Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkisstjórnin með rúmlega þriðjungs fylgi – Vinstri græn mælist minnsti flokkurinn á þingi

Sam­fylk­ing­in er áfram sem áð­ur lang­stærsti flokk­ur lands­ins sam­kvæmt könn­un­um. Fylgi flokks­ins mæl­ist rúm­lega átta pró­sentu­stig­um meira en fylgi Sjálf­stæð­is­flokks. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa tap­að 20 pró­sentu­stig­um af fylgi á kjör­tíma­bil­inu.

Ríkisstjórnin með rúmlega þriðjungs fylgi – Vinstri græn mælist minnsti flokkurinn á þingi
Fylgistap Allir stjórnarflokkarnir hafa tapað um sjö prósentustigum hver af fylgi það sem af er kjörtímabili. Mynd: Golli

Fylgi stjórnarflokkanna þriggja mælist nú samanlagt 34,4 prósent samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Það er 20 prósentustigum minna fylgi en þeir fengu saman í kosningunum í lok september 2021. 

Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna þriggja: Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, milli mánaða. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þeirra stærstu með 17,9 prósent fylgi. Framsókn kemur þar á eftir með 10,4 prósent fylgi og Vinstri græn reka lestina með 6,1 prósent fylgi. 

Það gerir raunar að verkum að Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, eru sá flokkur sem á þingmenn á Alþingi í dag sem mælist með minnst fylgi. Vinstri græn eru því áttundi stærsti flokkur landsins sem stendur.

Fylgistap stjórnarflokkanna er nokkuð jafnt. Framsóknarflokkurinn er sá stjórnarflokkur sem hefur tapað mestu fylgi, eða um sjö prósentustigum frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn koma hins vegar skammt undan, en þeir flokkar hafa báðir tapað 6,6 prósentustigum af fylgi á þeim rúmu tveimur árum sem liðið eru frá því að kosið var síðast. 

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur nú mælst undir 40 prósent í öllum könnunum Maskínu síðar í febrúar á þessu ári. 

Öll andstaðan bætt við sig nema Flokkur fólksins

Samfylkingin hefur tekið langmest af því fylgi sem hefur færst á milli flokka það sem af er kjörtímabili. Flokkurinn mælist nú með 26 prósent fylgi og hefur mælst stærsti flokkur landsins í könnunum Maskínu allt þetta ár. Samfylkingin fékk 9,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum sem þýðir að flokkur Kristrúnar Frostadóttur hefur bætt við sig rúmlega 16 prósentustigum frá því í september 2021. 

Sá stjórnarandstöðuflokkur fyrir utan Samfylkinguna sem hefur bætt næst mestu fylgi við sig er Miðflokkurinn. Hann mælist nú með þremur prósentustigum meira fylgi en hann fékk í síðustu kosningum en alls segjast 8,4 prósent landsmanna að þeir styðji flokkinn. Miðflokkurinn er þrátt fyrir það einungis sjötti stærsti flokkurinn á þingi, með um tveimur prósentustigum meira af fylgi en Flokkur fólksins, sem mælist með 6,4 prósent stuðning. Flokkur Ingu Sæland er raunar eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem mælist með minna fylgi nú en hann fékk í síðustu kosningum. 

Viðreisn tekur fram úr Pírötum í nýjustu könnuninni og er mælist nú nánast með sama fylgi og Framsókn, eða 10,3 prósent. Það er tæplega tveimur prósentustigum meira en Viðreisn fékk í kosningunum í september 2021. Píratar eru svo að mælast með tíu prósent fylgi, en fengu 8,7 prósent þegar síðar var kosið. 

Einn flokkur utan þings mælist með fylgi. Það er Sósíalistaflokkur Íslands, en 4,4 prósent landsmanna segjast styðja hann. 

Óánægja með æðstu ráðamenn

Fyrr í dag birti annað könnunarfyrirtæki, Prósent, niðurstöðu könnunar sinnar á ánægju með störf þriggja af æðstu embættismönnum þjóðarinnar: Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Næstum átta af hverjum tíu landsmönnum sögðust óánægð með störf Bjarna, sem var áður fjármála- og efnahagsráðherra í meira og minna í áratug. Einungis 11,8 prósent sögðust ánægð með ráðherrastörf Bjarna.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kemur skammt undan í óvinsældum. Alls segjast næstum tveir af hverjum þremur, 64,5 prósent, vera óánægð með störf hans og 14 prósent lýsa yfir ánægju með þau.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælist minna óvinsæl en ofangreindir en er þó í þeirri stöðu að rúmlega helmingur aðspurðra, 54,2 prósent, sögðust óánægðir með störf hennar. Tæpur fjórðungur segist hins vegar vera ánægð með forsætisráðherra. 

Í könnun Prósents kom fram að fylgjendur Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins eru ánægðari með störf Katrínar en fylgjendur annarra flokka. Þar segir enn fremur að fylgjendur Sjálfstæðisflokksins séu ánægðari með störf Bjarna Benediktssonar en fylgjendur annarra flokka auk þess sem þeir eru ánægðari með störf Ásgeirs Jónssonar en allir aðrir flokkar fyrir utan Vinstri græn. 

Þá kemur fram að konur eru marktækt ánægðari með störf Katrínar en karlar. 

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    „Fylgi stjórnarflokkanna þriggja mælist nú samanlagt 34,4 prósent samkvæmt nýjustu könnun Maskínu.“
    Er þetta ekki sama prósentutala sem stjórn Jóhönnu Sig var með ?
    Þegar bjarN1 benediktsson stóð frussandi í ræðupúltinu á hinu lægst virta alþingi og gargaði sig ráman af fullum hálsi.
    SKILAÐU LYKLUNUM JÓHANNA!
    Þannig að nú hefur bjarN1 benediktsson gullið tækifæri til að vera sjálfum sér samkvæmur.
    ☻g skipað strengjadúkkuni og gluggaskrautinu kötu svikara jak að skila lyklunum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár