Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þórdís Kolbrún ræður aðalhagfræðing Arion banka sem aðstoðarmann

Kon­ráð S. Guð­jóns­son, sem hef­ur starf­að fyr­ir Við­skipta­ráð, Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og Ari­on banka, hef­ur ver­ið ráð­inn sem að­stoð­ar­mað­ur fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Þórdís Kolbrún ræður aðalhagfræðing Arion banka sem aðstoðarmann
Aðstoðarmaður númer tvö Konráð verður annar aðstoðarmaður ráðherrans. Fyrir á fleti var Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir. Mynd: Stjórnarráðið

Konráð S. Guðjónsson, sem starfað hefur sem aðalhagfræðingur Arion banka síðastliðið hálft ár, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra. Þar með er Þordís búin að ráða í báðar aðstoðarmannastöðurnar sem lög heimila henni að ráða í en Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir fylgdi henni yfir í fjármála- og efnahagsráðuneytið úr utanríkisráðuneytinu þegar Þórdís skipti um ráðherrastól í síðasta mánuði. 

Konráð hefur verið áberandi í umræðu um íslensk efnahagsmál á undanförnum árum. Hann var hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs um fjögurra ára skeið og færði sig síðan yfir í starf aðalhagfræðings Stefnis, sjóðsstýringafyrirtækis Arion banka. Í ágúst í fyrra var hann svo ráðinn tímabundið í stöðu efnahagsráðgjafa Samtaka atvinnulífsins í aðdraganda kjarasamningagerðar og tók sæti í samninganefnd samtakanna. 

Þriðja konan

Þórdís Kolbrún tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra 14. október síðastliðinn í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson sagði af sér því embætti. Þau, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, höfðu sætaskipti og Bjarni færði sig í utanríkisráðuneytið. 

Hún er 27 einstaklingurinn sem gegnir stöðu fjármála- og efnahagsráðherra í lýðveldissögunni og þriðja konan til að gegna þessu eina valdamesta embætti landsins. 

Oddný Harð­­ar­dóttir varð fyrsta konan til að gegna emb­ætti fjár­­­mála­ráð­herra þegar hún tók við því á gaml­ár­s­dag 2011.

Oddný sat í emb­ætti í níu mán­uði og þá tók flokks­­systir hennar Katrín Júl­í­us­dóttir við. Hún sat í emb­ætt­inu í tæpa átta mán­uði. Því hafa konur verið fjár­­­mála­ráð­herrar á Íslandi í minna en 17 mán­uði frá árinu 1944.  

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár