Nýr vikulegur sjónvarpsþáttur Heimildarinnar fer í loftið næstkomandi föstudag, 1. desember. Þátturinn heitir Pressa og er í umsjón Aðalsteins Kjartanssonar, Helga Seljan og Margrétar Marteinsdóttur, blaðamanna á Heimildinni.
Þátturinn verður sendur út í beinu streymi í gegnum vef Heimildarinnar í hádeginu á föstudögum og verður aðgengilegur áskrifendum. Um er að ræða þjóðmálaþátt þar sem fjallað verður um málefni líðandi stundar, en þátturinn er sendur út sama dag vikunnar og prentúgáfa Heimildarinnar berst áskrifendum í hverri viku.
Fleiri nýjungar verða kynntar áskrifendum á næstu vikum og mánuðum.
Breytingar á áskriftaverði
Frá og með desembermánuði breytist áskriftarverð Heimildarinnar og verður 3.990 kr. fyrir vefáskrift en 4.690 kr. fyrir prentáskrift. Heimildin hóf vikulega prentútgáfu í apríl síðastliðnum, með lægri tíðni yfir sumartímann.
Áskriftarverð hækkar nú í kjölfarið til þess að mæta auknum kostnaði við tvöföldun útgáfudaga blaðsins, en einnig til að leggja grunn að fyrirhugaðri fjölþættri eflingu Heimildarinnar og umfjallana hennar.
Lestur að …
Athugasemdir (2)