Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skúli í Subway fær lögbann á heimili fyrir flóttamenn

Skúli Gunn­ar Sig­fús­son, eig­andi Su­bway á Ís­landi, hef­ur feng­ið sam­þykkt lög­bann á að hluti JL-húss­ins verði nýtt­ur sem heim­ili fyr­ir um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd. Í hús­inu hafa með­al ann­ars bú­ið ein­stak­ling­ar frá Venesúela. Skúli seg­ir að hús­næð­ið sé ekki íbúð­ar­hús­næði og að fara þurfi að lög­um.

Skúli í Subway fær lögbann á heimili fyrir flóttamenn
Lögbann á JL-húsið Skúli Gunnar Sigfússon fór fram á að lögbann yrði sett á að JL-húsið væri notað sem heimili fyrir flóttamenn sem til Íslands koma. Mynd: mbl/Eggert Jóhannesson

Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subway á Íslandi, hefur fengið samþykkt lögbann á að hluti fasteignarinnar á Hringbraut 121, JL-húsið, verði notaðar sem heimili fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í húsinu hafa meðal annars búið umsækjendur um alþjóðlega vernd frá Venesúela. Morgunblaðið greindi frá lögbannssúrskurðinum í morgun en sagði ekki frá því hver hefði farið fram á lögbannið, einungis að það hefði verið einn af eigendum hluta hússins. 

„Það er óleyfisdvöl í húsinu.“
Skúli Gunnar Sigfússon,
eigandi Subway

Eitt af félögunum sem á fasteignir í JL-húsinu heitir Staðarfjall ehf. Það er í eigu Leiti eignarhaldsfélags ehf. sem er í eigu Skúla Gunnars. Samlokukeðja Skúla Gunnars rekur veitingastað í húsinu. Stærsti hluti hússins er í eigu aðila eins og Félagsbústaða og Myndlistarskóla Íslands. 

Reykjavíkurborg hefur leigt hluta húsnæðisins undir heimili fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og hefur …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár