Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingkona Pírata handtekin á skemmtistað

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, var hand­tek­in á skemmti­stað á föstu­dags­kvöld. Hún seg­ir dyra­verði hafa vilj­að vísa sér út fyr­ir að vera of lengi á sal­erni stað­ar­ins.

Þingkona Pírata handtekin á skemmtistað
Pírati Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir að hún upplifi framgöngu dyravarða „óþarflega harkalega og niðurlægjandi.”

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, var handtekin á skemmtistaðnum Kíkí á föstudagskvöld. Hún hafði verið talsverðan tíma á salerni staðarins og samkvæmt frásögn hennar stóð til að vísa henni út af staðnum vegna þessa.
Við það komst hún í uppnám og lögreglan var kölluð til.

Frá þessu greinir Arndís Anna a Facebook-síðu sinni en greinir ekki nánar frá ástæðu þess að vísa átti henni út af staðnum. Færslan birtist eftir að mbl.is hafði greint frá handtökunni.

Í færslunni segir: „Ég brá mér á skemmtistað á föstudagskvöld, eins og gengur og gerist, og fór á einn minn uppáhaldsstað, Kiki. Ég fór á salernið og var búin að vera þar sjálfsagt í talsverðan tíma þegar dyraverðir opna hurðina.

Mér brá við þetta og við að það stæði til að bera mig út með valdi, þegar mér fannst ekki tilefni til. Ég hef skilning á því að starf dyravarða á skemmtistöðum sé erfitt og ekki síst með fullt hús af fólki í misjöfnu ástandi, þó mín upplifun hafi verið sú að þarna hafi framganga þeirra verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. Ég hef talað við fyrirsvarsmann staðarins sem bað mig afsökunar fyrir þeirra hönd, sem mér þykir afar vænt um.“

Þar segist Arndís Anna vera þakklát lögreglunni fyrir þeirra viðbrögð og fagmennsku, og fyrir alúðina sem þau sýndu sér í kjölfarið, enda hafi hún komist í talsvert uppnám við það sem hún kallar aðfarir. „Það að lögreglan taki útkall frá hinsegin skemmtistað alvarlega, hvers eðlis sem það er, og bregðist svona skjótt við er sérstaklega mikilvægt og yljaði það mér um hjartaræturnar í öllum þessum ósköpum."

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Ánægjulegt er að lesa góð viðbrögð lögregluþjónarnir. Þeir hafa viljað gera gott úr þessu og sýnt af sér hárrétt viðbrögð. Það getur komið fyrir alla að lenda í aðstöðu sem margir líta illa. Því er engin ástæða til að gera meira úr þessu.
    3
  • Ingolfur Gudmundsson skrifaði
    Var hún bókstaflega handtekin, þeas sett í járn og í fangageymslur eða var lögreglan kölluð á staðinn og málið svo leyst og án handtöku, eins og fréttin gefur til kynna? Dáldið mikið klickbait í fyrirsögninni, sem ég hélt að Heimildin væri yfir hafin.
    2
  • BDÞ
    Birgir Dalai Þórðarson skrifaði
    Þvílik rugl grein og sérstaklega þáttur, Arndísar, reynir samt að upphefja sjálfa sig m.a. með hrósi yfir aðra þátttakendur, harðhentan dyravörð, ljúfar löggur og eigandann sem snobbaði fyrir þingkonu. Segir ekki, sem margir vilja vita, en engum kemur við; Hvað var hún að dvelja svo lengi á salerni staðarins ?? Klósettsaga, sem er fyrir neðan virðingu Heimildarinnar !
    1
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Eru tímamörk á klósettum ?
    2
  • Björn Ólafsson skrifaði
    Þessir dyraverðir eru ekki upp á marga fiska, þar sem þetta verkefni var þeim óviðráðanlegt án aðstoðar lögreglu.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár