Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fé eyrnamerkt stígum ratar ekki til framkvæmda

Sam­kvæmt svari Kópa­vogs­bæj­ar við fyr­ir­spurn full­trúa Pírata í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd bæj­ar­ins hef­ur fé sem áætl­að hef­ur ver­ið í stíga­fram­kvæmd­ir ekki rat­að í fram­kvæmd­ir nema að hluta. Í fyrra fóru ein­ung­is 10,6 millj­ón­ir í stíga­fram­kvæmd­ir, af þeim 40 millj­ón­um sem heim­ild var fyr­ir í áætl­un­um bæj­ar­ins.

Fé eyrnamerkt stígum ratar ekki til framkvæmda
Kópavogur Á undanförnum fjórum árum hefur einungis 87 milljónum af 160 milljónum sem áætlaðar hafa verið til stígaframkvæmda í bókhaldi bæjarins verið varið til framkvæmda. Fulltrúar minnihlutans gagnrýna þetta. Mynd: Golli

Kópavogsbær hefur ekki varið nema hluta þess fjár sem heimilt hefur verið að ráðstafa sérstaklega til stígaframkvæmda í bænum á undanförnum árum, en frá 2019 til 2022 var samkvæmt áætlunum bæjarins heimilt að verja 40 milljónum króna árlega til slíkra framkvæmda. 

Minnst var fjárfest í fyrra, er 10,6 milljónir króna runnu til stígaframkvæmda. Þá stóðu 29,4 milljónir króna eftir ónýttar samkvæmt bókhaldi bæjarins. Í heildina varði bærinn 87,7 milljónum í stígaframkvæmdir á árunum 2019-2022 af þeim 160 milljónum sem heimilt var að framkvæma fyrir. 

Þessar upplýsingar komu fram í svari við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar, fulltrúa Pírata í umhverfis- og samgöngunefnd bæjarins, sem lagt var fram á fundi 21. nóvember. Hann og aðrir fulltrúar minnihlutans gagnrýndu þetta og sögðu óheppilegt að stór hluti af því fé sem bærinn ráðstafaði til stígagerðar væri ekki nýtt til framkvæmda og hyrfi svo úr málaflokknum þegar ekki væri framkvæmt.

Bentu fulltrúarnir svo á að …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Elín Kona Eddudóttir skrifaði
    Vel athugað, takk fyrir að vekja athygli á þessu 👍
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár