Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Það var augljóslega eyða á markaðnum hérna á Íslandi“

Regn er smá­for­rit sem skap­ar vett­vang fyr­ir not­end­ur til þess að kaupa og selja föt á um­hverf­i­s­vænni hátt. Fram­kvæmda­stjóri Regns, Ásta Kristjáns­dótt­ir, seg­ir um það bil 5.000 manns hafa hlað­ið smá­for­rit­inu nið­ur en það varð að­gengi­legt iP­ho­ne-not­end­um í ág­úst síð­ast­liðn­um.

Ásta Kristjánsdóttir Framkvæmdastjóri Regns sá eyðu á markaðnum fyrir smáforrit sem myndi auðvelda notendum að selja og kaupa notuð föt.

„Regnið er mitt hugarfóstur,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Regnsins, smáforrits sem gerir notendum kleift að kaupa og selja föt sín á milli á skilvirkan hátt. 

Smáforritið RegnAuðveldar sölu og kaup á notuðum flíkum hér á landi.

Ásta hefur mikinn áhuga á umhverfisvernd og vildi leggja sitt af mörkum til að stuðla að umhverfisvænum neysluvenjum hjá almenningi.

Hugmyndin að Regn varð til í heimsfaraldrinum Covid-19 þegar Ásta sá auglýsingu um styrk frá Tækniþróunarsjóði. „Þá hafði ég verið að pæla í því að það var ekki til neitt svona app á Íslandi.“ 

Ásta hafði tekið eftir því að ungar konur voru farnar að nota ítalska smáforritið Depop til þess að selja og kaupa notuð föt með tilheyrandi sendingarkostnaði. 

„Svo að ég hugsaði með mér að það væri gaman að prófa að sækja um styrk því að það var augljóslega eyða á markaðinum hérna á Íslandi.“ 

Fræ verður að forriti …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár