptum gerir miðann óþarfan
Heimildin náði sambandi við Albert Svan Heimisson, deildarstjóra hjá Bílastæðasjóði, og spurði hann út í þessa nýju verkferla. Aðspurður hvort …
Athugasemdir