„Regnið er mitt hugarfóstur,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Regnsins, smáforrits sem gerir notendum kleift að kaupa og selja föt sín á milli á skilvirkan hátt.
Ásta hefur mikinn áhuga á umhverfisvernd og vildi leggja sitt af mörkum til að stuðla að umhverfisvænum neysluvenjum hjá almenningi.
Hugmyndin að Regn varð til í heimsfaraldrinum Covid-19 þegar Ásta sá auglýsingu um styrk frá Tækniþróunarsjóði. „Þá hafði ég verið að pæla í því að það var ekki til neitt svona app á Íslandi.“
Ásta hafði tekið eftir því að ungar konur voru farnar að nota ítalska smáforritið Depop til þess að selja og kaupa notuð föt með tilheyrandi sendingarkostnaði.
„Svo að ég hugsaði með mér að það væri gaman að prófa að sækja um styrk því að það var augljóslega eyða á markaðinum hérna á Íslandi.“
Athugasemdir (1)