Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þórdís Kolbrún ræður aðalhagfræðing Arion banka sem aðstoðarmann

Kon­ráð S. Guð­jóns­son, sem hef­ur starf­að fyr­ir Við­skipta­ráð, Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og Ari­on banka, hef­ur ver­ið ráð­inn sem að­stoð­ar­mað­ur fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Þórdís Kolbrún ræður aðalhagfræðing Arion banka sem aðstoðarmann
Aðstoðarmaður númer tvö Konráð verður annar aðstoðarmaður ráðherrans. Fyrir á fleti var Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir. Mynd: Stjórnarráðið

Konráð S. Guðjónsson, sem starfað hefur sem aðalhagfræðingur Arion banka síðastliðið hálft ár, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra. Þar með er Þordís búin að ráða í báðar aðstoðarmannastöðurnar sem lög heimila henni að ráða í en Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir fylgdi henni yfir í fjármála- og efnahagsráðuneytið úr utanríkisráðuneytinu þegar Þórdís skipti um ráðherrastól í síðasta mánuði. 

Konráð hefur verið áberandi í umræðu um íslensk efnahagsmál á undanförnum árum. Hann var hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs um fjögurra ára skeið og færði sig síðan yfir í starf aðalhagfræðings Stefnis, sjóðsstýringafyrirtækis Arion banka. Í ágúst í fyrra var hann svo ráðinn tímabundið í stöðu efnahagsráðgjafa Samtaka atvinnulífsins í aðdraganda kjarasamningagerðar og tók sæti í samninganefnd samtakanna. 

Þriðja konan

Þórdís Kolbrún tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra 14. október síðastliðinn í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson sagði af sér því embætti. Þau, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, höfðu sætaskipti og Bjarni færði sig í utanríkisráðuneytið. 

Hún er 27 einstaklingurinn sem gegnir stöðu fjármála- og efnahagsráðherra í lýðveldissögunni og þriðja konan til að gegna þessu eina valdamesta embætti landsins. 

Oddný Harð­­ar­dóttir varð fyrsta konan til að gegna emb­ætti fjár­­­mála­ráð­herra þegar hún tók við því á gaml­ár­s­dag 2011.

Oddný sat í emb­ætti í níu mán­uði og þá tók flokks­­systir hennar Katrín Júl­í­us­dóttir við. Hún sat í emb­ætt­inu í tæpa átta mán­uði. Því hafa konur verið fjár­­­mála­ráð­herrar á Íslandi í minna en 17 mán­uði frá árinu 1944.  

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár