Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pressa hefur göngu sína á Heimildinni

Nýr viku­leg­ur sjón­varps­þátt­ur í um­sjá blaða­manna Heim­ild­ar­inn­ar hef­ur göngu sína í næstu viku. Þátt­ur­inn verð­ur send­ur út í beinu streymi á föstu­dög­um.

Pressa hefur göngu sína á Heimildinni

Nýr vikulegur sjónvarpsþáttur Heimildarinnar fer í loftið næstkomandi föstudag, 1. desember. Þátturinn heitir Pressa og er í umsjón Aðalsteins Kjartanssonar, Helga Seljan og Margrétar Marteinsdóttur, blaðamanna á Heimildinni. 

Þátturinn verður sendur út í beinu streymi í gegnum vef Heimildarinnar í hádeginu á föstudögum og verður aðgengilegur áskrifendum. Um er að ræða þjóðmálaþátt þar sem fjallað verður um málefni líðandi stundar, en þátturinn er sendur út sama dag vikunnar og prentúgáfa Heimildarinnar berst áskrifendum í hverri viku. 

Fleiri nýjungar verða kynntar áskrifendum á næstu vikum og mánuðum.

Breytingar á áskriftaverði

Frá og með desembermánuði breytist áskriftarverð Heimildarinnar og verður 3.990 kr. fyrir vefáskrift en 4.690 kr. fyrir prentáskrift. Heimildin hóf vikulega prentútgáfu í apríl síðastliðnum, með lægri tíðni yfir sumartímann.

Áskriftarverð hækkar nú í kjölfarið til þess að mæta auknum kostnaði við tvöföldun útgáfudaga blaðsins, en einnig til að leggja grunn að fyrirhugaðri fjölþættri eflingu Heimildarinnar og umfjallana hennar. 

Lestur að …

Kjósa
101
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár