Ríkið áformar að gera samkomulag við sveitarfélög landsins, sem mun færa sveitarfélögunum sex milljarða króna til þess að standa undir kostnaði við málaflokk fatlaðs fólks. Til stendur að gera þetta með sama hætti og í fyrra, hækka útsvarið sem rennur til sveitarfélaganna en lækka þann tekjuskatt sem ríkið innheimtir á móti.
Síðasta haust voru fimm milljarðar færðir til sveitarfélaga með þessu móti og ef samkomulag næst við sveitarfélögin nú hefur ríkið því fært alls 11 milljarða króna til sveitarfélaganna til að standa undir kostnaði við málaflokk fatlaðs fólks á tveggja ára tímabili.
Þetta er það fé sem ríkið er tilbúið að leggja til varanlegrar úrlausnar málsins, samkvæmt minnisblaði sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra sendi á fjárlaganefnd fyrir skemmstu um þær breytingatillögur sem hún leggur til við fjárlagafrumvarp komandi árs.
Í minnisblaðinu er rifjað upp að málaflokkur fatlaðs fólks var fluttur frá ríki til sveitarfélaga árið 2011. Tilfærslunni …
Athugasemdir