Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýnir lífeyrissjóði og talsfólk þeirra harðlega í dag, fyrir að hafa ekki, til þessa, fellt niður vexti og verðbætur á fasteignalánum Grindvíkinga, eins og stóru viðskiptabankarnir þrír hafa ákveðið að gera.
„Það kemur alltaf jafn mikið á óvart hversu taktlausir og siðlausir lífeyrissjóðirnir og talsfólk þeirra eru. Nú hafa bankarnir ákveðið að fella niður vexti og verðbætur á húsnæðislánum Grindvíkinga, í þrjá mánuði, en sjóðirnir bera fyrir sig lagaóvissu um málið,“ skrifar Ragnar Þór í harðorðri færslu á Facebook.
Ragnar Þór segir lífeyrissjóðina geta „haft stjórnarformenn sem hafa réttarstöðu sakbornings eða verið þáttakendur með öðrum hætti í stærsta samkeppnisbrotamáli Íslandssögunnar“ en að það sé „alltaf lagaóvissa þegar kemur að því að gera eitthvað fyrir fólkið“ og aldrei megi hafa samráð þegar taka þurfi samfélagslega mikilvægar ákvarðanir.
„Við megum ekki og getum ekki!“ segir Ragnar Þór að sé viðkvæðið frá lífeyrissjóðunum.
Öðru máli segir Ragnar Þór að gegni „þegar verja þarf kerfið eða aðlaga að þörfum fjármálakerfisins eða sérhagsmuna. Ekki er langt síðan að breyta þurfti lögum um fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða svo SA gæti þrýst þeim í að bjarga Icelandair,“ skrifar formaður VR.
Hann nefnir að á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða segi að á meðal hlutverka samtakanna sé meðal annars að gæta í hvívetna hagsmuna sjóðfélaga og að hafa frumkvæmi um málefni sjóðanna og lífeyrismál og stuðla að jákvæðri ímynd þeirra.
„Það þarf ekki að kafa djúpt til að komast að þeirri niðurstöðu að landssamtökin sinni hvorugu þessu hlutverki. Og set ég stórt spurningamerki um hvort það sé hreinlega löglegt að sjóðirnir fjármagni þessi samtök.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að lífeyrissjóðirnir eru plága í íslensku samfélagi,“ skrifar Ragnar Þór, í færslu sinni.
Lífeyrissjóðirnir eru ekkert annað Ponzi svindl og það lögvernda svind sem launþegar er skyldaðir með lögum að taka þátt í þessum viðbjóði.
Og hvaða andskotans svikarar og mannleysur samþykktu það að fulltrúar (útsendarar), Samtaka Arðræningja fengju sæti í stjórnum Lífeyrissjóðanna ?
Það er sama hvar drepið er niður á þessu skítaskeri.
SPILLINGIN GRASSERAR ALLSTAÐAR!