Pressa hefur göngu sína á Heimildinni

Nýr viku­leg­ur sjón­varps­þátt­ur í um­sjá blaða­manna Heim­ild­ar­inn­ar hef­ur göngu sína í næstu viku. Þátt­ur­inn verð­ur send­ur út í beinu streymi á föstu­dög­um.

Pressa hefur göngu sína á Heimildinni

Nýr vikulegur sjónvarpsþáttur Heimildarinnar fer í loftið næstkomandi föstudag, 1. desember. Þátturinn heitir Pressa og er í umsjón Aðalsteins Kjartanssonar, Helga Seljan og Margrétar Marteinsdóttur, blaðamanna á Heimildinni. 

Þátturinn verður sendur út í beinu streymi í gegnum vef Heimildarinnar í hádeginu á föstudögum og verður aðgengilegur áskrifendum. Um er að ræða þjóðmálaþátt þar sem fjallað verður um málefni líðandi stundar, en þátturinn er sendur út sama dag vikunnar og prentúgáfa Heimildarinnar berst áskrifendum í hverri viku. 

Fleiri nýjungar verða kynntar áskrifendum á næstu vikum og mánuðum.

Breytingar á áskriftaverði

Frá og með desembermánuði breytist áskriftarverð Heimildarinnar og verður 3.990 kr. fyrir vefáskrift en 4.690 kr. fyrir prentáskrift. Heimildin hóf vikulega prentútgáfu í apríl síðastliðnum, með lægri tíðni yfir sumartímann.

Áskriftarverð hækkar nú í kjölfarið til þess að mæta auknum kostnaði við tvöföldun útgáfudaga blaðsins, en einnig til að leggja grunn að fyrirhugaðri fjölþættri eflingu Heimildarinnar og umfjallana hennar. 

Lestur að …

Kjósa
101
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár